Sluppu þrátt fyrir sprengingar á neðri hæðinni Atli Ísleifsson skrifar 7. júlí 2014 13:39 Guðmundur Pálmason, framkvæmdastjóri Promennt, segist gera ráð fyrir að starfsemi fari á fullt eftir sumarfrí. Vísir/Andri Marínó „Það brann fyrir neðan okkur. Það brann fyrir aftan okkur, en við sluppum að mestu leyti,“ segir Guðmundur Pálmason, framkvæmdastjóri Promennt, sem er til húsa á annarri og þriðju hæð í Skeifunni 11b, sama húsi og Rekstrarland sem fór mjög illa í brunanum í gær. Miklar sprengingar urðu í húsnæði Rekstrarlands. „Eftir að við fengum að koma inn í húsnæðið okkar og skoða þá lítur þetta allt betur út. Við erum með margar kennslustofur og þar af eru tvær eða þrjár sem eru illa farnar. Allur miðlægur búnaður virðist hins vegar hafa sloppið. Það eru einhverjar vatnsskemmdir á gólfi og svo þurfti að rjúfa þakið hérna á þriðju hæðinni til að dæla niður. Það þarf því að skipta um gólfefni.“ Starfsemi Promennt er í algeru lágmarki yfir sumartímann en Guðmundur segist eiga von á að geta haldið starfseminni áfram um miðjan ágúst. „Við vorum að klára að meta það með tryggingafélaginu og sjáum ekkert því til fyrirstöðu að við verðum hér á fullu þegar skóli hefst í lok ágúst.“ Guðmundur segist gríðarlega þakklátur lögreglu og slökkviliði fyrir að hafa náð að bjarga framhúsinu. „Hitt stóð allt í ljósum logum. Þeir einbeittu sér því að bjarga framhúsinu og það virðist hafa tekist ótrúlega vel hjá þeim. Þeir náðu að bjarga því sem bjarga varð. Það starf ásamt utanaðkomandi þáttum eins og veðri og vindátt, gerir það að verkum að við náum að hefja fulla starfsemi á ný í haust.“ Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Tengdar fréttir Magnaðar myndir: Gífurlegt tjón er Skeifan 11 brann "Í fljótu bragði man ég ekki eftir jafn miklu flatarmáli sem hefur verið undir í svona alvarlegum eldi,“ sagði Bjarni Kjartansson. 7. júlí 2014 07:00 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
„Það brann fyrir neðan okkur. Það brann fyrir aftan okkur, en við sluppum að mestu leyti,“ segir Guðmundur Pálmason, framkvæmdastjóri Promennt, sem er til húsa á annarri og þriðju hæð í Skeifunni 11b, sama húsi og Rekstrarland sem fór mjög illa í brunanum í gær. Miklar sprengingar urðu í húsnæði Rekstrarlands. „Eftir að við fengum að koma inn í húsnæðið okkar og skoða þá lítur þetta allt betur út. Við erum með margar kennslustofur og þar af eru tvær eða þrjár sem eru illa farnar. Allur miðlægur búnaður virðist hins vegar hafa sloppið. Það eru einhverjar vatnsskemmdir á gólfi og svo þurfti að rjúfa þakið hérna á þriðju hæðinni til að dæla niður. Það þarf því að skipta um gólfefni.“ Starfsemi Promennt er í algeru lágmarki yfir sumartímann en Guðmundur segist eiga von á að geta haldið starfseminni áfram um miðjan ágúst. „Við vorum að klára að meta það með tryggingafélaginu og sjáum ekkert því til fyrirstöðu að við verðum hér á fullu þegar skóli hefst í lok ágúst.“ Guðmundur segist gríðarlega þakklátur lögreglu og slökkviliði fyrir að hafa náð að bjarga framhúsinu. „Hitt stóð allt í ljósum logum. Þeir einbeittu sér því að bjarga framhúsinu og það virðist hafa tekist ótrúlega vel hjá þeim. Þeir náðu að bjarga því sem bjarga varð. Það starf ásamt utanaðkomandi þáttum eins og veðri og vindátt, gerir það að verkum að við náum að hefja fulla starfsemi á ný í haust.“
Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Tengdar fréttir Magnaðar myndir: Gífurlegt tjón er Skeifan 11 brann "Í fljótu bragði man ég ekki eftir jafn miklu flatarmáli sem hefur verið undir í svona alvarlegum eldi,“ sagði Bjarni Kjartansson. 7. júlí 2014 07:00 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Magnaðar myndir: Gífurlegt tjón er Skeifan 11 brann "Í fljótu bragði man ég ekki eftir jafn miklu flatarmáli sem hefur verið undir í svona alvarlegum eldi,“ sagði Bjarni Kjartansson. 7. júlí 2014 07:00