Lífið

Brjáluð HM-stemning á Ingólfstorgi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Stemningin á Ingólfstorgi var gríðarlega góð um helgina en þar gátu gestir og gangandi horft á leiki á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu á 350 tommu skjá. 

Torgið gekk undir nafninu Arena de Ingólfstorg og var það símafyrirtækið Nova sem bauð upp á gleðina.

Sæti voru fyrir þrjú hundruð manns og voru þau fljót að fyllast enda nóg af skemmtiatriðum til að stytta fólki biðina eftir leikjunum.

Meðal þeirra sem komu fram voru DJ Margeir, Högni Egilsson, Daníel Ágúst, Ásdís og Unnsteinn Manuel.

DJ Margeir.
Þessi var aldeilis litrík.
Daníel Ágúst.
Unnsteinn og Högni.
Fótbolta "selfie".
Áfram Brasilía!
Brjáluð fagnaðarlæti!





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.