Reiknar ekki með að endurskoða ákvörðun sína Hjörtur Hjartarson skrifar 2. júlí 2014 19:30 Sjávarútvegsráðherra reiknar ekki með að endurskoða ákvörðun sína um að flytja Fiskistofu til Akureyrar þó að í ljós komi að ókostirnir við flutninginn séu fleiri en kostirnir. Hann segir að um sé að ræða stefnumarkandi ákvörðun og í kjölfarið verði hafist handa við að útfæra hana með sem bestum hætti. Ákvörðun sjávarútvegsráðherra hefur mætt töluverðri gagnrýni, meðal annars frá stjórnarliðum og ekki síst hjá starfsmönnum fiskistofu. Ákvörðunin er sögð illa ígrunduð og kostir flutninganna óljósir. Ráðherrann segir hinsvegar að undirbúningur hafi staðið yfir frá því að ríkisstjórnin tók við völdum í fyrra. „Miðað við vinnusóknasvæði Eyjafjarðarsvæðisins og Fiskistofu komust við að því að það væri sú stofnun sem kæmi helst til greina og væri skynsamlegur kostur,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra. En hvaða gögn styðja þessa ákvörðun að réttmætt sé að flytja Fiskistofu norður? „Það eru auðvitað fjölmörg gögn sem hafa sýnt fram á flutning starfa frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins og margar skýrslur sem hafa verið skrifaðar um það.“Engin skýrsla var hinsvegar gerð sem útlistar það með hvaða hætti ætti að flytja fiskistofu norður til Akureyrar. Engin kostnaðaráætlun liggur fyrir né hvaða áhrif flutningurinn kemur til með að hafa á stofnunina, til lengri eða skemmri tíma. Spurningin er því sú hvort réttlætanlegt sé að taka svona ákvörðun áður en fyrrnefnd atriði liggja fyrir? „Þó það sé ekki til sérstök skýrsla um flutning Fiskistofu til Akureyrar þá þekkjum við allar þessar upplýsingar, við þekkjum kostina og gallana. Núna er þetta ferli að fara fram í samstarfi við starfsfólk og forstjóra Fiskistofu og ráðuneytisins með hvaða hætti þetta getur farið fram með hvað skynsamlegastum og bestum hætti fyrir alla, bæði fyrir starfsemina, stofnunina og starfsmennina,“ segir Sigurður. En ef í ljós kemur að ókostirnir við að flytja Fiskistofu til Akureyrar eru fleiri en kostirnir, mun sjávarútvegsráðherra þá hætta við flutninginn? „Ég reikna ekki með því. Þetta er stefnumarkandi ákvörðun um þessi áform og við erum fyrst og fremst að fara yfir það í verkefnisstjórnuninni með hvaða hætti það gert með sem bestum og skynsamlegustum hætti.“ „Þannig að jafnvel þó að ókostirnir séu fleiri en kostirnir þá verður ekki hætt við?“ „Ég á ekki von á því að ókostirnir verði fleiri en kostirnir.“ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Fleiri fréttir Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra reiknar ekki með að endurskoða ákvörðun sína um að flytja Fiskistofu til Akureyrar þó að í ljós komi að ókostirnir við flutninginn séu fleiri en kostirnir. Hann segir að um sé að ræða stefnumarkandi ákvörðun og í kjölfarið verði hafist handa við að útfæra hana með sem bestum hætti. Ákvörðun sjávarútvegsráðherra hefur mætt töluverðri gagnrýni, meðal annars frá stjórnarliðum og ekki síst hjá starfsmönnum fiskistofu. Ákvörðunin er sögð illa ígrunduð og kostir flutninganna óljósir. Ráðherrann segir hinsvegar að undirbúningur hafi staðið yfir frá því að ríkisstjórnin tók við völdum í fyrra. „Miðað við vinnusóknasvæði Eyjafjarðarsvæðisins og Fiskistofu komust við að því að það væri sú stofnun sem kæmi helst til greina og væri skynsamlegur kostur,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra. En hvaða gögn styðja þessa ákvörðun að réttmætt sé að flytja Fiskistofu norður? „Það eru auðvitað fjölmörg gögn sem hafa sýnt fram á flutning starfa frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins og margar skýrslur sem hafa verið skrifaðar um það.“Engin skýrsla var hinsvegar gerð sem útlistar það með hvaða hætti ætti að flytja fiskistofu norður til Akureyrar. Engin kostnaðaráætlun liggur fyrir né hvaða áhrif flutningurinn kemur til með að hafa á stofnunina, til lengri eða skemmri tíma. Spurningin er því sú hvort réttlætanlegt sé að taka svona ákvörðun áður en fyrrnefnd atriði liggja fyrir? „Þó það sé ekki til sérstök skýrsla um flutning Fiskistofu til Akureyrar þá þekkjum við allar þessar upplýsingar, við þekkjum kostina og gallana. Núna er þetta ferli að fara fram í samstarfi við starfsfólk og forstjóra Fiskistofu og ráðuneytisins með hvaða hætti þetta getur farið fram með hvað skynsamlegastum og bestum hætti fyrir alla, bæði fyrir starfsemina, stofnunina og starfsmennina,“ segir Sigurður. En ef í ljós kemur að ókostirnir við að flytja Fiskistofu til Akureyrar eru fleiri en kostirnir, mun sjávarútvegsráðherra þá hætta við flutninginn? „Ég reikna ekki með því. Þetta er stefnumarkandi ákvörðun um þessi áform og við erum fyrst og fremst að fara yfir það í verkefnisstjórnuninni með hvaða hætti það gert með sem bestum og skynsamlegustum hætti.“ „Þannig að jafnvel þó að ókostirnir séu fleiri en kostirnir þá verður ekki hætt við?“ „Ég á ekki von á því að ókostirnir verði fleiri en kostirnir.“
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Fleiri fréttir Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent