Lífið

Innilegar í eftirpartíi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Fyrirsætan Amber Rose og tónlistarkonan Courtney Love voru heldur betur innilegar í eftirpartíi eftir BET-verðlaunahátíðina á sunnudagskvöldið.

Amber birti fjöldan allan af myndum á Instagram úr teitinu, þar á meðal eina þar sem hún kyssir fyrrnefnda Courtney beint á munninn.

„Þannig að ég og @courtneylove keluðum í kvöld. Epískt!“ skrifar Amber við myndina. Rúmlega 46 þúsund manns eru búnir að lika við myndina.

Courtney og Amber með Paris Hilton.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.