Segir ósatt að hann sé með flokkspeningana í Brasilíu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 5. júlí 2014 00:01 Kristján ætlar að skoða málin þegar hann kemur heim frá Brasilíu. Kristján Snorri Ingólfsson segist ætla að skoða lagalegan rétt sinn vegna fréttar sem birtist á vef Útvarps Sögu í gær. Fréttin fallar um styrkveitingar frá ríkinu til Flokks heimilanna, sem Vísir fjallaði um í gærkvöldi. Fyrirsögn fréttarinnar var „Kristján Snorri stakk af á HM með flokkspeningana“. Í fréttinni er þó ekki farið nánar í þá fullyrðingu en saga Flokks heimilanna er rakin og deilur um hver er réttkjörinn formaður flokksins eru tíundaðar. „Það sem rétt er í þessari „frétt" er að ég heiti vissulega Kristján Snorri og ég er sannarlega í Brasilíu,“ segir hann í samtali við Vísi. Kristján sagði ennfremur í snörpu viðtali, að hann myndi íhuga lagalegan rétt sinn þegar hann kæmi aftur heim til landsins „Þessi „frétt" og þá sérstaklega fyrirsögnin þykir mér vægast sagt mjög villandi og meiðandi. Maður spyr sig í hvaða tilgangi eru slíkar fyrirsagnir settar fram á fréttamiðlum. Það hryggir mig að fyrrverandi samherjar í pólitík velji að fara slíka leið til þess eins, að því er virðist, að sverta nafn mitt og flokksins. Ég mun skoða lagalegan rétt minn varðandi þetta þegar ég kem aftur úr fríi.“ Deilur hafa staðið um ríkisstyrkveitingar sem Flokkur heimilanna á rétt á, samkvæmt lögum um fjármál stjórnmálaflokka. Styrkurinn er tæpar fjörutíu milljónir næstu fjögur árin. Flokkur heimilanna notaði kennitölu Lýðveldisflokksins fyrir síðustu Alþingiskosningar. Ný stjórn var kjörin þann 31. mars í fyrra. Eftir kosningar var fyrirtækjaskrá tilkynnt um nýja stjórn og fimm vikum eftir tilkynninguna mótmælti stjórnarmaður í gamla Lýðveldisflokknum skráningunni og sagði nýja stjórn ekki hafa verið kosna á lögmætan hátt. Taldi hann að stjórnarfundurinn þann 31. mars, hefði ekki verið boðaður löglega. Fyrirtækjaskrá úrskuðaði í málinu og taldi að Pétur Gunnlaugsson væri réttkjörinn formaður flokksins og ætti að fara með prókúruna. Málinu var áfrýjað til Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis sem sneri dómnum við og taldi að stjórn gamla lýðræðisflokksins væri enn stjórn Flokks heimilanna. Kristján fer því með fjárráð í flokknum og segir að peningarnir hafi ekki verið notaðir í neitt óeðlilegt: „Peningar frá ríkissjóði hafa allir farið inná reikning flokks heimilanna og hefur þeim einungis verið ráðstafað í þágu flokks heimilanna.“ Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Sjá meira
Kristján Snorri Ingólfsson segist ætla að skoða lagalegan rétt sinn vegna fréttar sem birtist á vef Útvarps Sögu í gær. Fréttin fallar um styrkveitingar frá ríkinu til Flokks heimilanna, sem Vísir fjallaði um í gærkvöldi. Fyrirsögn fréttarinnar var „Kristján Snorri stakk af á HM með flokkspeningana“. Í fréttinni er þó ekki farið nánar í þá fullyrðingu en saga Flokks heimilanna er rakin og deilur um hver er réttkjörinn formaður flokksins eru tíundaðar. „Það sem rétt er í þessari „frétt" er að ég heiti vissulega Kristján Snorri og ég er sannarlega í Brasilíu,“ segir hann í samtali við Vísi. Kristján sagði ennfremur í snörpu viðtali, að hann myndi íhuga lagalegan rétt sinn þegar hann kæmi aftur heim til landsins „Þessi „frétt" og þá sérstaklega fyrirsögnin þykir mér vægast sagt mjög villandi og meiðandi. Maður spyr sig í hvaða tilgangi eru slíkar fyrirsagnir settar fram á fréttamiðlum. Það hryggir mig að fyrrverandi samherjar í pólitík velji að fara slíka leið til þess eins, að því er virðist, að sverta nafn mitt og flokksins. Ég mun skoða lagalegan rétt minn varðandi þetta þegar ég kem aftur úr fríi.“ Deilur hafa staðið um ríkisstyrkveitingar sem Flokkur heimilanna á rétt á, samkvæmt lögum um fjármál stjórnmálaflokka. Styrkurinn er tæpar fjörutíu milljónir næstu fjögur árin. Flokkur heimilanna notaði kennitölu Lýðveldisflokksins fyrir síðustu Alþingiskosningar. Ný stjórn var kjörin þann 31. mars í fyrra. Eftir kosningar var fyrirtækjaskrá tilkynnt um nýja stjórn og fimm vikum eftir tilkynninguna mótmælti stjórnarmaður í gamla Lýðveldisflokknum skráningunni og sagði nýja stjórn ekki hafa verið kosna á lögmætan hátt. Taldi hann að stjórnarfundurinn þann 31. mars, hefði ekki verið boðaður löglega. Fyrirtækjaskrá úrskuðaði í málinu og taldi að Pétur Gunnlaugsson væri réttkjörinn formaður flokksins og ætti að fara með prókúruna. Málinu var áfrýjað til Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis sem sneri dómnum við og taldi að stjórn gamla lýðræðisflokksins væri enn stjórn Flokks heimilanna. Kristján fer því með fjárráð í flokknum og segir að peningarnir hafi ekki verið notaðir í neitt óeðlilegt: „Peningar frá ríkissjóði hafa allir farið inná reikning flokks heimilanna og hefur þeim einungis verið ráðstafað í þágu flokks heimilanna.“
Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Sjá meira