Lífið

Skilin eftir sex ára hjónaband

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
vísir/getty
Söngkonan Jewel og eiginmaður hennar, kúrekinn Ty Murray, eru skilin eftir sex ára hjónaband. Jewel segir frá þessu á bloggsíðu sinni.

„Það er óneitanlega skrýtið að skrifa þessi orð, sérstaklega þar sem viðfangsefnið er persónulegt. En sannleikurinn er að ég hef lifað mínu lífi í sviðsljósinu síðan ég var nítján ára. Og þó það sé yfirþyrmandi að lifa í sviðsljósinu hef ég notið þeirra forréttinda að geta lifað á orðum mínum, hugsunum, tilfinningum,“ skrifar Jewel.

„Ég og eiginmaður minn, vinur og félagi í sextán ár höfum ákveðið að skilja,“ bætir Jewel við og segir að skilnaðurinn sé í góðu. Jewel og Ty eiga tvo syni saman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.