Lífið

Henti giftingarhringnum í klósettið þegar upp komst um framhjáhaldið

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vísir/Getty
Fyrrverandi Playboy-kanínan Kendra Wilkinson henti giftingarhring sínum í klósettið þegar hún komst að því að eiginmaður hennar, Hank Baskett, hefði haldið framhjá henni með transfyrirsætunni Ava Sabrina, sem vinsæl er á YouTube. Þetta kemur fram í nýjasta hefti tímaritsins Us Weekly.

Kendra hló að sögusögnum um framhjáhaldið fyrst en síðan fór hana að gruna eitthvað misjafnt og kannaði málið betur. 

Samkvæmt heimildum tímaritsins fann hún skringilegar færslur á kreditkorti Hanks og reiddist hún mjög með fyrrgreindum afleiðingum.

Kendra og Hank gengu í það heilaga sumarið 2009. Þau eiga tvö börn saman, Hank IV, fjögurra ára og Alijah Mary sem fæddist um miðjan maí síðastliðinn.

Ava Sabrina.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.