Lífið

Kim búin að fara tvisvar í bíó síðan á sunnudag

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vísir/Getty
DV sagði frá því í gær að raunveruleikastjarnan Kim Kardashian West, eiginmaður hennar, rapparinn Kanye West og dóttir þeirra North, sem nýverið varð eins árs, hefðu lent á Reykjavíkurflugvelli á sunnudagsmorgun. Samkvæmt heimildum DV ætlaði parið meðal annars að heimsækja Bláa lónið.

Það er líklegast borin von að Kim sé hér á landi ef marka má meðfylgjandi myndir.

Kim yfirgefur kvikmyndahús í New York á sunnudagskvöldið.
Kim fór nefnilega í bíó með Malika Haqq, bestu vinkonu systur Kim, Khloe, á sunnudag í South Hampton í New York.

Kim sá kvikmyndina The Fault in Our Stars en þegar myndinni lauk var Kim fljót að tísta um hve hrifin hún var af þessari rómantísku mynd.

Í gær fór hún síðan í hádegismat í South Hampton með systur sinni, Kourtney, sem gengur með sitt þriðja barn. Kim hefur greinilega talað mikið um fyrrnefnda kvikmynd því í gærkvöldi skellti hún sér aftur í bíó á myndina, ásamt systrum sínum Khloe og Kourtney og móður sinni Kris Jenner. Aftur tísti Kim um bíóferðina.

Í hádegismat í New York í gærdag.
Kanye var ekki með í för enda er hann á tónleikaferðalagi um heiminn. Hann skemmti á Bravalla-hátíðinni í Svíþjóð á laugardag og treður upp í Dyflinni á Írlandi annað kvöld.

Rapparinn gæti því verið á Íslandi enda stutt flug frá Svíþjóð til Íslands og aftur tiltölulega stutt að ferðast frá Íslandi til Írlands.

Aftur mætt í bíó í New York í gær.
Kris (vinstra megin) fer í bíó.
Khloe fer í bíó.
Kourtney fer í bíó.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.