Lögreglan á Spáni: „Það sem við vitum núna er að sætisólin opnaðist“ Kjartan Atli Kjartansson og Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 8. júlí 2014 11:57 Terra Mítica garðurinn í Benidorm hefur verið heimsóttur af fjölda Íslendinga. Lögreglan á Alicante á Spáni hóf strax í gær rannsókn á rússíbananum sem íslenskur piltur féll úr í skemmtigarðinum Terra Mítica í gær. Þetta segir fjölmiðlafulltrúi lögreglunnar þar í borg í samtali við Vísi. „Það sem við vitum núna er að sætisólin opnaðist og rannsóknin snýr að því hvernig það gerðist,“ segir fjölmiðlafulltrúinn og bætir við: „Tækið hefur verið innsiglað á meðan rannsóknin fer fram.“ Í tækinu eiga gestir að setja yfir sig öryggisbúnað sem er festur niður með ól. Í spænska miðlinum El Pais kemur fram að dómstóll í umdæminu hafi farið fram á opinbera rannsókn á slysinu. Á miðlinum kemur einnig fram að þetta sé í fyrsta skipti í fjórtán ára sögu skemmtigarðsins sem alvarlegt slys eigi sér stað.Einkavæddur árið 2010 Skemmtigarðurinn var einkavæddur árið 2010, en í níu ár á undan var hann rekinn af héraðsstjórn Valencia. Rekstur garðsins gekk þá illa og fór meðal annars í tímabundna greiðslustöðvun árið 2006. En eftir einkavæðinguna hefur það breyst. Fjölmargir Íslendingar hafa lagt leið sína í garðinn í gegnum árin. Umræddur rússíbani ber heitið Inferno og var tekinn í notkun árið 2007. Forsvarsmenn skemmtigarðanna Gröna Lund í Stokkhólmi og Borgbacken í Helsinki hafa lokað rússíbönum sínum Insane og Kirnu ótímabundið, en þeir eru sambærilegir Inferno. „Við munum halda honum lokuðum þar til við fáum frekari upplýsingar um hvað gerðist og við höfum yfirfarið rússíbana okkar,“ segir Annika Troselius, fjölmiðlafulltrúi Gröna Lund, í viðtali við sænska Aftonbladet, og bætir við að öryggið verði ávallt að vera í fyrirrúmi. Bæjarstjórinn tjáir sig Bæjarstjóri Benidorm sendi frá sér yfirlýsingu fljótlega eftir slysið í gær, bæði á Facebook og á Twitter. Hann byrjaði á því að votta aðstandendum íslenska piltsins samúð sína. Í lok yfirlýsingarinnar á Faecebook-síðu sinni lýsti hann þó einnig yfir stuðningi við rekstraraðila skemmtigarðsins og segist bera fullt traust til þeirra, auk þess sem hann bætir því við að hann telji þá leiðandi á heimsvísu í rekstri skemmtigarða.Uppfært 13:22 Upphaflega stóð að garðurinn hafi áður verið rekinn af bæjaryfirvöldum í Benidorm. Það rétta er að héraðsstjórn í Valencia rak garðinn. Tengdar fréttir Rússíbönum í Stokkhólmi og Helsinki lokað vegna dauðsfallsins Skemmtigarðar í Stokkhólmi og Helsinki hafa lokað rússíbönum ótímabundið vegna banaslyssins á Benidorm. 8. júlí 2014 11:28 Maðurinn sem lést á Benidorm íslenskur Íslendingurinn er sagður hafa kastast úr rússíbana í skemmtigarðinum Terra Mitica. Rússíbaninn kallast Inferno og fer hann á allt að 96 kílómetra hraða á klukkustund. Hann er 25 metra hár og snýst í 360 gráður á 60 kílómetra hraða. Talið er að öryggisbeltið sem notað var hafi verið gallað og ekki virkað sem skyldi. 7. júlí 2014 22:14 Talið að Íslendingur hafi látist í skemmtigarði Fullyrt er á spænska fréttamiðlinum El Mundo að Íslendingurinn hafi látist þegar hann kastaðist úr rússíbana í skemmtigarðinum. 7. júlí 2014 20:53 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Lögreglan á Alicante á Spáni hóf strax í gær rannsókn á rússíbananum sem íslenskur piltur féll úr í skemmtigarðinum Terra Mítica í gær. Þetta segir fjölmiðlafulltrúi lögreglunnar þar í borg í samtali við Vísi. „Það sem við vitum núna er að sætisólin opnaðist og rannsóknin snýr að því hvernig það gerðist,“ segir fjölmiðlafulltrúinn og bætir við: „Tækið hefur verið innsiglað á meðan rannsóknin fer fram.“ Í tækinu eiga gestir að setja yfir sig öryggisbúnað sem er festur niður með ól. Í spænska miðlinum El Pais kemur fram að dómstóll í umdæminu hafi farið fram á opinbera rannsókn á slysinu. Á miðlinum kemur einnig fram að þetta sé í fyrsta skipti í fjórtán ára sögu skemmtigarðsins sem alvarlegt slys eigi sér stað.Einkavæddur árið 2010 Skemmtigarðurinn var einkavæddur árið 2010, en í níu ár á undan var hann rekinn af héraðsstjórn Valencia. Rekstur garðsins gekk þá illa og fór meðal annars í tímabundna greiðslustöðvun árið 2006. En eftir einkavæðinguna hefur það breyst. Fjölmargir Íslendingar hafa lagt leið sína í garðinn í gegnum árin. Umræddur rússíbani ber heitið Inferno og var tekinn í notkun árið 2007. Forsvarsmenn skemmtigarðanna Gröna Lund í Stokkhólmi og Borgbacken í Helsinki hafa lokað rússíbönum sínum Insane og Kirnu ótímabundið, en þeir eru sambærilegir Inferno. „Við munum halda honum lokuðum þar til við fáum frekari upplýsingar um hvað gerðist og við höfum yfirfarið rússíbana okkar,“ segir Annika Troselius, fjölmiðlafulltrúi Gröna Lund, í viðtali við sænska Aftonbladet, og bætir við að öryggið verði ávallt að vera í fyrirrúmi. Bæjarstjórinn tjáir sig Bæjarstjóri Benidorm sendi frá sér yfirlýsingu fljótlega eftir slysið í gær, bæði á Facebook og á Twitter. Hann byrjaði á því að votta aðstandendum íslenska piltsins samúð sína. Í lok yfirlýsingarinnar á Faecebook-síðu sinni lýsti hann þó einnig yfir stuðningi við rekstraraðila skemmtigarðsins og segist bera fullt traust til þeirra, auk þess sem hann bætir því við að hann telji þá leiðandi á heimsvísu í rekstri skemmtigarða.Uppfært 13:22 Upphaflega stóð að garðurinn hafi áður verið rekinn af bæjaryfirvöldum í Benidorm. Það rétta er að héraðsstjórn í Valencia rak garðinn.
Tengdar fréttir Rússíbönum í Stokkhólmi og Helsinki lokað vegna dauðsfallsins Skemmtigarðar í Stokkhólmi og Helsinki hafa lokað rússíbönum ótímabundið vegna banaslyssins á Benidorm. 8. júlí 2014 11:28 Maðurinn sem lést á Benidorm íslenskur Íslendingurinn er sagður hafa kastast úr rússíbana í skemmtigarðinum Terra Mitica. Rússíbaninn kallast Inferno og fer hann á allt að 96 kílómetra hraða á klukkustund. Hann er 25 metra hár og snýst í 360 gráður á 60 kílómetra hraða. Talið er að öryggisbeltið sem notað var hafi verið gallað og ekki virkað sem skyldi. 7. júlí 2014 22:14 Talið að Íslendingur hafi látist í skemmtigarði Fullyrt er á spænska fréttamiðlinum El Mundo að Íslendingurinn hafi látist þegar hann kastaðist úr rússíbana í skemmtigarðinum. 7. júlí 2014 20:53 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Rússíbönum í Stokkhólmi og Helsinki lokað vegna dauðsfallsins Skemmtigarðar í Stokkhólmi og Helsinki hafa lokað rússíbönum ótímabundið vegna banaslyssins á Benidorm. 8. júlí 2014 11:28
Maðurinn sem lést á Benidorm íslenskur Íslendingurinn er sagður hafa kastast úr rússíbana í skemmtigarðinum Terra Mitica. Rússíbaninn kallast Inferno og fer hann á allt að 96 kílómetra hraða á klukkustund. Hann er 25 metra hár og snýst í 360 gráður á 60 kílómetra hraða. Talið er að öryggisbeltið sem notað var hafi verið gallað og ekki virkað sem skyldi. 7. júlí 2014 22:14
Talið að Íslendingur hafi látist í skemmtigarði Fullyrt er á spænska fréttamiðlinum El Mundo að Íslendingurinn hafi látist þegar hann kastaðist úr rússíbana í skemmtigarðinum. 7. júlí 2014 20:53