Volvo selur kínverska framleiðslu í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 2. júlí 2014 16:15 Lengri gerð Volvo S60 sem fær stafinn L í endann. Þó að engir kínverskir bílar séu til sölu í Bandaríkjunum nú er ekki þar með sagt að engir bílar frá Kína verði þar brátt til sölu. Volvo ætlar á næsta ári að framleiða lengri gerð hins vinsæla Volvo S60 bíls í Kína og flytja hluta framleiðslunnar til sölu í Bandaríkjunum. Reyndar stendur til að gera þetta með fleiri bílgerðir og að flytja þá til fleiri landa. Á næsta ári er einmitt líklegt að þeir Volvo XC90 bílar sem seldir verði í Rússlandi verði einnig framleiddir í Kína. Stærsta ástæðan fyrir því að selja kínversk framleidda bíla í Bandaríkjunum er sú að gengi dollarans gangvart kínverska yuaninu er hagstæðara og stöðugra en gagnvart sænsku krónunni. Volvo hræðist mjög skyndilegar gengissveiflur og er með þessu að koma í veg fyrir þær. Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður
Þó að engir kínverskir bílar séu til sölu í Bandaríkjunum nú er ekki þar með sagt að engir bílar frá Kína verði þar brátt til sölu. Volvo ætlar á næsta ári að framleiða lengri gerð hins vinsæla Volvo S60 bíls í Kína og flytja hluta framleiðslunnar til sölu í Bandaríkjunum. Reyndar stendur til að gera þetta með fleiri bílgerðir og að flytja þá til fleiri landa. Á næsta ári er einmitt líklegt að þeir Volvo XC90 bílar sem seldir verði í Rússlandi verði einnig framleiddir í Kína. Stærsta ástæðan fyrir því að selja kínversk framleidda bíla í Bandaríkjunum er sú að gengi dollarans gangvart kínverska yuaninu er hagstæðara og stöðugra en gagnvart sænsku krónunni. Volvo hræðist mjög skyndilegar gengissveiflur og er með þessu að koma í veg fyrir þær.
Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður