Lífið

Chelsea Handler skoðaði Gullfoss

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Sjónvarpsþáttastjórnandinn Chelsea Handler var á Íslandi um síðustu helgi ef marka má mynd á Twitter-síðu hennar.

Á myndinni sést hún stilla sér upp fyrir framan Gullfoss með vínflöskur í höndunum.

Chelsea stjórnar spjallþættinum Chelsea Lately á sjónvarpsstöðinni E! og er besta vinkona leikkonunnar Jennifer Aniston.

Samningur Chelsea við E! rennur út í haust og hyggur hún á að vera með sína eigin þætti á Netflix í framhaldinu.

Ekki er ljóst hvort Chelsea var hér í afslöppun eða vinnuferð en hugsanlega mun hún segja frá því í sjónvarpsþætti sínum á næstunni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.