Stjórnarmenn Flokks heimilanna takast á um 40 milljóna króna ríkisstyrk Kjartan Atli Kjartansson skrifar 4. júlí 2014 20:00 Hér má sjá þá stjórn Flokks heimilanna sem Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið telur vera ólöglega. Pétur Gunnlaugsson er annar frá vinstri og Kristján er lengst til hægri. Þriðji frá hægri er svo séra Halldór Gunnarsson sem er einn af stofnendum flokksins. Miklar deilur hafa geisað innan Flokks heimilanna síðan að flokkurinn tók þátt í Alþingiskosningunum í fyrra þar sem flokkurinn fékk um þrjú prósent atkvæða. Samkvæmt lögum um fjármál stjórnmálaflokka á flokkurinn rétt í kringum fjörutíu milljónum króna næstu fjögur árin í styrk frá ríkinu. Deilt er um hver er réttkjörinn formaður flokksins, en Pétur Gunnlaugsson fór fyrir flokknum í kosningabaráttunni. Baráttan innan flokksins stendur um hver á að útdeila ríkisstyrknum. Deilurnar standa á milli bræðranna Eyjólfs Vestmann Ingólfssonar og Kristjáns Snorra Ingólfssonar annars vegar og svo Péturs Gunnlaugssonar og fleiri aðila hins vegar. „Þeir komu og kusu mig, það er málið. Þeir kusu mig og þeir sættu sig við þetta. Þeir börðust fyrir því. En það verða sinnaskipti þegar einhverjir peningar koma til sögunnar. Það er bara þannig,“ segir Pétur Gunnlaugsson um málið. „Hið rétta í þessu máli er að ég er formaður Flokks heimilanna,“ segir Kristján Snorri Ingólfsson.Lýðveldisflokkurinn og kennitalan Flokkur heimilanna var stofnaður fyrir síðustu kosningar úr nokkrum smærri flokkum, þar á meðal Lýðveldissflokknum. Flokkur heimilanna fékk að nota kennitölu Lýðveldisflokksins, sem var stofnaður árið 2010. Að sögn séra Halldórs Gunnarssonar, eins stofnanda Flokks heimilanna, var ákveðið að nota kennitölu Lýðveldiisflokksins því skammur tími var til kosninga og þetta þótti ákjósanleg leið til að spara tíma svo hægt væri að koma flokknum á koppinn áður en framboðsfrestur rann út. Deilan hefur farið á milli stofnana í stjórnsýslunni. Ríkisskattstjóri úrskurðaði þann 5. desember í fyrra að Pétur Gunnlaugsson væri með réttu formaður flokksins og að sú stjórn sem var kjörin þann 31. mars í fyrra hafi verið réttkjörin. Stjórn Lýðveldisflokksins, sem telur sig eiga rétt á milljónunum sem Flokkur heimilanna á að fá samkvæmt lögum, áfrýjaði dómnum til Atvinnvega- og nýsköpunarráðuneytis sem sneri úrskurði Ríkisskattstjóra við og taldi stjórn Lýðveldissflokksins eiga rétt á styrknum.Ríkisstyrkurinn á meðal annars að fara í að greiða leiguna af höfuðstöðvum flokksins í kosningabaráttunni.Allir töldu Pétur Gunnlaugsson vera formann Séra Halldór Gunnarsson, sóknarprestur í Holti í Rangárvallaprófastsdæmi, lánaði Flokki heimilanna talsverða upphæð til að hægt væri að fara í kosningabaráttu. Halldór segist ekki vilja gefa upp nákvæmlega hversu há upphæðin var, en samkvæmt heimildum Vísis var upphæðin talin í milljónum. Halldór segist hafa fengið helminginn endurgreiddan og vonast til að sér verði borgað til baka að fullu. Hann segir deiluna vera ákaflega leiðinlega. „Það var kosinn formaður sem allir á landsvísu vissu hver var. Það var Pétur Gunnlaugsson. Hvernig hægt sé að ganga framhjá því við úthlutun styrksins er erfitt að útskýra. Ég hef viljandi ekki viljað vera í þessari baráttu. En mér finnst þetta bara óskaplega leiðinlegt mál. Maður hefur ekki getað beitt sér í nafni flokksins til að berjast fyrir eldri borgara, öryrkja og fleiri. Þetta bindur mann alveg. Flokkurinn er í algjöru lamasessi vegna þessa máls og ef allt hefði verið í lagi hefðum við örugglega boðið fram í sveitarstjórnarkosningunum,“ útskýrir hann.Töldum að breytingin væri lögleg „Við töldum að stjórn flokksins hefði verið kosin löglega,“ útskýrir Halldór. Hann segir að Flokkur heimilanna hafi verið stofnaður úr sjö smærri flokkum. Mikið kapphlaup hafi verið að ganga frá öllum málum áður en framboðsfrestur rann út, en hugmyndin að stofnun Flokks heimilanna kom upp nokkuð skömmu fyrir kosningar. Ein leiðin til þess að „stytta sér leið“ hafi verið að nota kennitölu Lýðveldisflokksins. Ný stjórn flokks heimilanna var kosin þann 31. mars í fyrra. Pétur Gunnlaugsson var kjörinn formaður þá. Kristján Snorri var áfram í stjórn félagsins sem meðstjórnandi ásamt fimm öðrum einstaklingum. Í fréttatilkynningu sem send var á fjölmiðla, eftir fundinn, kom fram að Eyjólfur Vestmann gengdi þá embætti framkvæmdastjóra. Sex dögum áður, eða þann 25. mars barst fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra tilkynning frá félaginu þar sem fram kom að búið væri að breyta nafni félagsins í Flokkur heimilanna, ásamt því að nýtt heimilisfang var tilkynnt. Tilkynningin var undirrituð af Kristjáni Snorra Ingólfssyni, sem formanni Lýðveldissflokksins og bróður hans Eyjólfi Vestmann Ingólfssyni. Í tilkynningunni kom fram að umræddar breytingar hefðu verið samþykktar á aukaaðalfundi félagsins hinn 21. mars 2013. Deilt er um hvort að stjórnin, með Pétri Gunnlaugssyni í formennsku, sé löglega kjörin. Fyrrum stjórn Lýðveldisflokksins telur að aðalfundurinn þann 31. mars hafi ekki verið boðaður löglega.Fyrirtækjaskrá fer í málið Þann 7. júní var breytingin, sem samþykkt var þann 31. mars, tilkynnt til fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra. Rúmum fimm vikum síðar, eða þann 22. júlí barst fyrirtækjaskrá andmæli við þessari breytingu frá Eyjólfi Vestmann Ingólfssyni. Taldi hann að breyting á stjórninni væri „ólögmæt og tilhæfulaus með öllu“. Fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra tók málið fyrir og úrskurðaði í því þann 5. Desember síðastliðinn. Þar kemur fram: „Í máli þessu má segja að grundvöllur deilunnar er hvort Lýðveldisflokkurinn og Flokkur heimilanna séu tvenn félagasamtök og kennitala Lýðveldisflokksins eingöngu verið lánuð Flokki heimilanna eða hvort Flokkur heimilanna hafi verið stofnaður á grunni Lýðveldisflokksins og sameining átt sér stað og því sé það félag ekki lengur ti. Mikilvægt er að svara þessu atriði áður en hægt er að segja til um það hver sé rétt kjörin stjórn Flokks heimilanna þar sem málsrök aðila um bæði lögmæti og ólögmæti stjórnarinnar tengist þessu atriði.“ Úrskurðaraðilar fyrirtækjaskrár töldu augljóst að Pétur Gunnlaugsson væri réttkjörinn formaður flokksins: „Ljóst er að hvernig staðið var að stofnun Flokks heimilanna og að Lýðveldisflokkurinn hafi fært Flokki heimilanna kennitölu sína og listabókstaf að gjöf er mjög óvenjuleg og engan vegin í samræmi við almennar félagaréttarreglur. Kennitölur og listabókstafi er almennt ekki hægt að gefa að gjöf nema um sameiningu sé að ræða. Var því Lýðveldisflokknum óheimilt að færa þessa gjöf nema félagið hafi um leið verið sameinað Flokki heimilanna líkt og öll gögn gefa til kynna að hafi átt sér stað á stofnfundinum,“ segir í niðurstöðu úrskurðarins. Þar segir ennfremur: „Að sama skapi er mjög óeðlilegt að halda framhaldsstofnfund í félagi sem komið er með kennitölu og er byggt á grunni félags sem stofnað var 2010. Það breytir því ekki að samþykkt var á stofnfundinum að hafa framhaldsaðalfund þar sem stjórn yrði kosin. Einnig kemur hvergi fram í samþykktum félagsins hvernig skuli boða til Landsfundar þar sem stjórn er kosin og því ekki hægt að segja að til fundarins hafi verið boðað með ólögmætum hætti.“Kristján og Pétur telja sig báðir vera formenn Flokks heimilanna.Áfrýjað til Atvinnvega- og nýsköpunarráðuneytis Eyjólfur Vestmann áfrýjaði úrskurði fyrirtækjaskrár til Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins eins og 26. grein stjórnsýslulaga nr. 37/1993 segir til um. Þar var úrskurði fyrirtækjaskrár snúið við og komist að því að stjórn Lýðveldisflokksins gamla væri rétta stjórn Flokks heimilanna. Úrskurðarnefndin taldi aðalfundinn, þar sem Pétur Gunnlaugsson hafi verið kjörinn formaður, ekki hafa staðist reglur flokksins. Þar var bent á nýjar reglur, sem voru lagðar inn til Ríkisskattstjóra þann 25. mars, þegar nafnabreytingin var tilkynnt. Í 8. grein þeirra reglna segir: „Landsfundur félagsins skal haldinn að lágmarki einu sinni á hverjum fjögurra ára fresti. Á landsfundi skal stefna flokksins mótuð og stjórn kjörin ásamt því að skipa í önnur embætti á vegum flokksins.“ Ráðuneytið taldi því ljóst að fundarboðið sem sent var út 30. mars 2013 þar sem boðað var til aðalfundar daginn eftir hafi hvorki verið í samræmi við reglur félagsins né meginreglur félagaréttar.„Það verða sinnaskipti þegar einhverjir peningar koma til sögunnar“ Ríkisstyrkurinn, sem er tæpar fjörutíu milljónir á fjórum árum, fer því til Kristjáns Snorra, Eyþórs og þeirrar stjórnar Lýðveldisflokksins áður en Pétur Gunnlaugsson var gerður að formanni. Lýðveldisflokkurinn hefur aldrei boðið fram í kosningum og var stofnaður þann 10. janúar árið 2010. Tilgangurinn með stofnun flokksins var „að stuðla að bættu íslensku samfélagi og koma á réttlátu og réttsýnu þjóðfélagi í Lýðveldinu Íslandi“. Pétur Gunnlaugsson telur að hnekkja þurfi ákvörðuninni fyrir dómi. „Þetta er ekki, að mínu mati, fagleg niðurstaða. Ég er ósammála niðurstöðunni. Það þarf að hnekkja þessari ákvörðun fyrir dómi,“ segir Pétur Gunnlaugsson. Pétur segir að gamla stjórn Lýðveldisflokksins hafi í raun kosið hann, á fundinum 31. mars. „Þeir komu og kusu mig, það er málið. Þeir kusu mig og þeir sættu sig við þetta. Þeir börðust fyrir því. En það verða sinnaskipti þegar einhverjir peningar koma til sögunnar. Það er bara þannig,“ segir Pétur Gunnlaugsson um málið. Kristján Snorri Ingólfsson segir að hann sé hinn réttkjörni formaður Flokks heimilanna: „Hið rétta í þessu máli er að ég er formaður Flokks heimilanna, um það deildu Pétur og Arnþrúður, en Iðnaðar og viðskiptaráðuneyti hefur úrskurðað um það. Peningar frá ríkissjóði hafa allir farið inná reikning flokks heimilanna og hefur þeim einungis verið ráðstafað í þágu flokks heimilanna.“ Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Sjá meira
Miklar deilur hafa geisað innan Flokks heimilanna síðan að flokkurinn tók þátt í Alþingiskosningunum í fyrra þar sem flokkurinn fékk um þrjú prósent atkvæða. Samkvæmt lögum um fjármál stjórnmálaflokka á flokkurinn rétt í kringum fjörutíu milljónum króna næstu fjögur árin í styrk frá ríkinu. Deilt er um hver er réttkjörinn formaður flokksins, en Pétur Gunnlaugsson fór fyrir flokknum í kosningabaráttunni. Baráttan innan flokksins stendur um hver á að útdeila ríkisstyrknum. Deilurnar standa á milli bræðranna Eyjólfs Vestmann Ingólfssonar og Kristjáns Snorra Ingólfssonar annars vegar og svo Péturs Gunnlaugssonar og fleiri aðila hins vegar. „Þeir komu og kusu mig, það er málið. Þeir kusu mig og þeir sættu sig við þetta. Þeir börðust fyrir því. En það verða sinnaskipti þegar einhverjir peningar koma til sögunnar. Það er bara þannig,“ segir Pétur Gunnlaugsson um málið. „Hið rétta í þessu máli er að ég er formaður Flokks heimilanna,“ segir Kristján Snorri Ingólfsson.Lýðveldisflokkurinn og kennitalan Flokkur heimilanna var stofnaður fyrir síðustu kosningar úr nokkrum smærri flokkum, þar á meðal Lýðveldissflokknum. Flokkur heimilanna fékk að nota kennitölu Lýðveldisflokksins, sem var stofnaður árið 2010. Að sögn séra Halldórs Gunnarssonar, eins stofnanda Flokks heimilanna, var ákveðið að nota kennitölu Lýðveldiisflokksins því skammur tími var til kosninga og þetta þótti ákjósanleg leið til að spara tíma svo hægt væri að koma flokknum á koppinn áður en framboðsfrestur rann út. Deilan hefur farið á milli stofnana í stjórnsýslunni. Ríkisskattstjóri úrskurðaði þann 5. desember í fyrra að Pétur Gunnlaugsson væri með réttu formaður flokksins og að sú stjórn sem var kjörin þann 31. mars í fyrra hafi verið réttkjörin. Stjórn Lýðveldisflokksins, sem telur sig eiga rétt á milljónunum sem Flokkur heimilanna á að fá samkvæmt lögum, áfrýjaði dómnum til Atvinnvega- og nýsköpunarráðuneytis sem sneri úrskurði Ríkisskattstjóra við og taldi stjórn Lýðveldissflokksins eiga rétt á styrknum.Ríkisstyrkurinn á meðal annars að fara í að greiða leiguna af höfuðstöðvum flokksins í kosningabaráttunni.Allir töldu Pétur Gunnlaugsson vera formann Séra Halldór Gunnarsson, sóknarprestur í Holti í Rangárvallaprófastsdæmi, lánaði Flokki heimilanna talsverða upphæð til að hægt væri að fara í kosningabaráttu. Halldór segist ekki vilja gefa upp nákvæmlega hversu há upphæðin var, en samkvæmt heimildum Vísis var upphæðin talin í milljónum. Halldór segist hafa fengið helminginn endurgreiddan og vonast til að sér verði borgað til baka að fullu. Hann segir deiluna vera ákaflega leiðinlega. „Það var kosinn formaður sem allir á landsvísu vissu hver var. Það var Pétur Gunnlaugsson. Hvernig hægt sé að ganga framhjá því við úthlutun styrksins er erfitt að útskýra. Ég hef viljandi ekki viljað vera í þessari baráttu. En mér finnst þetta bara óskaplega leiðinlegt mál. Maður hefur ekki getað beitt sér í nafni flokksins til að berjast fyrir eldri borgara, öryrkja og fleiri. Þetta bindur mann alveg. Flokkurinn er í algjöru lamasessi vegna þessa máls og ef allt hefði verið í lagi hefðum við örugglega boðið fram í sveitarstjórnarkosningunum,“ útskýrir hann.Töldum að breytingin væri lögleg „Við töldum að stjórn flokksins hefði verið kosin löglega,“ útskýrir Halldór. Hann segir að Flokkur heimilanna hafi verið stofnaður úr sjö smærri flokkum. Mikið kapphlaup hafi verið að ganga frá öllum málum áður en framboðsfrestur rann út, en hugmyndin að stofnun Flokks heimilanna kom upp nokkuð skömmu fyrir kosningar. Ein leiðin til þess að „stytta sér leið“ hafi verið að nota kennitölu Lýðveldisflokksins. Ný stjórn flokks heimilanna var kosin þann 31. mars í fyrra. Pétur Gunnlaugsson var kjörinn formaður þá. Kristján Snorri var áfram í stjórn félagsins sem meðstjórnandi ásamt fimm öðrum einstaklingum. Í fréttatilkynningu sem send var á fjölmiðla, eftir fundinn, kom fram að Eyjólfur Vestmann gengdi þá embætti framkvæmdastjóra. Sex dögum áður, eða þann 25. mars barst fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra tilkynning frá félaginu þar sem fram kom að búið væri að breyta nafni félagsins í Flokkur heimilanna, ásamt því að nýtt heimilisfang var tilkynnt. Tilkynningin var undirrituð af Kristjáni Snorra Ingólfssyni, sem formanni Lýðveldissflokksins og bróður hans Eyjólfi Vestmann Ingólfssyni. Í tilkynningunni kom fram að umræddar breytingar hefðu verið samþykktar á aukaaðalfundi félagsins hinn 21. mars 2013. Deilt er um hvort að stjórnin, með Pétri Gunnlaugssyni í formennsku, sé löglega kjörin. Fyrrum stjórn Lýðveldisflokksins telur að aðalfundurinn þann 31. mars hafi ekki verið boðaður löglega.Fyrirtækjaskrá fer í málið Þann 7. júní var breytingin, sem samþykkt var þann 31. mars, tilkynnt til fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra. Rúmum fimm vikum síðar, eða þann 22. júlí barst fyrirtækjaskrá andmæli við þessari breytingu frá Eyjólfi Vestmann Ingólfssyni. Taldi hann að breyting á stjórninni væri „ólögmæt og tilhæfulaus með öllu“. Fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra tók málið fyrir og úrskurðaði í því þann 5. Desember síðastliðinn. Þar kemur fram: „Í máli þessu má segja að grundvöllur deilunnar er hvort Lýðveldisflokkurinn og Flokkur heimilanna séu tvenn félagasamtök og kennitala Lýðveldisflokksins eingöngu verið lánuð Flokki heimilanna eða hvort Flokkur heimilanna hafi verið stofnaður á grunni Lýðveldisflokksins og sameining átt sér stað og því sé það félag ekki lengur ti. Mikilvægt er að svara þessu atriði áður en hægt er að segja til um það hver sé rétt kjörin stjórn Flokks heimilanna þar sem málsrök aðila um bæði lögmæti og ólögmæti stjórnarinnar tengist þessu atriði.“ Úrskurðaraðilar fyrirtækjaskrár töldu augljóst að Pétur Gunnlaugsson væri réttkjörinn formaður flokksins: „Ljóst er að hvernig staðið var að stofnun Flokks heimilanna og að Lýðveldisflokkurinn hafi fært Flokki heimilanna kennitölu sína og listabókstaf að gjöf er mjög óvenjuleg og engan vegin í samræmi við almennar félagaréttarreglur. Kennitölur og listabókstafi er almennt ekki hægt að gefa að gjöf nema um sameiningu sé að ræða. Var því Lýðveldisflokknum óheimilt að færa þessa gjöf nema félagið hafi um leið verið sameinað Flokki heimilanna líkt og öll gögn gefa til kynna að hafi átt sér stað á stofnfundinum,“ segir í niðurstöðu úrskurðarins. Þar segir ennfremur: „Að sama skapi er mjög óeðlilegt að halda framhaldsstofnfund í félagi sem komið er með kennitölu og er byggt á grunni félags sem stofnað var 2010. Það breytir því ekki að samþykkt var á stofnfundinum að hafa framhaldsaðalfund þar sem stjórn yrði kosin. Einnig kemur hvergi fram í samþykktum félagsins hvernig skuli boða til Landsfundar þar sem stjórn er kosin og því ekki hægt að segja að til fundarins hafi verið boðað með ólögmætum hætti.“Kristján og Pétur telja sig báðir vera formenn Flokks heimilanna.Áfrýjað til Atvinnvega- og nýsköpunarráðuneytis Eyjólfur Vestmann áfrýjaði úrskurði fyrirtækjaskrár til Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins eins og 26. grein stjórnsýslulaga nr. 37/1993 segir til um. Þar var úrskurði fyrirtækjaskrár snúið við og komist að því að stjórn Lýðveldisflokksins gamla væri rétta stjórn Flokks heimilanna. Úrskurðarnefndin taldi aðalfundinn, þar sem Pétur Gunnlaugsson hafi verið kjörinn formaður, ekki hafa staðist reglur flokksins. Þar var bent á nýjar reglur, sem voru lagðar inn til Ríkisskattstjóra þann 25. mars, þegar nafnabreytingin var tilkynnt. Í 8. grein þeirra reglna segir: „Landsfundur félagsins skal haldinn að lágmarki einu sinni á hverjum fjögurra ára fresti. Á landsfundi skal stefna flokksins mótuð og stjórn kjörin ásamt því að skipa í önnur embætti á vegum flokksins.“ Ráðuneytið taldi því ljóst að fundarboðið sem sent var út 30. mars 2013 þar sem boðað var til aðalfundar daginn eftir hafi hvorki verið í samræmi við reglur félagsins né meginreglur félagaréttar.„Það verða sinnaskipti þegar einhverjir peningar koma til sögunnar“ Ríkisstyrkurinn, sem er tæpar fjörutíu milljónir á fjórum árum, fer því til Kristjáns Snorra, Eyþórs og þeirrar stjórnar Lýðveldisflokksins áður en Pétur Gunnlaugsson var gerður að formanni. Lýðveldisflokkurinn hefur aldrei boðið fram í kosningum og var stofnaður þann 10. janúar árið 2010. Tilgangurinn með stofnun flokksins var „að stuðla að bættu íslensku samfélagi og koma á réttlátu og réttsýnu þjóðfélagi í Lýðveldinu Íslandi“. Pétur Gunnlaugsson telur að hnekkja þurfi ákvörðuninni fyrir dómi. „Þetta er ekki, að mínu mati, fagleg niðurstaða. Ég er ósammála niðurstöðunni. Það þarf að hnekkja þessari ákvörðun fyrir dómi,“ segir Pétur Gunnlaugsson. Pétur segir að gamla stjórn Lýðveldisflokksins hafi í raun kosið hann, á fundinum 31. mars. „Þeir komu og kusu mig, það er málið. Þeir kusu mig og þeir sættu sig við þetta. Þeir börðust fyrir því. En það verða sinnaskipti þegar einhverjir peningar koma til sögunnar. Það er bara þannig,“ segir Pétur Gunnlaugsson um málið. Kristján Snorri Ingólfsson segir að hann sé hinn réttkjörni formaður Flokks heimilanna: „Hið rétta í þessu máli er að ég er formaður Flokks heimilanna, um það deildu Pétur og Arnþrúður, en Iðnaðar og viðskiptaráðuneyti hefur úrskurðað um það. Peningar frá ríkissjóði hafa allir farið inná reikning flokks heimilanna og hefur þeim einungis verið ráðstafað í þágu flokks heimilanna.“
Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Sjá meira