Lífið

Tvífarar knattspyrnukappanna

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Eins og kunnugt er stendur heimsmeistaramótið í knattspyrnu nú yfir í Brasilíu. Athyglin beinist þó ekki aðeins að fótalipurð knattspyrnukappanna en Fréttablaðið tók saman nokkra leikmenn á mótinu sem eiga sér þekkta tvífara.

Týndi tvíburinn?
Getty/Nordic photos
Landsliðsþjálfari Króata, Niko Kovac, og leikarinn góðkunni Joseph Gordon-Levitt eru óþægilega líkir. 

Grjótharðir
Það þarf nú varla að kynna Chuck Norris til leiks en leikarinn þykir ansi líkur ítalska landsliðsmanninum Andrea Pirlo.

Nýtt atvinnutækifæri?
Leikarinn Shia LaBeouf hefur ekki átt sjö dagana sæla í Hollywood undanfarið. Hann ætti kannski að íhuga að taka að sér starf sem tvífari franska landsliðsmannsins Karims Benzema.

Ljósir og ljúfir
Dawson‘s Creek-drengurinn James Van Der Beek gæti verið eldri bróðir enska landsliðsmarkvarðarins Joe Hart.

Hamskipti
Argentínski miðjumaðurinn Angel Di Maria er kannski af evrópskum ættum en hann er alls ekki ósvipaður tékkneska rithöfundinum Franz Kafka í útliti. 

Tryllt að gera hjá Ted
Guillermo Ochoa, markvörður Mexíkóa, er eins og suður-amerísk útgáfa af Josh Radnor sem fer með hlutverk Teds í sjónvarpsþáttunum vinsælu How I Met Your Mother. Radnor hefur sjálfur komið auga á líkindi þeirra tveggja en hann setti inn færslu á Twitter-síðu sína í síðustu viku þar sem hann sagði það ansi krefjandi að standa á milli stanganna á heimsmeistaramótinu samhliða leikarastarfinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.