Sætir furðu hversu litlu fjármagni er varið í verkefnið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. júlí 2014 19:58 Hannes Hólmsteinn Gissurarson vísir/stefán Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði og umsjónarmaður verkefnis Félagsvísindastofnunar um að rannsaka erlenda þætti í bankahruninu á Íslandi árið 2008, segir það sæta furðu hversu litlu fjármagni sé veitt í verkefnið, þarna sé um stórt og viðamikið verkefni að ræða og nauðsynlegt sé að grafast fyrir um ákvarðanir erlendra stjórnvalda sem snerta Ísland og íslensku bankana í hruninu. Nauðsynlegt sé að finna út hvers vegna hryðjuverkalögin voru sett á Íslendinga og hvers vegna Bandaríkjamenn neituðu Íslendingum um aðstoð, þegar Bandaríkin höfðu þegar veitt öðrum þjóðum nauðsynlega aðstoð. „Þetta er bara brotabrot af því sem aðrar rannsóknarnefndir hafa kostað, til dæmis rannsóknarnefndir sparisjóðanna og húsnæðislánasjóðs. Það kostaði hundruð milljóna. Ég botna bara ekkert í þessu,“ segir Hannes, en fjármálaráðuneytið kemur til með að styrkja verkefni Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um tíu milljónir króna. Birgir Þór Runólfsson, fyrrverandi stjórnarmaður SPKef og dósent í Hagfræði og Ásgeir Jónsson fyrrverandi yfirmaður greiningadeildar Kaupþings og dósent í hagfræði eru meðal þeirra sem munu starfa með Hannesi í verkefninu. „Ég fæ ekkert fyrir þetta. En ég tel mig verða að gegna minni borgaralegu skyldu sem Íslendingur og skoða málstað Íslands gagnvart öðrum þjóðum.“Telur Breta hafa farið offari Lagt verður mat á hvaða áhrif erlendar ákvarðanir höfðu á bankahrunið og telur Hannes að Bretar hafi farið offari með að setja hryðjuverkalög á Íslendinga og að nauðsynlegt sé að komast að því hvers vegna þessi ákvörðun var tekin. „Ég hef rætt við Allister Darling, fjármálaráðherra Bretlands, og kem til með að ræða við fleiri fræðimenn, til dæmis seðlabankastjóra nokkurra landa. Ef þeir vilja ekki tala við mig, sem myndi koma mér á óvart, þá verður bara að hafa það en það verður að grafast fyrir um það hvers vegna þessi hryðjuverkalög voru sett.“ Þá segir hann jafnframt skipta miklu máli að komast að því hvers vegna Bretar neituðu að bjarga breskum bönkum í eigu Íslendinga og þeir látnir falla, en ekki öðrum breskum bönkum í eigu annarra erlendra aðila. „KFS og Kaupþing. Þeir voru báðir breskir bankar en ekkert meira í eigu útlendinga en aðrir bankar í Bretlandi,“ segir Hannes. „Þá er það jafnframt ákvörðun bandaríska seðlabankans að aðstoða okkur ekki eins og aðra, til dæmis danska seðlabankanum og svissneska.“Nú hefur þú sætt töluverðri gagnrýni vegna málsins, og fólk missátt með að þú skulir hafa verið skipaður í þessa stöðu. Hvers vegna heldurðu að það sé?„Ég held nú að það eigi ekki að skipta máli hver skrifar og hvað er skrifað. Og það skiptir sérstaklega ekki máli því þetta er skýrsla sem er á ensku og fer til erlendra aðila. Þá skiptir ekki máli þó menn kunni að vera umdeildir á Íslandi,“ segir Hannes. Tengdar fréttir Hannes Hólmsteinn fenginn til að rannsaka bankahrunið Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor mun hafa umsjón með verkefni á vegum Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands þar sem metnir verða erlendir áhrifaþættir bankahrunsins haustið 2008. 7. júlí 2014 15:49 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði og umsjónarmaður verkefnis Félagsvísindastofnunar um að rannsaka erlenda þætti í bankahruninu á Íslandi árið 2008, segir það sæta furðu hversu litlu fjármagni sé veitt í verkefnið, þarna sé um stórt og viðamikið verkefni að ræða og nauðsynlegt sé að grafast fyrir um ákvarðanir erlendra stjórnvalda sem snerta Ísland og íslensku bankana í hruninu. Nauðsynlegt sé að finna út hvers vegna hryðjuverkalögin voru sett á Íslendinga og hvers vegna Bandaríkjamenn neituðu Íslendingum um aðstoð, þegar Bandaríkin höfðu þegar veitt öðrum þjóðum nauðsynlega aðstoð. „Þetta er bara brotabrot af því sem aðrar rannsóknarnefndir hafa kostað, til dæmis rannsóknarnefndir sparisjóðanna og húsnæðislánasjóðs. Það kostaði hundruð milljóna. Ég botna bara ekkert í þessu,“ segir Hannes, en fjármálaráðuneytið kemur til með að styrkja verkefni Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um tíu milljónir króna. Birgir Þór Runólfsson, fyrrverandi stjórnarmaður SPKef og dósent í Hagfræði og Ásgeir Jónsson fyrrverandi yfirmaður greiningadeildar Kaupþings og dósent í hagfræði eru meðal þeirra sem munu starfa með Hannesi í verkefninu. „Ég fæ ekkert fyrir þetta. En ég tel mig verða að gegna minni borgaralegu skyldu sem Íslendingur og skoða málstað Íslands gagnvart öðrum þjóðum.“Telur Breta hafa farið offari Lagt verður mat á hvaða áhrif erlendar ákvarðanir höfðu á bankahrunið og telur Hannes að Bretar hafi farið offari með að setja hryðjuverkalög á Íslendinga og að nauðsynlegt sé að komast að því hvers vegna þessi ákvörðun var tekin. „Ég hef rætt við Allister Darling, fjármálaráðherra Bretlands, og kem til með að ræða við fleiri fræðimenn, til dæmis seðlabankastjóra nokkurra landa. Ef þeir vilja ekki tala við mig, sem myndi koma mér á óvart, þá verður bara að hafa það en það verður að grafast fyrir um það hvers vegna þessi hryðjuverkalög voru sett.“ Þá segir hann jafnframt skipta miklu máli að komast að því hvers vegna Bretar neituðu að bjarga breskum bönkum í eigu Íslendinga og þeir látnir falla, en ekki öðrum breskum bönkum í eigu annarra erlendra aðila. „KFS og Kaupþing. Þeir voru báðir breskir bankar en ekkert meira í eigu útlendinga en aðrir bankar í Bretlandi,“ segir Hannes. „Þá er það jafnframt ákvörðun bandaríska seðlabankans að aðstoða okkur ekki eins og aðra, til dæmis danska seðlabankanum og svissneska.“Nú hefur þú sætt töluverðri gagnrýni vegna málsins, og fólk missátt með að þú skulir hafa verið skipaður í þessa stöðu. Hvers vegna heldurðu að það sé?„Ég held nú að það eigi ekki að skipta máli hver skrifar og hvað er skrifað. Og það skiptir sérstaklega ekki máli því þetta er skýrsla sem er á ensku og fer til erlendra aðila. Þá skiptir ekki máli þó menn kunni að vera umdeildir á Íslandi,“ segir Hannes.
Tengdar fréttir Hannes Hólmsteinn fenginn til að rannsaka bankahrunið Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor mun hafa umsjón með verkefni á vegum Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands þar sem metnir verða erlendir áhrifaþættir bankahrunsins haustið 2008. 7. júlí 2014 15:49 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Hannes Hólmsteinn fenginn til að rannsaka bankahrunið Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor mun hafa umsjón með verkefni á vegum Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands þar sem metnir verða erlendir áhrifaþættir bankahrunsins haustið 2008. 7. júlí 2014 15:49