1.965 nýir bílar í júní Finnur Thorlacius skrifar 1. júlí 2014 10:07 Bílasala er góð það sem af er ári, enda endurnýjunarþörf brýn. Sala á nýjum fólksbílum frá 1. til 30. júní jókst um 33,9% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili eru 1.965 stk. á móti 1.468 í sama mánuði 2013. Er það aukning um 497 bíla. Samtals hafa verið skráðir 6.377 fólksbílar á fyrstu sex mánuðum ársins og er það 31,9% aukning frá fyrra ári. Til samanburðar þá voru nýskráðir fólksbílar allt árið 2009 aðeins 2.020 stk. Salan nýrra bíla hefur verið mjög góð það sem af er ári sem og sala notaðra bíla. Samkvæmt bílasölum innan Bílgreinasambandsins vantar nýlega bíla á söluskrá en það skýrist fyrst og fremst af lítilli sölu nýrra bíla á árunum eftir bankahrun. „Aukningin í bílasölu er að miklu leiti í sölu til einstaklinga og fyrirtækja og reiknum við með áframhaldandi vexti í nýskráningum enda var endurnýjunarþörfin orðin brýn. Svo eðlileg endurnýjun eigi sér stað á bílaflota landsmanna þarf að nýskrá á bilinu 12-14þús fólksbíla á ári“, segir Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent
Sala á nýjum fólksbílum frá 1. til 30. júní jókst um 33,9% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili eru 1.965 stk. á móti 1.468 í sama mánuði 2013. Er það aukning um 497 bíla. Samtals hafa verið skráðir 6.377 fólksbílar á fyrstu sex mánuðum ársins og er það 31,9% aukning frá fyrra ári. Til samanburðar þá voru nýskráðir fólksbílar allt árið 2009 aðeins 2.020 stk. Salan nýrra bíla hefur verið mjög góð það sem af er ári sem og sala notaðra bíla. Samkvæmt bílasölum innan Bílgreinasambandsins vantar nýlega bíla á söluskrá en það skýrist fyrst og fremst af lítilli sölu nýrra bíla á árunum eftir bankahrun. „Aukningin í bílasölu er að miklu leiti í sölu til einstaklinga og fyrirtækja og reiknum við með áframhaldandi vexti í nýskráningum enda var endurnýjunarþörfin orðin brýn. Svo eðlileg endurnýjun eigi sér stað á bílaflota landsmanna þarf að nýskrá á bilinu 12-14þús fólksbíla á ári“, segir Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent