París norðursins slær í gegn Heimir Már Pétursson skrifar 9. júlí 2014 12:52 Kvikmyndin París norðursins eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson fær mjög góða dóma eftir heimsfrumsýningu á kvikmyndahátíð í Tékklandi. Hafsteinn Gunnar sagður í hópi bestu leikstjóra Evrópu. Kvikmyndin París norðursins eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson fær frábæra dóma eftir heimsfrumsýningu á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Tékklandi í gær. Gagnrýnandi telur myndina líklega til að hljóta aðalverðlaun hátíðarinnar. París Norðursins var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni á Karlovy Vary í Tékklandi í gærkvöldi, en hátíðin er sögð vera virtasta kvikmyndahátíðin í austur Evrópu. Hún var sett síðast liðinn föstudag og lýkur á laugardaginn. Gagnrýnandi kvikmyndavefsins Screen Daily lýsir mikilli hrifningu á þessarri annarri kvikmynd leikstjórans Hafsteins Gunnars Sigurðssonar í fullri lengd. Hafsteinn Gunnar er sagður vera einn af bestu leikstjórum í nýliðadeild samtímans í Evrópu og mynd hans sé afhjúpandi, skemmtileg og vitsmunaleg. Hafsteinn Gunnar er ánægður með viðtökurnar. „Já, ég er bara mjög glaður. Þetta var í fyrsta skipti sem við sýndum fólki myndina í gær. Pakkfult í tólfhundruð manna sal og rosa góð stemming. Þannig að það var mjög ánægjulegt að upplifa það,“ segir Hafsteinn Gunnar. Myndin er sögð lýsa vel sambandi karlmanna eins og fyrri kvikmynd Hafsteins Gunnars í fullri lengd, Á annan veg. Hún var nýlega endurgerð í Bandaríkjunum undir nafninu Prince Avalance með Paul Rudd, einum aðalleikara Anchorman myndanna og Emile Hirsch í aðalhlutverkum.Áttu von á að þessi verði endurgerð eins og hin?„Það er aldrei að vita,“ segir Hafsteinn Gunnar og hlær. „Hver veit, maður veit aldrei. Þetta er alltaf svaka lottó og maður veit aldrei hvað gerist,“ bætir hann við.Gagnrýnandi Screen Daily er svo hrifinn að myndinni að hann segir að hún hljóti að koma til greina sem aðalverðlaunamynd hátíðarinnar, gerir þú þér vonir um það?„Ég veit það ekki. Það er eins og ég segi, þetta er alltaf lottó. Það er fimm manneskjur (í dómnefnd) sem eru kannski ósamála. En ég er mjög ánægður með myndina og er stoltur af henni. Það er gaman að fólk er einmitt að upplifa hana eins og maður vonaði. Þannig að ég vona að dómnefndin geri slíkt hið sama,“ segir Hafsteinn Gunnar. París norðursins fjallar um samband kennarans Huga í smáþorpi á Vestfjörðum, sem Björn Thors leikur, við drykkfelddan föður sinn, sem Helgi Björnsson leikur. En faðirinn ruglar annars reglusamt lífi sonarins með komu sinni í þorpið. Hafsteinn Gunnar segir ekki ákveðið hvenær myndin verði frumsýnd á Íslandi. „Hún er svona að byrja að eiga sér líf á hátíðunum og við erum byrjaðir að fá töluvert af boðum í kjölfarið á þessari hátíð. Þannig að ég myndi segja einhvern tíma með haustinu,“ segir Hafsteinn Gunnar Sigurðsson kvikmyndaleikstjóri. Myndin fær einnig jákvæða umfjöllun í Hollywood Reporter. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Tökur á Kanarí hefjast á næsta ári Leikstjórinn Hafsteinn Gunnar er á Karlovy Vary-kvikmyndahátíðinni. 8. júlí 2014 11:00 Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Kvikmyndin París norðursins eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson fær frábæra dóma eftir heimsfrumsýningu á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Tékklandi í gær. Gagnrýnandi telur myndina líklega til að hljóta aðalverðlaun hátíðarinnar. París Norðursins var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni á Karlovy Vary í Tékklandi í gærkvöldi, en hátíðin er sögð vera virtasta kvikmyndahátíðin í austur Evrópu. Hún var sett síðast liðinn föstudag og lýkur á laugardaginn. Gagnrýnandi kvikmyndavefsins Screen Daily lýsir mikilli hrifningu á þessarri annarri kvikmynd leikstjórans Hafsteins Gunnars Sigurðssonar í fullri lengd. Hafsteinn Gunnar er sagður vera einn af bestu leikstjórum í nýliðadeild samtímans í Evrópu og mynd hans sé afhjúpandi, skemmtileg og vitsmunaleg. Hafsteinn Gunnar er ánægður með viðtökurnar. „Já, ég er bara mjög glaður. Þetta var í fyrsta skipti sem við sýndum fólki myndina í gær. Pakkfult í tólfhundruð manna sal og rosa góð stemming. Þannig að það var mjög ánægjulegt að upplifa það,“ segir Hafsteinn Gunnar. Myndin er sögð lýsa vel sambandi karlmanna eins og fyrri kvikmynd Hafsteins Gunnars í fullri lengd, Á annan veg. Hún var nýlega endurgerð í Bandaríkjunum undir nafninu Prince Avalance með Paul Rudd, einum aðalleikara Anchorman myndanna og Emile Hirsch í aðalhlutverkum.Áttu von á að þessi verði endurgerð eins og hin?„Það er aldrei að vita,“ segir Hafsteinn Gunnar og hlær. „Hver veit, maður veit aldrei. Þetta er alltaf svaka lottó og maður veit aldrei hvað gerist,“ bætir hann við.Gagnrýnandi Screen Daily er svo hrifinn að myndinni að hann segir að hún hljóti að koma til greina sem aðalverðlaunamynd hátíðarinnar, gerir þú þér vonir um það?„Ég veit það ekki. Það er eins og ég segi, þetta er alltaf lottó. Það er fimm manneskjur (í dómnefnd) sem eru kannski ósamála. En ég er mjög ánægður með myndina og er stoltur af henni. Það er gaman að fólk er einmitt að upplifa hana eins og maður vonaði. Þannig að ég vona að dómnefndin geri slíkt hið sama,“ segir Hafsteinn Gunnar. París norðursins fjallar um samband kennarans Huga í smáþorpi á Vestfjörðum, sem Björn Thors leikur, við drykkfelddan föður sinn, sem Helgi Björnsson leikur. En faðirinn ruglar annars reglusamt lífi sonarins með komu sinni í þorpið. Hafsteinn Gunnar segir ekki ákveðið hvenær myndin verði frumsýnd á Íslandi. „Hún er svona að byrja að eiga sér líf á hátíðunum og við erum byrjaðir að fá töluvert af boðum í kjölfarið á þessari hátíð. Þannig að ég myndi segja einhvern tíma með haustinu,“ segir Hafsteinn Gunnar Sigurðsson kvikmyndaleikstjóri. Myndin fær einnig jákvæða umfjöllun í Hollywood Reporter.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Tökur á Kanarí hefjast á næsta ári Leikstjórinn Hafsteinn Gunnar er á Karlovy Vary-kvikmyndahátíðinni. 8. júlí 2014 11:00 Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Tökur á Kanarí hefjast á næsta ári Leikstjórinn Hafsteinn Gunnar er á Karlovy Vary-kvikmyndahátíðinni. 8. júlí 2014 11:00