Lágt orkuverð tefur vindmyllur í Svíþjóð Kristján Már Unnarsson skrifar 4. júlí 2014 11:15 48 vindmyllur eru þegar risnar í Norður-Svíþjóð á vegum Svevind. Mynd/Svevind AB. Uppbygging stærsta vindmyllugarðs Evrópu, við Piteå í Norður-Svíþjóð, gæti stöðvast vegna minnkandi áhuga fjárfesta á vindorku. Ástæðan er lágt orkuverð. Í frétt sænska ríkissjónvarpsins segir að verkefninu hafi verið frestað um óákveðinn tíma. Netmiðillinn Barentsobserver hefur einnig fjallað um málið. Í Markbygden er áformað að reisa 1.100 vindmyllur fyrir árið 2021. Við bestu aðstæður gætu þær skilað allt að 12 teravattstundum raforku, sem er álíka mikið og allt virkjað vatnsafl á Íslandi. 48 vindmyllur eru þegar komnar upp en ekki hefur tekist að fjármagna næsta áfanga, sem eru 77 vindmyllur. Talsmaður félagsins, Wolfgang Krupp, segir að 300 milljónir evra, eða um 50 milljarða íslenskra króna, vanti til að halda áfram. „Í versta falli verðum við að stöðva verkefnið og bíða betri tíma,“ er haft eftir honum. Áfram verður þó unnið við vegagerð og undirstöður þar til fjárfestar finnast. Að verkefninu standa fyrirtækin Svevind og Enercon. Hver vindmylla verður 200 metra há og á að framleiða 2,3 til 7,5 megavött. Tengdar fréttir Nýta breska ríkisstyrki til að reisa vindmyllur Vindmyllunum, sem norsku ríkisfyrirtækin Statoil og Statkraft hafa ákveðið að reisa undan ströndum Norfolk í Bretlandi, er tryggður risavaxinn ríkisstyrkur. 3. júlí 2014 15:00 Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Uppbygging stærsta vindmyllugarðs Evrópu, við Piteå í Norður-Svíþjóð, gæti stöðvast vegna minnkandi áhuga fjárfesta á vindorku. Ástæðan er lágt orkuverð. Í frétt sænska ríkissjónvarpsins segir að verkefninu hafi verið frestað um óákveðinn tíma. Netmiðillinn Barentsobserver hefur einnig fjallað um málið. Í Markbygden er áformað að reisa 1.100 vindmyllur fyrir árið 2021. Við bestu aðstæður gætu þær skilað allt að 12 teravattstundum raforku, sem er álíka mikið og allt virkjað vatnsafl á Íslandi. 48 vindmyllur eru þegar komnar upp en ekki hefur tekist að fjármagna næsta áfanga, sem eru 77 vindmyllur. Talsmaður félagsins, Wolfgang Krupp, segir að 300 milljónir evra, eða um 50 milljarða íslenskra króna, vanti til að halda áfram. „Í versta falli verðum við að stöðva verkefnið og bíða betri tíma,“ er haft eftir honum. Áfram verður þó unnið við vegagerð og undirstöður þar til fjárfestar finnast. Að verkefninu standa fyrirtækin Svevind og Enercon. Hver vindmylla verður 200 metra há og á að framleiða 2,3 til 7,5 megavött.
Tengdar fréttir Nýta breska ríkisstyrki til að reisa vindmyllur Vindmyllunum, sem norsku ríkisfyrirtækin Statoil og Statkraft hafa ákveðið að reisa undan ströndum Norfolk í Bretlandi, er tryggður risavaxinn ríkisstyrkur. 3. júlí 2014 15:00 Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Nýta breska ríkisstyrki til að reisa vindmyllur Vindmyllunum, sem norsku ríkisfyrirtækin Statoil og Statkraft hafa ákveðið að reisa undan ströndum Norfolk í Bretlandi, er tryggður risavaxinn ríkisstyrkur. 3. júlí 2014 15:00