Bretinn Andy Murray, sem vann Wimbledon-mótið í tennis fyrir ári síðan, féll í dag niður í tíunda sæti heimslistans.
Murray féll úr leik í fjórðungsúrslitum mótsins í ár er hann tapaði fyrir Grigor Dimitrov frá Búlgaríu. Hann hefur ekki verið svo neðarlega á listanum í sex ár.
Meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá Murray en hann missti af síðustu þremur mánuðum síðasta tímabils vegna þeirra. Hann hefur hins vegar ekki unnið neinn sem er á meðal tíu efstu á listanum síðan hann fagnaði sigri á Wimbledon í fyrra.
Novak Djokovic, sem fagnaði sigri á Wimbledon um helgina, komst upp í efsta sæti listans á kostnað Rafael Nadal. Djokovic hafði betur gegn Roger Federer í úrslitaleiknum en Nadal féll óvænt úr leik í 16-manna úrslitum.
Federer komst aftur upp í þriðja sæti listans og upp fyrir landa sinn, Stanislas Wawrinka. Djokovic og Nadal eru þó með talsverða forystu á næstu menn á listanum.
Efstu tíu:
1. Novak Djokovic, Serbíu
2. Rafael Nadal, Spáni
3. Roger Federer, Sviss
4. Stanislas Wawrinka, Sviss
5. Tomas Berdych, Tékklandi
6. Milos Raonic, Kanada
7. David Ferrer, Spáni
8. Juan Martin Del Potro, Argentínu
9. Grigor Dimitrov, Búlgaríu
10. Andy Murray, Bretlandi
Murray í frjálsu falli
Tengdar fréttir
Federer mætir Djokovic í úrslitum
Hinn 32 árs gamli Roger Federer verður mótherji Novak Djokovic í úrslitaleik einliðaleiks karla á Wimbledon-mótinu í tennis eftir að hafa lagt Milos Raonic af velli í undanúrslitum.
Yfirburðirnir að taka enda?
Novak Djokovic og Roger Federer eru komnir í undanúrslitin á Wimbledon-mótinu í tennis en landslagið á meðal þeirra bestu hefur verið að breytast.
Djokovic Wimbledon-meistari eftir magnaðan leik
Novav Djokovic er Wimbledon-meistari karla eftir sigur á Roger Federer í mögnuðum úrslitaleik, en rimman fór í oddasett.
Federer vonast eftir mörgum titlum til viðbótar
Svisslendingurinn var nálægt 18. risatitlinum á Wimbledon í gær.
Djokovic í úrslit eftir harða baráttu
Grigor Dimitrov veitti Novak Djokovic harða samkeppni um sæti í úrslitaleiknum á Wimbledon.