Lífið

Ryan Gosling hataði Rachel McAdams

Baldvin Þormóðsson skrifar
Aðalleikararnir hafa fengið einróma lof fyrir kynferðislega spennu á skjánum.
Aðalleikararnir hafa fengið einróma lof fyrir kynferðislega spennu á skjánum. vísir/getty
Leikstjóri myndarinnar Notebook, Nick Cassavetes greindi nýlega frá því að samskipti aðalleikara myndarinnar Ryan Gosling og Rachel McAdams hafi ekki gengið eins vel og fólk heldur.

Leikararnir, sem byrjuðu saman eftir að tökur hættu, áttu virkilega erfitt með að leika saman og eins og leikstjórinn orðar það sjálfur hötuðu hvort annað.

Gosling, sem lék vonlausa rómantíkusinn Noah Calhoun í myndinni, bað leikstjórann Cassavetes til þess að finna aðra leikkonu til þess að leika persónuna Allie Hamilton.

Í viðtali við VH-1 segir leikstjórinn frá einu atviki þar sem Gosling og McAdams voru að leika rómantískt atriði en Gosling hættir allt í einu og kallar á leikstjórann, fyrir framan allt tökuliðið.

Ég ætti kannski ekkert að vera að segja þetta, segir Cassavetes. En Ryan spurði mig fyrir framan alla hvort ég gæti fundið aðra leikkonu til þess að leika Allie.

Í kjölfar atviksins voru báðir leikararnir sendir í einn tíma í sambandsráðgjöf þar sem þau rifust heiftarlega en leikstjórinn segir að eftir þetta hafi gengið betur að taka upp.

Ég held að þau hafi bara þurft að rífast smá, eftir þetta gengu tökur betur, segir leikstjórinn. „Gengu ekki fullkomlega, en betur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.