Lífið

Búlimía er hræðilegur, lamandi sjúkdómur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Söngkonan og dansarinn Nicole Scherzinger er í einlægu viðtali við breska Cosmopolitan. Í því opnar hún sig um baráttu sína við átröskunarsjúkdóminn búlimíu, eða lotugræðgi, þegar hún var meðlimur í hljómsveitinni Pussycat Dolls.

„Út á við lifði ég svo yndislegu lífi, [Pussycat] Dolls voru á hátindi ferilsins en mér leið hræðilega inná við,“ segir Nicole.

„Þetta er svo hræðilegur, lamandi sjúkdómur og þetta var svo dimmur tími. Ég held að enginn í sveitinni né fjölskyldu minni hafi vitað af þessu því ég faldi sjúkdóminn vel. Ég skammaðist mín svo mikið. Ég vissi að þetta var ekki eðlilegt eða heilbrigt því ég var að meiða sjálfa mig með átröskun,“ bætir hún við. Hún gerði ekkert í sínum málum fyrr en leið yfir hana á tónleikaferðalagi.

„Ég byrjaði að missa röddina og gat ekki sungið á tónleikum og síðan man ég eftir því að umboðsmaðurinn minn kom að mér þar sem liðið hafði yfir mig á Möltu eða í Suður-Frakklandi. Ég hugsaði með mér að ég myndi tapa öllu sem ég elskaði ef ég elskaði ekki sjálfa mig. Ég ætla aldrei að leyfa þessu að endurtaka sig. Maður lifir bara einu sinni,“ segir stjarnan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.