Lífið

Vill fleiri börn

Ricky Martin elskar föðurhlutverkið og vill ólmur að fimm ára tvíburasynir hans, Valentino og Matteo, eignist litla systur.

„Mig langar í litla pabbastelpu. Að vera foreldri gerir allt svo miklu betra. Ég er rétt að byrja, mig langar í fleiri börn,“ sagði söngvarinn í viðtali á dögunum.

Martin og fyrrverandi kærasti hans, Carlos Gonzalez Abella, hættu saman í janúar en söngvarinn er staðráðinn í því að finna ástina að nýju og veit algjörlega hvaða týpu hann á að eltast við.

„Ég þarf að finna mér einhvern sem hefur sömu sýn á lífið og ég. Ég er mikill draumóramaður svo ég þarf að finna einhvern sem er aðeins raunsærri, einhvern sem getur bæði hrósað sköpunargleðinni minni en á sama tíma kippt mér niður á jörðina þegar ég er alveg að missa tökin.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.