Lífið

Sænski prinsinn genginn út

Carl Philip og Sofia Hellqvist eru trúlofuð.
Carl Philip og Sofia Hellqvist eru trúlofuð. Vísir(AFP
Sænski prinsinn Carl Philip fór á skeljarnar um helgina og bað kærustu sinnar Sofiu Hellqvist. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sænsku konungshöllinni þar sem segir að parið muni ganga í það heilaga næsta sumar. 

Carl Philip og Hellqvist vöktu mikla athygli þegar þú fóru að skjóta saman nefjum fyrir fjórum árum síðan, en hún er fyrrum glamúr fyrirsæta og þátttakandi í raunveruleikaþættinum Paradise Hotel árið 2005. Þá komst Hellqvist í fréttirnar fyrir að kyssa klámmyndastjörnuna Jenna Jameson í beinni útsendingu. 

Á sínum tíma þótti mörgum Hellqvist ekki hæfa sem tilvonandi prinsessa en hún hefur unnið hug og hjörtu sænsku þjóðarinnar á síðustu árum og lagt glamúrfyrirsætuferilinn á hilluna. Þar á meðal var móðir prinsins, Sonja drottning, sem hefur þó tekið hana í sátt núna. 

Carl Philip hefur toppað lista yfir myndarlegustu prinsa í heimi en hann er einnig iðinn kappaksturskappi. Það er skammt stórra högga á milli hjá sænsku konungshöllinni en systur hans Madeleine og Victoria gengu í það heilaga 2013 og 2010. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.