Sætir furðu hversu litlu fjármagni er varið í verkefnið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. júlí 2014 19:58 Hannes Hólmsteinn Gissurarson vísir/stefán Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði og umsjónarmaður verkefnis Félagsvísindastofnunar um að rannsaka erlenda þætti í bankahruninu á Íslandi árið 2008, segir það sæta furðu hversu litlu fjármagni sé veitt í verkefnið, þarna sé um stórt og viðamikið verkefni að ræða og nauðsynlegt sé að grafast fyrir um ákvarðanir erlendra stjórnvalda sem snerta Ísland og íslensku bankana í hruninu. Nauðsynlegt sé að finna út hvers vegna hryðjuverkalögin voru sett á Íslendinga og hvers vegna Bandaríkjamenn neituðu Íslendingum um aðstoð, þegar Bandaríkin höfðu þegar veitt öðrum þjóðum nauðsynlega aðstoð. „Þetta er bara brotabrot af því sem aðrar rannsóknarnefndir hafa kostað, til dæmis rannsóknarnefndir sparisjóðanna og húsnæðislánasjóðs. Það kostaði hundruð milljóna. Ég botna bara ekkert í þessu,“ segir Hannes, en fjármálaráðuneytið kemur til með að styrkja verkefni Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um tíu milljónir króna. Birgir Þór Runólfsson, fyrrverandi stjórnarmaður SPKef og dósent í Hagfræði og Ásgeir Jónsson fyrrverandi yfirmaður greiningadeildar Kaupþings og dósent í hagfræði eru meðal þeirra sem munu starfa með Hannesi í verkefninu. „Ég fæ ekkert fyrir þetta. En ég tel mig verða að gegna minni borgaralegu skyldu sem Íslendingur og skoða málstað Íslands gagnvart öðrum þjóðum.“Telur Breta hafa farið offari Lagt verður mat á hvaða áhrif erlendar ákvarðanir höfðu á bankahrunið og telur Hannes að Bretar hafi farið offari með að setja hryðjuverkalög á Íslendinga og að nauðsynlegt sé að komast að því hvers vegna þessi ákvörðun var tekin. „Ég hef rætt við Allister Darling, fjármálaráðherra Bretlands, og kem til með að ræða við fleiri fræðimenn, til dæmis seðlabankastjóra nokkurra landa. Ef þeir vilja ekki tala við mig, sem myndi koma mér á óvart, þá verður bara að hafa það en það verður að grafast fyrir um það hvers vegna þessi hryðjuverkalög voru sett.“ Þá segir hann jafnframt skipta miklu máli að komast að því hvers vegna Bretar neituðu að bjarga breskum bönkum í eigu Íslendinga og þeir látnir falla, en ekki öðrum breskum bönkum í eigu annarra erlendra aðila. „KFS og Kaupþing. Þeir voru báðir breskir bankar en ekkert meira í eigu útlendinga en aðrir bankar í Bretlandi,“ segir Hannes. „Þá er það jafnframt ákvörðun bandaríska seðlabankans að aðstoða okkur ekki eins og aðra, til dæmis danska seðlabankanum og svissneska.“Nú hefur þú sætt töluverðri gagnrýni vegna málsins, og fólk missátt með að þú skulir hafa verið skipaður í þessa stöðu. Hvers vegna heldurðu að það sé?„Ég held nú að það eigi ekki að skipta máli hver skrifar og hvað er skrifað. Og það skiptir sérstaklega ekki máli því þetta er skýrsla sem er á ensku og fer til erlendra aðila. Þá skiptir ekki máli þó menn kunni að vera umdeildir á Íslandi,“ segir Hannes. Tengdar fréttir Hannes Hólmsteinn fenginn til að rannsaka bankahrunið Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor mun hafa umsjón með verkefni á vegum Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands þar sem metnir verða erlendir áhrifaþættir bankahrunsins haustið 2008. 7. júlí 2014 15:49 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði og umsjónarmaður verkefnis Félagsvísindastofnunar um að rannsaka erlenda þætti í bankahruninu á Íslandi árið 2008, segir það sæta furðu hversu litlu fjármagni sé veitt í verkefnið, þarna sé um stórt og viðamikið verkefni að ræða og nauðsynlegt sé að grafast fyrir um ákvarðanir erlendra stjórnvalda sem snerta Ísland og íslensku bankana í hruninu. Nauðsynlegt sé að finna út hvers vegna hryðjuverkalögin voru sett á Íslendinga og hvers vegna Bandaríkjamenn neituðu Íslendingum um aðstoð, þegar Bandaríkin höfðu þegar veitt öðrum þjóðum nauðsynlega aðstoð. „Þetta er bara brotabrot af því sem aðrar rannsóknarnefndir hafa kostað, til dæmis rannsóknarnefndir sparisjóðanna og húsnæðislánasjóðs. Það kostaði hundruð milljóna. Ég botna bara ekkert í þessu,“ segir Hannes, en fjármálaráðuneytið kemur til með að styrkja verkefni Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um tíu milljónir króna. Birgir Þór Runólfsson, fyrrverandi stjórnarmaður SPKef og dósent í Hagfræði og Ásgeir Jónsson fyrrverandi yfirmaður greiningadeildar Kaupþings og dósent í hagfræði eru meðal þeirra sem munu starfa með Hannesi í verkefninu. „Ég fæ ekkert fyrir þetta. En ég tel mig verða að gegna minni borgaralegu skyldu sem Íslendingur og skoða málstað Íslands gagnvart öðrum þjóðum.“Telur Breta hafa farið offari Lagt verður mat á hvaða áhrif erlendar ákvarðanir höfðu á bankahrunið og telur Hannes að Bretar hafi farið offari með að setja hryðjuverkalög á Íslendinga og að nauðsynlegt sé að komast að því hvers vegna þessi ákvörðun var tekin. „Ég hef rætt við Allister Darling, fjármálaráðherra Bretlands, og kem til með að ræða við fleiri fræðimenn, til dæmis seðlabankastjóra nokkurra landa. Ef þeir vilja ekki tala við mig, sem myndi koma mér á óvart, þá verður bara að hafa það en það verður að grafast fyrir um það hvers vegna þessi hryðjuverkalög voru sett.“ Þá segir hann jafnframt skipta miklu máli að komast að því hvers vegna Bretar neituðu að bjarga breskum bönkum í eigu Íslendinga og þeir látnir falla, en ekki öðrum breskum bönkum í eigu annarra erlendra aðila. „KFS og Kaupþing. Þeir voru báðir breskir bankar en ekkert meira í eigu útlendinga en aðrir bankar í Bretlandi,“ segir Hannes. „Þá er það jafnframt ákvörðun bandaríska seðlabankans að aðstoða okkur ekki eins og aðra, til dæmis danska seðlabankanum og svissneska.“Nú hefur þú sætt töluverðri gagnrýni vegna málsins, og fólk missátt með að þú skulir hafa verið skipaður í þessa stöðu. Hvers vegna heldurðu að það sé?„Ég held nú að það eigi ekki að skipta máli hver skrifar og hvað er skrifað. Og það skiptir sérstaklega ekki máli því þetta er skýrsla sem er á ensku og fer til erlendra aðila. Þá skiptir ekki máli þó menn kunni að vera umdeildir á Íslandi,“ segir Hannes.
Tengdar fréttir Hannes Hólmsteinn fenginn til að rannsaka bankahrunið Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor mun hafa umsjón með verkefni á vegum Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands þar sem metnir verða erlendir áhrifaþættir bankahrunsins haustið 2008. 7. júlí 2014 15:49 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Hannes Hólmsteinn fenginn til að rannsaka bankahrunið Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor mun hafa umsjón með verkefni á vegum Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands þar sem metnir verða erlendir áhrifaþættir bankahrunsins haustið 2008. 7. júlí 2014 15:49