Umfjöllun og viðtöl: FH - Glenavon 3-0 | Glæsilegur lokakafli skóp sigurinn Kristinn Páll Teitsson skrifar 3. júlí 2014 18:53 Vísir/Valli FH vann sannkallaðan þolinmæðissigur á Glenovan í undankeppni Evrópudeildarinnar í kvöld en leiknum lauk með 3-0 sigri FH. Þrátt fyrir töluverða yfirburði í leiknum kom fyrsta mark FH ekki fyrr en tíu mínútum fyrir leikslok. Liðin mættust í undankeppni Evrópudeildarinnar fyrir nítján árum síðan þar sem gestirnir frá Norður-Írlandi unnu nokkuð óvænt einvígið með 1-0 sigri í Kaplakrika. Fyrri hálfleikurinn var einfaldlega dapur. Greinilegt var að leikmenn Glenavon voru á höttunum eftir markalausu jafntefli og var lítið spil í liðinu. FH-ingar duttu niður á þeirra plan og náðu aldrei neinum takti í fyrri hálfleik og gengu liðin inn til búningsklefa í hálfleik í stöðunni 0-0. Í seinni hálfleik náðu leikmenn FH betri stjórn á leiknum en gekk illa að skapa sér færi. Fyrirliði gestanna frá Norður-Írlandi, Kris Lindsay fékk besta færi Glenavon í leiknum um miðbik seinni hálfleiks þegar hann átti lúmskan skalla sem Róbert Örn Óskarsson neyddist til að verja í horn. Það var ekki fyrr en tíu mínútum fyrir leikslok sem FH tókst að skora fyrsta mark leiksins og var þar að verki varamaðurinn Ingimundur Níels Óskarsson. Atli Viðar Björnsson átti góða sendingu inn á markteig sem Ingimundur stýrði í netið af stuttu færi með sköflungnum. Atli Guðnason bætti við öðru marki FH undir lok venjulegs leiktíma. Davíð Þór Viðarsson vann boltann á góðum stað og stakk boltanum inn á Atla sem lagði boltann í fjærhornið af stuttu færi. Atli bætti við öðru marki sínu í leiknum og þriðja mark FH á lokasekúndum leiksins og gerði endanlega út um leikinn. Emil Pálsson átti þá stungusendingu inn fyrir vörn Glenavon og Atli var rólegheitin uppmáluð þegar hann lyfti boltanum yfir James í marki Glenavon. Öruggur 3-0 sigur staðreynd og gengu FH-ingar langt með að klára einvígið með glæsilegum kafla á lokamínútum leiksins. Augljóst er að FH er sterkara liðið og ætti seinni leikurinn aðeins að vera formsatriði. Davíð Þór: Höfðu engan áhuga á að vinna þennan leikVísir/Valli„Við undirbjuggum okkur vel fyrir leikinn og við vissum af því að þeir væru líklegir til að þreytast. Þeir eru bara búnir að æfa í þrjár vikur og þeir gáfu aðeins eftir þegar líða tók á leikinn,“ sagði Davíð Þór Viðarsson, leikmaður FH, sáttur eftir leikinn. „Við vildum passa okkur fyrst og fremst á því að fá ekki á okkur mark en við vildum bæta við mörkum. Um leið og fyrsta markið kom byrjuðum við að láta boltann ganga og gera það sem við erum góðir í.“ Það tók FH-inga langan tíma að skora fyrsta mark leiksins og það pirraði leikmenn liðsins. „Maður var orðinn pirraður og óþreyjufullur að bíða eftir markinu en um leið og það kom slökuðu menn aðeins á og við byrjuðum að spila okkar leik. Það var of mikið af lélegum sendingum og það vantaði bara neista í liðið fram að markinu. Við leyfðum þeim að komast upp með að drepa leikinn og náum ekki upp okkar takti.“ Davíð var ekki hrifinn af spilamennsku Glenavon í leiknum. „Það er erfitt að leika svona leiki gegn liðum sem reyna endalaust að tefja. Þeir höfðu engan sérstakan áhuga á að vinna leikinn heldur að reyna að komast í burtu með markalaust jafntefli og það gerði okkur erfitt fyrir.“ Davíð Þór fylgdist með leikjum FH og Glenovan fyrir nítján árum og hann man ennþá eftir leikjunum tveimur. „Það voru svosem engar ófarir þarna fyrir nítján árum, það var bara Höddi Magg sem klúðraði því,“ sagði Davíð léttur að lokum. Heimir: Tóku sér tíma í allt„Við áttum góða kafla í leiknum og slaka kafla gegn vel skipulögðu liði. Það var sterkt að ná að klára þetta því leikmenn Glenavon gáfu allt í þetta sem þeir áttu,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn. „Ingimundur, Hólmar og Emil Páls breyttu leiknum þegar þeir komu inná og Ingimundur náði að brjóta ísinn. Það var gríðarlegur léttir og við það færðu þeir sig framar sem kom mér á óvart. Þeir fóru úr skipulaginu sem opnaði möguleika fyrir okkur.“ Það var ekki margt í leik þeirra sem kom Heimi á óvart. „Þetta var dæmigert breskt lið, það sem kom mér mest á óvart hvað þeir reyndu mikið að tefja. Þeir lágu mikið í grasinu og tóku sér tíma í allt en þeir eru bara á undirbúningstímabilinu og þurftu kannski að ná andanum.“ Heimir vildi ekki meina að einvígið væri búið. „Það er gríðarlega mikilvægt að vinna þetta 3-0, það er mikill munur með hverju marki í Evrópukeppninni. Við þurfum að spila góðan leik í seinni leiknum en það er gott að vita að eitt mark úti gerir út um einvígið.“ Heimir var ekki tilbúinn að segja blaðamönnum hverju hann hvíslaði í eyra þjálfara Glenavon þegar hann skipti sér inn á völlinn þegar skammt var til leiksloka. „Það er bara á milli þjálfarana,“ sagði Heimir og glotti. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Sjá meira
FH vann sannkallaðan þolinmæðissigur á Glenovan í undankeppni Evrópudeildarinnar í kvöld en leiknum lauk með 3-0 sigri FH. Þrátt fyrir töluverða yfirburði í leiknum kom fyrsta mark FH ekki fyrr en tíu mínútum fyrir leikslok. Liðin mættust í undankeppni Evrópudeildarinnar fyrir nítján árum síðan þar sem gestirnir frá Norður-Írlandi unnu nokkuð óvænt einvígið með 1-0 sigri í Kaplakrika. Fyrri hálfleikurinn var einfaldlega dapur. Greinilegt var að leikmenn Glenavon voru á höttunum eftir markalausu jafntefli og var lítið spil í liðinu. FH-ingar duttu niður á þeirra plan og náðu aldrei neinum takti í fyrri hálfleik og gengu liðin inn til búningsklefa í hálfleik í stöðunni 0-0. Í seinni hálfleik náðu leikmenn FH betri stjórn á leiknum en gekk illa að skapa sér færi. Fyrirliði gestanna frá Norður-Írlandi, Kris Lindsay fékk besta færi Glenavon í leiknum um miðbik seinni hálfleiks þegar hann átti lúmskan skalla sem Róbert Örn Óskarsson neyddist til að verja í horn. Það var ekki fyrr en tíu mínútum fyrir leikslok sem FH tókst að skora fyrsta mark leiksins og var þar að verki varamaðurinn Ingimundur Níels Óskarsson. Atli Viðar Björnsson átti góða sendingu inn á markteig sem Ingimundur stýrði í netið af stuttu færi með sköflungnum. Atli Guðnason bætti við öðru marki FH undir lok venjulegs leiktíma. Davíð Þór Viðarsson vann boltann á góðum stað og stakk boltanum inn á Atla sem lagði boltann í fjærhornið af stuttu færi. Atli bætti við öðru marki sínu í leiknum og þriðja mark FH á lokasekúndum leiksins og gerði endanlega út um leikinn. Emil Pálsson átti þá stungusendingu inn fyrir vörn Glenavon og Atli var rólegheitin uppmáluð þegar hann lyfti boltanum yfir James í marki Glenavon. Öruggur 3-0 sigur staðreynd og gengu FH-ingar langt með að klára einvígið með glæsilegum kafla á lokamínútum leiksins. Augljóst er að FH er sterkara liðið og ætti seinni leikurinn aðeins að vera formsatriði. Davíð Þór: Höfðu engan áhuga á að vinna þennan leikVísir/Valli„Við undirbjuggum okkur vel fyrir leikinn og við vissum af því að þeir væru líklegir til að þreytast. Þeir eru bara búnir að æfa í þrjár vikur og þeir gáfu aðeins eftir þegar líða tók á leikinn,“ sagði Davíð Þór Viðarsson, leikmaður FH, sáttur eftir leikinn. „Við vildum passa okkur fyrst og fremst á því að fá ekki á okkur mark en við vildum bæta við mörkum. Um leið og fyrsta markið kom byrjuðum við að láta boltann ganga og gera það sem við erum góðir í.“ Það tók FH-inga langan tíma að skora fyrsta mark leiksins og það pirraði leikmenn liðsins. „Maður var orðinn pirraður og óþreyjufullur að bíða eftir markinu en um leið og það kom slökuðu menn aðeins á og við byrjuðum að spila okkar leik. Það var of mikið af lélegum sendingum og það vantaði bara neista í liðið fram að markinu. Við leyfðum þeim að komast upp með að drepa leikinn og náum ekki upp okkar takti.“ Davíð var ekki hrifinn af spilamennsku Glenavon í leiknum. „Það er erfitt að leika svona leiki gegn liðum sem reyna endalaust að tefja. Þeir höfðu engan sérstakan áhuga á að vinna leikinn heldur að reyna að komast í burtu með markalaust jafntefli og það gerði okkur erfitt fyrir.“ Davíð Þór fylgdist með leikjum FH og Glenovan fyrir nítján árum og hann man ennþá eftir leikjunum tveimur. „Það voru svosem engar ófarir þarna fyrir nítján árum, það var bara Höddi Magg sem klúðraði því,“ sagði Davíð léttur að lokum. Heimir: Tóku sér tíma í allt„Við áttum góða kafla í leiknum og slaka kafla gegn vel skipulögðu liði. Það var sterkt að ná að klára þetta því leikmenn Glenavon gáfu allt í þetta sem þeir áttu,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn. „Ingimundur, Hólmar og Emil Páls breyttu leiknum þegar þeir komu inná og Ingimundur náði að brjóta ísinn. Það var gríðarlegur léttir og við það færðu þeir sig framar sem kom mér á óvart. Þeir fóru úr skipulaginu sem opnaði möguleika fyrir okkur.“ Það var ekki margt í leik þeirra sem kom Heimi á óvart. „Þetta var dæmigert breskt lið, það sem kom mér mest á óvart hvað þeir reyndu mikið að tefja. Þeir lágu mikið í grasinu og tóku sér tíma í allt en þeir eru bara á undirbúningstímabilinu og þurftu kannski að ná andanum.“ Heimir vildi ekki meina að einvígið væri búið. „Það er gríðarlega mikilvægt að vinna þetta 3-0, það er mikill munur með hverju marki í Evrópukeppninni. Við þurfum að spila góðan leik í seinni leiknum en það er gott að vita að eitt mark úti gerir út um einvígið.“ Heimir var ekki tilbúinn að segja blaðamönnum hverju hann hvíslaði í eyra þjálfara Glenavon þegar hann skipti sér inn á völlinn þegar skammt var til leiksloka. „Það er bara á milli þjálfarana,“ sagði Heimir og glotti.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Sjá meira