Norðmenn fjárfesta í vindorku í Bretlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 1. júlí 2014 17:15 Statoil og Statkraft eiga fyrir vindmyllugarðinn Sheringham Shoal við strönd Norfolk. Statoil/Alan O'Neill. Norsku ríkisfyrirtækin Statoil og Statkraft hafa ákveðið að reisa 67 vindmyllur úti fyrir ströndum Norfolk í Bretlandi. Heildarfjárfestingin nemur um 270 milljörðum íslenskra króna. Þar af verður hlutur Statoil um 100 milljarðar króna, eða 35 prósent, og hlutur Statkraft um 80 milljarðar króna, eða 30 prósent. Einkaaðilar verða með 35 prósent. Vindmyllunum, sem verða 32 kílómetra frá landi á svokölluðu Dudgeon-svæði, er ætlað að framleiða orku sem nægir 410 þúsund breskum heimilum. Hver vindmylla verður sex megavött og uppsett afl því alls 402 megavött. Til samanburðar má geta þess að afl Kárahnjúkavirkjunar er 690 megavött. Uppsetning vindmyllanna á að hefjast árið 2016 og eiga þær að verða komnar í fullan rekstur fyrir árslok 2017. Statoil, sem leiðir verkefnið, segir í yfirlýsingu að fjárfestingin sé í samræmi við þá stefnu fyrirtækisins að hasla sér völl í endurnýjanlegum orkugjöfum í áföngum. Verkefnið muni styrkja stöðu Statoil í Bretlandi. Norsku ríkisfyrirtækin höfðu áður látið reisa 88 vindmyllur á Sheringaham-svæðinu á svipuðum slóðum en nær landi upp á samtals 317 megavött. Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Norsku ríkisfyrirtækin Statoil og Statkraft hafa ákveðið að reisa 67 vindmyllur úti fyrir ströndum Norfolk í Bretlandi. Heildarfjárfestingin nemur um 270 milljörðum íslenskra króna. Þar af verður hlutur Statoil um 100 milljarðar króna, eða 35 prósent, og hlutur Statkraft um 80 milljarðar króna, eða 30 prósent. Einkaaðilar verða með 35 prósent. Vindmyllunum, sem verða 32 kílómetra frá landi á svokölluðu Dudgeon-svæði, er ætlað að framleiða orku sem nægir 410 þúsund breskum heimilum. Hver vindmylla verður sex megavött og uppsett afl því alls 402 megavött. Til samanburðar má geta þess að afl Kárahnjúkavirkjunar er 690 megavött. Uppsetning vindmyllanna á að hefjast árið 2016 og eiga þær að verða komnar í fullan rekstur fyrir árslok 2017. Statoil, sem leiðir verkefnið, segir í yfirlýsingu að fjárfestingin sé í samræmi við þá stefnu fyrirtækisins að hasla sér völl í endurnýjanlegum orkugjöfum í áföngum. Verkefnið muni styrkja stöðu Statoil í Bretlandi. Norsku ríkisfyrirtækin höfðu áður látið reisa 88 vindmyllur á Sheringaham-svæðinu á svipuðum slóðum en nær landi upp á samtals 317 megavött.
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira