Bolungarvík kærir skemmdarverkin Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. júlí 2014 20:23 Eins og myndin sýnir eru skemmdirnar sem unnar voru miklar. mynd/elías jónatansson Bæjarfélag Bolungarvíkur mun kæra skemmdarverk á húsi við Aðalstræti 16 sem unnin voru aðfaranótt mánudags. Lagt verður mat á umfang skemmdanna og skaðabótakrafa gefin út á geranda. Þetta var ákveðið á fundi bæjarráðs í kvöld. Baldur Smári Einarsson, formaður bæjarráðs, segir að engin ákvörðun hafi þó verið tekin um framtíð hússins, það verði gert um leið og búið verði að meta ástand hússins. „Það er von á sérfræðingi frá minjastofnun í næstu viku sem kemur til með að meta ástandið,“ segir Baldur. Skemmdirnar sem unnar voru á húsinu í Bolungarvík voru gífurlegar. Ekki liggur fyrir hvaða tæki var notað til að vinna skemmdir á húsinu, og athygli vekur að engin vitni hafi tekið eftir því þegar skemmdirnar voru unnar. Þrjár traktorsgröfur eru í Bolungarvík en í ljósi þess hve gamalt húsið er og illa farið gætu önnur tæki, svo sem lyftarar, hafa verið notuð. Einn hefur réttarstöðu grunaðs í málinu og hefur hann þegar verið yfirheyrður. Honum var þó sleppt að lokinni yfirheyrslu.Í bókun bæjarfélagsins segir að bæjarfélagið fordæmi þau eignarspjöll sem unnin voru á húsinu, en bæjaryfirvöld hafa á undanförnum mánuðum lagt mikla vinnu og fjármuni í að deiliskipuleggja svæðið sem húsið er hluti af. Húsið var í eigu Íbúðalánasjóðs en er nú í eigu bæjarfélagsins. Lengi hafa deilur staðið yfir um húsið sjálft og hvort eigi að rífa það, eða gera það upp. Bæjarins besta sagði frá því í fyrra að Guðrún Stella Gissurardóttir og Soffía Vagnsdóttir hefðu gert bindandi tilboð í húsið. Þær hafi viljað koma upp þar framleiðslu og þjónustu sem byggði á sögunni um landnámskonuna Þuríði sundafylli.mynd/elías jónatanssonvísir/elías jónatansson Tengdar fréttir 105 ára gamalt hús skemmt í skjóli nætur Vinnuvél var notuð í nótt til að stórskemma hús í Bolungarvík, sem byggt var árið 1909. 7. júlí 2014 11:47 Yfirheyrður eftir að hafa viðurkennt skemmdarverk Einn hefur verið yfirheyrður vegna skemmdanna sem unnar voru á friðuðu húsi í Bolungarvík aðfaranótt mánudags. 8. júlí 2014 17:40 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Bæjarfélag Bolungarvíkur mun kæra skemmdarverk á húsi við Aðalstræti 16 sem unnin voru aðfaranótt mánudags. Lagt verður mat á umfang skemmdanna og skaðabótakrafa gefin út á geranda. Þetta var ákveðið á fundi bæjarráðs í kvöld. Baldur Smári Einarsson, formaður bæjarráðs, segir að engin ákvörðun hafi þó verið tekin um framtíð hússins, það verði gert um leið og búið verði að meta ástand hússins. „Það er von á sérfræðingi frá minjastofnun í næstu viku sem kemur til með að meta ástandið,“ segir Baldur. Skemmdirnar sem unnar voru á húsinu í Bolungarvík voru gífurlegar. Ekki liggur fyrir hvaða tæki var notað til að vinna skemmdir á húsinu, og athygli vekur að engin vitni hafi tekið eftir því þegar skemmdirnar voru unnar. Þrjár traktorsgröfur eru í Bolungarvík en í ljósi þess hve gamalt húsið er og illa farið gætu önnur tæki, svo sem lyftarar, hafa verið notuð. Einn hefur réttarstöðu grunaðs í málinu og hefur hann þegar verið yfirheyrður. Honum var þó sleppt að lokinni yfirheyrslu.Í bókun bæjarfélagsins segir að bæjarfélagið fordæmi þau eignarspjöll sem unnin voru á húsinu, en bæjaryfirvöld hafa á undanförnum mánuðum lagt mikla vinnu og fjármuni í að deiliskipuleggja svæðið sem húsið er hluti af. Húsið var í eigu Íbúðalánasjóðs en er nú í eigu bæjarfélagsins. Lengi hafa deilur staðið yfir um húsið sjálft og hvort eigi að rífa það, eða gera það upp. Bæjarins besta sagði frá því í fyrra að Guðrún Stella Gissurardóttir og Soffía Vagnsdóttir hefðu gert bindandi tilboð í húsið. Þær hafi viljað koma upp þar framleiðslu og þjónustu sem byggði á sögunni um landnámskonuna Þuríði sundafylli.mynd/elías jónatanssonvísir/elías jónatansson
Tengdar fréttir 105 ára gamalt hús skemmt í skjóli nætur Vinnuvél var notuð í nótt til að stórskemma hús í Bolungarvík, sem byggt var árið 1909. 7. júlí 2014 11:47 Yfirheyrður eftir að hafa viðurkennt skemmdarverk Einn hefur verið yfirheyrður vegna skemmdanna sem unnar voru á friðuðu húsi í Bolungarvík aðfaranótt mánudags. 8. júlí 2014 17:40 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
105 ára gamalt hús skemmt í skjóli nætur Vinnuvél var notuð í nótt til að stórskemma hús í Bolungarvík, sem byggt var árið 1909. 7. júlí 2014 11:47
Yfirheyrður eftir að hafa viðurkennt skemmdarverk Einn hefur verið yfirheyrður vegna skemmdanna sem unnar voru á friðuðu húsi í Bolungarvík aðfaranótt mánudags. 8. júlí 2014 17:40