„Ég er með góðan málstað, því ég er að verja fólk“ Samúel Karl Ólason skrifar 9. júlí 2014 14:43 Valdimar Lúðvík Gíslason. Mynd/Elías/BB.is „Þarna er gríðarleg hætta og það er ekki langt síðan þarna lá við stórslysi. Þá var gamall maður að krækja þarna framhjá vörubíl, eins og allir þurfa að gera því húsið stendur einn metra út á götu. Vörubíllinn bakkaði svo utan í hann,“ segir Valdimar Lúðvík Gíslason, íbúi Bolungarvíkur og fyrrverandi bæjarfulltrúi, í samtali við Vísi. Hann hefur viðurkennt að standa að baki skemmdarverki á gömlu húsi í Bolungarvík. „Svoleiðis er ástandið þarna og fólk á hækjum, hjólastólum og slíku fer framhjá húsinu. Það þarf að fara þessa leið til að komast í banka, pósthúsið og til Tryggingastofnunar. Það er allt þarna.“ „Það er ekki spurning um hvort heldur hvenær það verður þarna stórslys,“ segir Valdimar. Valdimar segir húsið eiga engan rétt á staðnum þar sem það hafi verið byggt í Aðalvík á Hornströndum árið 1909 og flutt til Bolungarvíkur árið 1920. Auk þess hafi tvívegis verið byggt við það síðan. „Þú getur ekki sagt að hús sem er byggt á Akureyri og flutt til Bolungarvíkur í pörtum að það sé hús sem sé byggt í Bolungarvík. Ég hef aldrei heyrt það. Þetta er bara sögufölsun og lygi úr þessari húsfriðunarnefnd. Þetta er algjörlega fáránlegt,“ segir Valdimar. „Húsið var byggt í Aðalvík 1909 og það er rifið þar. Síðan eru fjalir úr því notaðar til að byggja þetta hús hérna í Bolungarvík. Þegar þú rífur hús setur þú ekki fjöl fyrir fjöl, því það þarf margt að koma í viðbót.“ „Þetta eru ósannindi hjá þessari nefnd og hún er bara að sýna óskaplega sóðalega stjórnsýslu. Eins og þetta friðunarfólk hérna. Það svífst einskis og lýgur upp staðreyndum til að ná sínu marki fram.“Fá gömul hús eftir í Bolungarvík „Byggingarár hússins er skráð 1909 í fasteignaskrá. Það er það sem við miðum við. Það eru tilvik þar sem hús í fasteignaskrá eru eldri en ártalið gefur til kynna. Þau eru aldrei yngri, þannig að á því leikur enginn vafi,“ segir Pétur Ármannsson, sviðstjóri hjá Minjastofnun Íslands. „Hús hafa verið flutt landshorna á milli og dæmi eru um fjögur til fimm skipti. Það er alltaf miðað við upprunaárið. Auk þess sem að þessu tilviki er það að húsið hafi verið flutt frá Hornströndum til Bolungarvíkur, sögulega merkilegur hlutur.“ „Húsið var flutt frá Látrum í Aðalvík til Bolungarvíkur um 1919 að talið er. Þetta hús er óvenjulegt að því leyti að það hefur aldrei verið klætt með bárujárni, heldur var það klætt með pappa alla tíð. Seinna var það múrhúðað.“ „Það ber líka að líta til þess að það eru mjög fá gömul hús eftir Í Bolungarvík. Það er eiginlega búið að eyðileggja allan gamla bæinn þar. Það getur líka haft áhrif á varðveislugildi hússins. Hve fágæt þau eru. Ef það væru um 30 svona hús í Bolungarvík uppistandandi væri málið öðruvísi,“ segir Pétur.Mynd/Elías JónatanssonGreip til neyðarréttar Valdimar segir mikla umræðu hafa verið um þetta tiltekna hús í Bolungarvík. „Það eru flest allir hérna sem eru á því að þetta hús eigi að fara. Það hefur enga sögulega merkingu hér. Þetta er bara gamalt, ónýtt hús.“ „Ég bara spyr. Vilja þessir menn í bæjarráði og bæjarstjóri Bolungarvíkur taka ábyrgð á því sem þarna gæti gerst ef að allt færi á versta veg?“ segir Valdimar. Hann segist hafa varað við hættunni af þessu húsi og ekkert hafi verið hlustað á hann. Því hafi hann gripið til neyðarréttar. „Þú manst eftir Laxárdeilunni svokölluðu, þegar fólk greip til neyðarréttar og sprengdi þetta bara í loft upp. Það er viðurkennt á Íslandi og alls staðar í heiminum. Að menn geti gripið til neyðarréttar. Það verður bara að koma í ljós hver hefur rétt fyrir sér. Ég er reiðubúinn til að taka afleiðingunum. Ég er með góðan málstað, því ég er að verja fólk.“Vildi verja fólk fyrir slysum Valdimar Lúðvík vill ekkert segja um hvers konar tæki hann hafi notað til að skemma húsið og segir það sitt leyndarmál. „Ég er gerandinn og ábyrgur að öllu leyti. Það var ég sem eyðilagði húsið í þeim tilgangi að verja fólk hér í Bolungarvík fyrir slysum og örkumlu og jafnvel dauða. Það var minn tilgangur.“ Hann segir að húsið hafi verið keypt fyrir tveimur árum af bæjaryfirvöldum í Bolungarvík og til hafi staðið að rífa það. „Þau hafa hikstað á því allan þennan tíma út af þrætum við húsafriðunarnefnd. Sem er svo með rangar fullyrðingar sem ekki standast neina skoðun,“ segir Valdimar. „Hugdeigir sveitarstjórnarmenn heykjast á rétti okkar Bolvíkinga. Því miður.“ Tengdar fréttir Bolungarvík kærir skemmdarverkin Bæjarfélag Bolungarvíkur fordæmir eignarspjöll sem unnin voru á friðuðu húsi í sveitarfélaginu. 8. júlí 2014 20:23 105 ára gamalt hús skemmt í skjóli nætur Vinnuvél var notuð í nótt til að stórskemma hús í Bolungarvík, sem byggt var árið 1909. 7. júlí 2014 11:47 Yfirheyrður eftir að hafa viðurkennt skemmdarverk Einn hefur verið yfirheyrður vegna skemmdanna sem unnar voru á friðuðu húsi í Bolungarvík aðfaranótt mánudags. 8. júlí 2014 17:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
„Þarna er gríðarleg hætta og það er ekki langt síðan þarna lá við stórslysi. Þá var gamall maður að krækja þarna framhjá vörubíl, eins og allir þurfa að gera því húsið stendur einn metra út á götu. Vörubíllinn bakkaði svo utan í hann,“ segir Valdimar Lúðvík Gíslason, íbúi Bolungarvíkur og fyrrverandi bæjarfulltrúi, í samtali við Vísi. Hann hefur viðurkennt að standa að baki skemmdarverki á gömlu húsi í Bolungarvík. „Svoleiðis er ástandið þarna og fólk á hækjum, hjólastólum og slíku fer framhjá húsinu. Það þarf að fara þessa leið til að komast í banka, pósthúsið og til Tryggingastofnunar. Það er allt þarna.“ „Það er ekki spurning um hvort heldur hvenær það verður þarna stórslys,“ segir Valdimar. Valdimar segir húsið eiga engan rétt á staðnum þar sem það hafi verið byggt í Aðalvík á Hornströndum árið 1909 og flutt til Bolungarvíkur árið 1920. Auk þess hafi tvívegis verið byggt við það síðan. „Þú getur ekki sagt að hús sem er byggt á Akureyri og flutt til Bolungarvíkur í pörtum að það sé hús sem sé byggt í Bolungarvík. Ég hef aldrei heyrt það. Þetta er bara sögufölsun og lygi úr þessari húsfriðunarnefnd. Þetta er algjörlega fáránlegt,“ segir Valdimar. „Húsið var byggt í Aðalvík 1909 og það er rifið þar. Síðan eru fjalir úr því notaðar til að byggja þetta hús hérna í Bolungarvík. Þegar þú rífur hús setur þú ekki fjöl fyrir fjöl, því það þarf margt að koma í viðbót.“ „Þetta eru ósannindi hjá þessari nefnd og hún er bara að sýna óskaplega sóðalega stjórnsýslu. Eins og þetta friðunarfólk hérna. Það svífst einskis og lýgur upp staðreyndum til að ná sínu marki fram.“Fá gömul hús eftir í Bolungarvík „Byggingarár hússins er skráð 1909 í fasteignaskrá. Það er það sem við miðum við. Það eru tilvik þar sem hús í fasteignaskrá eru eldri en ártalið gefur til kynna. Þau eru aldrei yngri, þannig að á því leikur enginn vafi,“ segir Pétur Ármannsson, sviðstjóri hjá Minjastofnun Íslands. „Hús hafa verið flutt landshorna á milli og dæmi eru um fjögur til fimm skipti. Það er alltaf miðað við upprunaárið. Auk þess sem að þessu tilviki er það að húsið hafi verið flutt frá Hornströndum til Bolungarvíkur, sögulega merkilegur hlutur.“ „Húsið var flutt frá Látrum í Aðalvík til Bolungarvíkur um 1919 að talið er. Þetta hús er óvenjulegt að því leyti að það hefur aldrei verið klætt með bárujárni, heldur var það klætt með pappa alla tíð. Seinna var það múrhúðað.“ „Það ber líka að líta til þess að það eru mjög fá gömul hús eftir Í Bolungarvík. Það er eiginlega búið að eyðileggja allan gamla bæinn þar. Það getur líka haft áhrif á varðveislugildi hússins. Hve fágæt þau eru. Ef það væru um 30 svona hús í Bolungarvík uppistandandi væri málið öðruvísi,“ segir Pétur.Mynd/Elías JónatanssonGreip til neyðarréttar Valdimar segir mikla umræðu hafa verið um þetta tiltekna hús í Bolungarvík. „Það eru flest allir hérna sem eru á því að þetta hús eigi að fara. Það hefur enga sögulega merkingu hér. Þetta er bara gamalt, ónýtt hús.“ „Ég bara spyr. Vilja þessir menn í bæjarráði og bæjarstjóri Bolungarvíkur taka ábyrgð á því sem þarna gæti gerst ef að allt færi á versta veg?“ segir Valdimar. Hann segist hafa varað við hættunni af þessu húsi og ekkert hafi verið hlustað á hann. Því hafi hann gripið til neyðarréttar. „Þú manst eftir Laxárdeilunni svokölluðu, þegar fólk greip til neyðarréttar og sprengdi þetta bara í loft upp. Það er viðurkennt á Íslandi og alls staðar í heiminum. Að menn geti gripið til neyðarréttar. Það verður bara að koma í ljós hver hefur rétt fyrir sér. Ég er reiðubúinn til að taka afleiðingunum. Ég er með góðan málstað, því ég er að verja fólk.“Vildi verja fólk fyrir slysum Valdimar Lúðvík vill ekkert segja um hvers konar tæki hann hafi notað til að skemma húsið og segir það sitt leyndarmál. „Ég er gerandinn og ábyrgur að öllu leyti. Það var ég sem eyðilagði húsið í þeim tilgangi að verja fólk hér í Bolungarvík fyrir slysum og örkumlu og jafnvel dauða. Það var minn tilgangur.“ Hann segir að húsið hafi verið keypt fyrir tveimur árum af bæjaryfirvöldum í Bolungarvík og til hafi staðið að rífa það. „Þau hafa hikstað á því allan þennan tíma út af þrætum við húsafriðunarnefnd. Sem er svo með rangar fullyrðingar sem ekki standast neina skoðun,“ segir Valdimar. „Hugdeigir sveitarstjórnarmenn heykjast á rétti okkar Bolvíkinga. Því miður.“
Tengdar fréttir Bolungarvík kærir skemmdarverkin Bæjarfélag Bolungarvíkur fordæmir eignarspjöll sem unnin voru á friðuðu húsi í sveitarfélaginu. 8. júlí 2014 20:23 105 ára gamalt hús skemmt í skjóli nætur Vinnuvél var notuð í nótt til að stórskemma hús í Bolungarvík, sem byggt var árið 1909. 7. júlí 2014 11:47 Yfirheyrður eftir að hafa viðurkennt skemmdarverk Einn hefur verið yfirheyrður vegna skemmdanna sem unnar voru á friðuðu húsi í Bolungarvík aðfaranótt mánudags. 8. júlí 2014 17:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Bolungarvík kærir skemmdarverkin Bæjarfélag Bolungarvíkur fordæmir eignarspjöll sem unnin voru á friðuðu húsi í sveitarfélaginu. 8. júlí 2014 20:23
105 ára gamalt hús skemmt í skjóli nætur Vinnuvél var notuð í nótt til að stórskemma hús í Bolungarvík, sem byggt var árið 1909. 7. júlí 2014 11:47
Yfirheyrður eftir að hafa viðurkennt skemmdarverk Einn hefur verið yfirheyrður vegna skemmdanna sem unnar voru á friðuðu húsi í Bolungarvík aðfaranótt mánudags. 8. júlí 2014 17:40