Lífið

Bellamy Young á landinu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
vísir/getty
Leikkonan Bellamy Young sást við Hótel Búðir á Snæfellsnesi í gær samkvæmt áreiðanlegum heimildum Lífsins á Visir.is.

Óvíst er hvort leikkonan dvelji lengi hér á landi en ljóst er að hún getur hlaðið batteríin vel í fallegri náttúru á Snæfellsnesi. Gæti hún til dæmis farið í ferð uppá Snæfellsjökul, í siglingu um Breiðafjörð eða heimsótt Arnarstapa.

Bellamy er hvað þekktust fyrir að leika Mellie Grant í sjónvarpsþáttunum Scandal og hefur meðal annars unnið TV Guide-verðlaunin fyrir frammistöðu sína. 

Leikkonan státar af löngum og farsælum ferli, mest megnis í sjónvarpi, en meðal annarra þátta sem hún hefur leikið í eru Criminal Minds, Scrubs og Grey's Anatomy.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.