Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Sindri Sverrisson skrifar 3. apríl 2025 10:32 Svona fór James Tarkowski í Alexis Mac Allister, eftir að hafa farið fyrst í boltann. Rautt spjald miðað við núgildandi reglur en Tarkowski slapp. Getty/Liverpool James Tarkowski hefði eftir allt saman átt að fá að líta rauða spjaldið fyrir að fara af krafti með takkana í Alexis Mac Allister í grannaslag Everton og Liverpool í gærkvöld. Hann slapp hins vegar með skrekkinn og hefur enn ekki fengið rautt í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Margir töldu ljóst að Tarkowski ætti að fá rauða spjaldið á 11. mínútu leiksins í gær. Þó að hann færi fyrst í boltann fór hann með harkalegum hætti með sólann á undan sér í Mac Allister sem lá eftir. Tarkowski fékk gult spjald. Myndbandsdómari leiksins skoðaði svo atvikið í tíu sekúndur en ákvað svo að ekki bæri að endurskoða málið. Viðurkenna mistökin BBC Sport greinir hins vegar frá því í dag að samkvæmt upplýsingum frá dómarasambandinu, PGMOL, hefði verið um það gróft brot að ræða að rauða spjaldið hefði átt að fara á loft. Myndbandsdómari hefði sem sagt átt að senda Sam Barrott í skjáinn og Barrott hefði átt að leiðrétta ákvörðun sína um gula spjaldið. 63 - James Tarkowski now has the joint most yellow cards without ever being sent off in Premier League history (63). Physical. pic.twitter.com/arZXhrRYRZ— OptaJoe (@OptaJoe) April 2, 2025 Dómarasambandið telur nauðsynlegt að viðurkenna mistök sem þessi sem fyrst til að allt sé uppi á borðum og minni vafi um hvernig reglurnar séu. Tarkowski bað Mac Allister afsökunar að leik loknum en þessi 32 ára enski varnarmaður deilir metinu yfir flest gul spjöld á ferlinum, 63 talsins, án þess að hafa fengið eitt einasta rauða spjald í úrvalsdeildinni. Barton ekki sammála David Moyes, stjóri Everton, viðurkenndi eftir 1-0 sigur Liverpool í gær að Tarkowski hefði verið heppinn að haldast inni á vellinum. Arne Slot, stjóri Liverpool, sagði að „jafnvel fólk sem líkaði ekki við Liverpool“ segði að um augljóst rautt spjald væri að ræða. Þeir eru þó til sem að telja að brot Tarkowski ætti ekki að verðskulda rautt spjald. Joey Barton lýsti þeirri skoðun þar sem hann fylgdist með leiknum í beinni. „Þetta er almennileg tækling í grannaslag. Áfram gakk,“ sagði Barton en bætti við: „VAR á eftir að uppfæra þetta. Hann verður sendur af velli.“ “It’s not even a foul!” @Joey7Barton on Tarkowski’s tackle pic.twitter.com/ZZNtvJwkWP— Common Sense with Joey Barton (@Common_SensePod) April 3, 2025 Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Meisturunum sópað út? Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira
Margir töldu ljóst að Tarkowski ætti að fá rauða spjaldið á 11. mínútu leiksins í gær. Þó að hann færi fyrst í boltann fór hann með harkalegum hætti með sólann á undan sér í Mac Allister sem lá eftir. Tarkowski fékk gult spjald. Myndbandsdómari leiksins skoðaði svo atvikið í tíu sekúndur en ákvað svo að ekki bæri að endurskoða málið. Viðurkenna mistökin BBC Sport greinir hins vegar frá því í dag að samkvæmt upplýsingum frá dómarasambandinu, PGMOL, hefði verið um það gróft brot að ræða að rauða spjaldið hefði átt að fara á loft. Myndbandsdómari hefði sem sagt átt að senda Sam Barrott í skjáinn og Barrott hefði átt að leiðrétta ákvörðun sína um gula spjaldið. 63 - James Tarkowski now has the joint most yellow cards without ever being sent off in Premier League history (63). Physical. pic.twitter.com/arZXhrRYRZ— OptaJoe (@OptaJoe) April 2, 2025 Dómarasambandið telur nauðsynlegt að viðurkenna mistök sem þessi sem fyrst til að allt sé uppi á borðum og minni vafi um hvernig reglurnar séu. Tarkowski bað Mac Allister afsökunar að leik loknum en þessi 32 ára enski varnarmaður deilir metinu yfir flest gul spjöld á ferlinum, 63 talsins, án þess að hafa fengið eitt einasta rauða spjald í úrvalsdeildinni. Barton ekki sammála David Moyes, stjóri Everton, viðurkenndi eftir 1-0 sigur Liverpool í gær að Tarkowski hefði verið heppinn að haldast inni á vellinum. Arne Slot, stjóri Liverpool, sagði að „jafnvel fólk sem líkaði ekki við Liverpool“ segði að um augljóst rautt spjald væri að ræða. Þeir eru þó til sem að telja að brot Tarkowski ætti ekki að verðskulda rautt spjald. Joey Barton lýsti þeirri skoðun þar sem hann fylgdist með leiknum í beinni. „Þetta er almennileg tækling í grannaslag. Áfram gakk,“ sagði Barton en bætti við: „VAR á eftir að uppfæra þetta. Hann verður sendur af velli.“ “It’s not even a foul!” @Joey7Barton on Tarkowski’s tackle pic.twitter.com/ZZNtvJwkWP— Common Sense with Joey Barton (@Common_SensePod) April 3, 2025
Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Meisturunum sópað út? Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira