Lífið

Louis Vuitton kært fyrir rasísk ummæli verslunarstjóra

Baldvin Þormóðsson skrifar
Hátískumerkið Louis Vuitton hefur verslanir víða um heim.
Hátískumerkið Louis Vuitton hefur verslanir víða um heim. vísir/getty
Fyrrverandi starfsmaður í verslun Louis Vuitton í London hefur kært hátískumerkið vegna ummæla yfirmanns síns sem teljast varla boðleg í nútímasamfélagi.

Oliver Koffi heldur því fram að verslunarstjóri búðarinnar hafi sagt við starfsmann af afrískum uppruna að „svart fólk eru þrælar sem borða drullu af gólfum, á meðal annarra ummæla sem snúa að kynþætti og trú starfsmanna.

Koffi segir að þessi ónefndi yfirmaðurinn hafi sagt hlutina í alvarlegum og köldum tón þó að yfirmaðurinn hafi sagt eftir á að hann hafi verið að grínast.

Samkvæmt fleiri heimildum Fashionista þá hefur þessi tiltekni verslunarstjóri verið vandamál fyrir og að hann hafi látið þau ummæli falla að vörurnar frá Louis Vuitton væru rusl vegna þess að þær eru gerðar í Kína.

Talsmenn Louis Vuitton hafa hingað til ekki tjáð sig vegna málsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.