Tónlist

Hljómsveitin Oasis í nýju ljósi

Hljómsveitin Oasis endurútgefur eina af sínum vinsælustu plötum.
Hljómsveitin Oasis endurútgefur eina af sínum vinsælustu plötum. Vísir/Getty
Afar sjaldgæfar og áður óheyrðar prufuupptökur verða að finna í nýrri endurútgáfu plötunnar, (What's The Story) Morning Glory? sem hljómsveitin Oasis sendi upphaflega frá sér árið 1995, en gert er ráð fyrir að nýja útgáfan komi út í september.

Platan, (What's The Story) Morning Glory? sem kom út í október árið 1995 og hefur selst í um 22 milljónum eintaka á heimsvísu, verður endurútgefin sem hluti af Chasing The Sun útgáfunni, en fyrsta plata Oasis, Definitely Maybe kom út undir sama heiti eða sömu útgáfu fyrr á árinu og vakti mikla lukku.

Á nýju útgáfu plötunnar eru lögin endurhljómblönduð og masteruð upp á nýtt. Þá verður þar einnig að finna áður óheyrðar prufuupptökur og upptökur frá tónleikum. Áður óséðar ljósmyndir verða einnig að finna í plötubæklingnum og í plötuumslagi. Nýja platan kemur út á formi geisladisks og á vínyl.

(What's The Story) Morning Glory? er önnur plata Oasis en sveitin hefur alls sent frá sér sjö hljóðversplötur og er (What's The Story) Morning Glory? ein sú allra vinsælasta.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×