Sport

Sveinbjörg í öðru sæti eftir fyrri dag

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vísir/Daníel
Sveinbjörg Zophoníasdóttir úr FH er í 2. sæti í kvennaflokki eftir fyrri dag í Evrópubikarkeppninni í fjölþraut sem fer fram á Madeira. Sveinbjörg er rúmum 100 stigum á eftir Luxia Mokrasova sem er í efsta sætinu.

Fjórar greinar af sjö voru í dag, en það voru 100 metra grindahlaup, hástökk, kúluvarp og 200 metra hlaup.

Sveinbjörg er með 3428 stig, en Irma Gunnarsdóttir og Ásgerður Jana Ágústsdóttir eru einnig meðal keppenda. Irma, úr Breiðabliki, er í fimmtánda sæti með 2663 stig og Ásgerður Jana, úr UFA, er í sautjánda sæti með 2658 stig.

Úrslit (100 metra Grindahlaup - hástökk - kúluvarp - 200 metra hlaup)

Sveinbjörg Zophoníasdóttir: 14,24 sek - 1,72 metrar - 13,44 metrar - 25,44 sek.

Irma Gunnarsdóttir: 15,85 sek - 1,51 metrar - 10,67 metrar - 26,84 sek.

Ásgerður Jana Ágústsdóttir: 16,35 sek - 1,60 metrar - 11,12 metrar - 27,80 sek.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×