Baráttan var ansi hörð og spennan mikil þegar úrslit voru kveðin upp, því Sigurbjörn Bárðarson á Andra frá Lynghaga fóru skeiðið á sama tíma. Vigdís og Vera voru þó með betri annan sprett og var sigurinn því þeirra.
„Ég vil samt tileinka unnusta mínum, Eyjó, sigurinn. Ég er búin að vera í barneignarfríi núna og ekki mikinn tíma haft þannig að hann er alveg búinn að sjá um þetta. Hann þjálfar í klukkustund á dag og fer mikið í þolreiðtúra. Eiginlega það eina sem ég þurfti að gera var að hoppa á bak.“
Úrslit í 100 metra skeiði
1. Vigdís Matthíasdóttir á Veru frá Þóroddsstöðum 7,36
2. Sigurbjörn Bárðarson á Andra frá Lynghaga 7,36
3. Bjarni Bjarnason á Heru frá Þóroddsstöðum 7,59
4. Sigvaldi Lárus Guðmundsson á Sóldögg frá Skógskoti 7, 64
5. Teitur Árnason á Jökli frá Efri-Rauðalæk 7,65
