Lífið

Paltrow sem Madonna, Bardot og Fawcett

Gwyneth Paltrow sem Farrah Fawcett.
Gwyneth Paltrow sem Farrah Fawcett. Mynd/skjáskot
Leikkonan Gwyneth Paltrow bregður sér í ný hlutverk í auglýsingarherferð fyrir snyrtivörurisann Max Factor

Herferðin á að hylla frægar stjörnur og nefnist „100 years of Glamour" þar sem Paltrow er förðuð og stíliseruð sem Madonna, Farrah Fawcett, Audrey Hepburn og Birgit Bardot. Það er ákveðinn glamúr yfir myndunum sem má sjá allar hér

Paltrow sækir annars þessa dagana ráðgjöf um hvernig megi skilja á meðvitaðan hátt (e.consious uncoupling) en hún og söngvarinn Chris Martin ganga nú í gegnum skilnað eftir tíu ára samband. .






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.