Talsmaður Malaysia Airlines sagði nú fyrir stundu að enn eigi eftir að ákvarða þjóðerni fjögurra farþega vélarinnar MH17 sem var skotin niður í austurhluta Úkraínu í gær. Alls fórust 298 í ódæðinu, 283 farþegar og fimmtán áhafnarmeðlimir.
Að sögn voru 189 farþegar vélarinnar voru Hollendingar, 29 Malasar, 27 Ástralir, tólf Indónesar, níu Bretar, fjórir Belgar, fjórir Þjóðverjar, þrír Filippseyingar, einn Nýsjálendingur og einn Kanadamaður.
Einar Gunnarsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að engar vísbendingar hefðu borist um að Íslendingur hafi verið um borð í vélinni.
Erlent