Lögreglan á Spáni: „Það sem við vitum núna er að sætisólin opnaðist“ Kjartan Atli Kjartansson og Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 8. júlí 2014 11:57 Terra Mítica garðurinn í Benidorm hefur verið heimsóttur af fjölda Íslendinga. Lögreglan á Alicante á Spáni hóf strax í gær rannsókn á rússíbananum sem íslenskur piltur féll úr í skemmtigarðinum Terra Mítica í gær. Þetta segir fjölmiðlafulltrúi lögreglunnar þar í borg í samtali við Vísi. „Það sem við vitum núna er að sætisólin opnaðist og rannsóknin snýr að því hvernig það gerðist,“ segir fjölmiðlafulltrúinn og bætir við: „Tækið hefur verið innsiglað á meðan rannsóknin fer fram.“ Í tækinu eiga gestir að setja yfir sig öryggisbúnað sem er festur niður með ól. Í spænska miðlinum El Pais kemur fram að dómstóll í umdæminu hafi farið fram á opinbera rannsókn á slysinu. Á miðlinum kemur einnig fram að þetta sé í fyrsta skipti í fjórtán ára sögu skemmtigarðsins sem alvarlegt slys eigi sér stað.Einkavæddur árið 2010 Skemmtigarðurinn var einkavæddur árið 2010, en í níu ár á undan var hann rekinn af héraðsstjórn Valencia. Rekstur garðsins gekk þá illa og fór meðal annars í tímabundna greiðslustöðvun árið 2006. En eftir einkavæðinguna hefur það breyst. Fjölmargir Íslendingar hafa lagt leið sína í garðinn í gegnum árin. Umræddur rússíbani ber heitið Inferno og var tekinn í notkun árið 2007. Forsvarsmenn skemmtigarðanna Gröna Lund í Stokkhólmi og Borgbacken í Helsinki hafa lokað rússíbönum sínum Insane og Kirnu ótímabundið, en þeir eru sambærilegir Inferno. „Við munum halda honum lokuðum þar til við fáum frekari upplýsingar um hvað gerðist og við höfum yfirfarið rússíbana okkar,“ segir Annika Troselius, fjölmiðlafulltrúi Gröna Lund, í viðtali við sænska Aftonbladet, og bætir við að öryggið verði ávallt að vera í fyrirrúmi. Bæjarstjórinn tjáir sig Bæjarstjóri Benidorm sendi frá sér yfirlýsingu fljótlega eftir slysið í gær, bæði á Facebook og á Twitter. Hann byrjaði á því að votta aðstandendum íslenska piltsins samúð sína. Í lok yfirlýsingarinnar á Faecebook-síðu sinni lýsti hann þó einnig yfir stuðningi við rekstraraðila skemmtigarðsins og segist bera fullt traust til þeirra, auk þess sem hann bætir því við að hann telji þá leiðandi á heimsvísu í rekstri skemmtigarða.Uppfært 13:22 Upphaflega stóð að garðurinn hafi áður verið rekinn af bæjaryfirvöldum í Benidorm. Það rétta er að héraðsstjórn í Valencia rak garðinn. Tengdar fréttir Rússíbönum í Stokkhólmi og Helsinki lokað vegna dauðsfallsins Skemmtigarðar í Stokkhólmi og Helsinki hafa lokað rússíbönum ótímabundið vegna banaslyssins á Benidorm. 8. júlí 2014 11:28 Maðurinn sem lést á Benidorm íslenskur Íslendingurinn er sagður hafa kastast úr rússíbana í skemmtigarðinum Terra Mitica. Rússíbaninn kallast Inferno og fer hann á allt að 96 kílómetra hraða á klukkustund. Hann er 25 metra hár og snýst í 360 gráður á 60 kílómetra hraða. Talið er að öryggisbeltið sem notað var hafi verið gallað og ekki virkað sem skyldi. 7. júlí 2014 22:14 Talið að Íslendingur hafi látist í skemmtigarði Fullyrt er á spænska fréttamiðlinum El Mundo að Íslendingurinn hafi látist þegar hann kastaðist úr rússíbana í skemmtigarðinum. 7. júlí 2014 20:53 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Ekki gott að þetta sé staðan hjá ákæruvaldinu í landinu „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira
Lögreglan á Alicante á Spáni hóf strax í gær rannsókn á rússíbananum sem íslenskur piltur féll úr í skemmtigarðinum Terra Mítica í gær. Þetta segir fjölmiðlafulltrúi lögreglunnar þar í borg í samtali við Vísi. „Það sem við vitum núna er að sætisólin opnaðist og rannsóknin snýr að því hvernig það gerðist,“ segir fjölmiðlafulltrúinn og bætir við: „Tækið hefur verið innsiglað á meðan rannsóknin fer fram.“ Í tækinu eiga gestir að setja yfir sig öryggisbúnað sem er festur niður með ól. Í spænska miðlinum El Pais kemur fram að dómstóll í umdæminu hafi farið fram á opinbera rannsókn á slysinu. Á miðlinum kemur einnig fram að þetta sé í fyrsta skipti í fjórtán ára sögu skemmtigarðsins sem alvarlegt slys eigi sér stað.Einkavæddur árið 2010 Skemmtigarðurinn var einkavæddur árið 2010, en í níu ár á undan var hann rekinn af héraðsstjórn Valencia. Rekstur garðsins gekk þá illa og fór meðal annars í tímabundna greiðslustöðvun árið 2006. En eftir einkavæðinguna hefur það breyst. Fjölmargir Íslendingar hafa lagt leið sína í garðinn í gegnum árin. Umræddur rússíbani ber heitið Inferno og var tekinn í notkun árið 2007. Forsvarsmenn skemmtigarðanna Gröna Lund í Stokkhólmi og Borgbacken í Helsinki hafa lokað rússíbönum sínum Insane og Kirnu ótímabundið, en þeir eru sambærilegir Inferno. „Við munum halda honum lokuðum þar til við fáum frekari upplýsingar um hvað gerðist og við höfum yfirfarið rússíbana okkar,“ segir Annika Troselius, fjölmiðlafulltrúi Gröna Lund, í viðtali við sænska Aftonbladet, og bætir við að öryggið verði ávallt að vera í fyrirrúmi. Bæjarstjórinn tjáir sig Bæjarstjóri Benidorm sendi frá sér yfirlýsingu fljótlega eftir slysið í gær, bæði á Facebook og á Twitter. Hann byrjaði á því að votta aðstandendum íslenska piltsins samúð sína. Í lok yfirlýsingarinnar á Faecebook-síðu sinni lýsti hann þó einnig yfir stuðningi við rekstraraðila skemmtigarðsins og segist bera fullt traust til þeirra, auk þess sem hann bætir því við að hann telji þá leiðandi á heimsvísu í rekstri skemmtigarða.Uppfært 13:22 Upphaflega stóð að garðurinn hafi áður verið rekinn af bæjaryfirvöldum í Benidorm. Það rétta er að héraðsstjórn í Valencia rak garðinn.
Tengdar fréttir Rússíbönum í Stokkhólmi og Helsinki lokað vegna dauðsfallsins Skemmtigarðar í Stokkhólmi og Helsinki hafa lokað rússíbönum ótímabundið vegna banaslyssins á Benidorm. 8. júlí 2014 11:28 Maðurinn sem lést á Benidorm íslenskur Íslendingurinn er sagður hafa kastast úr rússíbana í skemmtigarðinum Terra Mitica. Rússíbaninn kallast Inferno og fer hann á allt að 96 kílómetra hraða á klukkustund. Hann er 25 metra hár og snýst í 360 gráður á 60 kílómetra hraða. Talið er að öryggisbeltið sem notað var hafi verið gallað og ekki virkað sem skyldi. 7. júlí 2014 22:14 Talið að Íslendingur hafi látist í skemmtigarði Fullyrt er á spænska fréttamiðlinum El Mundo að Íslendingurinn hafi látist þegar hann kastaðist úr rússíbana í skemmtigarðinum. 7. júlí 2014 20:53 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Ekki gott að þetta sé staðan hjá ákæruvaldinu í landinu „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira
Rússíbönum í Stokkhólmi og Helsinki lokað vegna dauðsfallsins Skemmtigarðar í Stokkhólmi og Helsinki hafa lokað rússíbönum ótímabundið vegna banaslyssins á Benidorm. 8. júlí 2014 11:28
Maðurinn sem lést á Benidorm íslenskur Íslendingurinn er sagður hafa kastast úr rússíbana í skemmtigarðinum Terra Mitica. Rússíbaninn kallast Inferno og fer hann á allt að 96 kílómetra hraða á klukkustund. Hann er 25 metra hár og snýst í 360 gráður á 60 kílómetra hraða. Talið er að öryggisbeltið sem notað var hafi verið gallað og ekki virkað sem skyldi. 7. júlí 2014 22:14
Talið að Íslendingur hafi látist í skemmtigarði Fullyrt er á spænska fréttamiðlinum El Mundo að Íslendingurinn hafi látist þegar hann kastaðist úr rússíbana í skemmtigarðinum. 7. júlí 2014 20:53