Sport

Gunnar negldi þyngdina

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gunnar Nelson berst gegn Zak Cummings annað kvöld.
Gunnar Nelson berst gegn Zak Cummings annað kvöld. vísir/getty
Gunnar Nelson var vigtaður í dag fyrir UFC-bardaga sinn gegn Bandaríkjamanninum ZakCummings í O2-höllini í Dyflinni annað kvöld.

Rúmlega 5.000 manns fylltu höllina í dag til að fylgjast með vigtuninni og varð allt vitlaust þegar Gunnar gekk í salinn.

Írland er annað heimili Gunnars, en þar hefur hann æft lengi og lauk hann æfingabúðum sínum fyrir bardagann annað kvöld í Dyflinni. Hann nýtur gríðarlega vinsælda í Írlandi.

Gunnar var 170,5 pund sem gerir 77,1 kg en kapparnir mega vera 77,5 kg í veltivigtinni. Zak Cummings var vigtaður 171 pund eða rétt ríflega 77,5 kg.

Mestu lætin urðu þó þegar heimamaðurinn ConorMcGregor gekk í salinn, en hann er algjör ofurstjarna í Írlandi.

Hann spilaði vel með fólkið í stúkunni, lét öllum illum látum, reif hljóðnemann af kynninum og hótaði að afhausa andstæðing sinn annað kvöld.

Gunnar Nelson mætir Zak Cummings í Dublin á laugardagskvöld.  Þessi stórbardagi verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 19:00.  Fáðu þér áskrift á www.365.is.

MMA

Tengdar fréttir

Gunnar gríðarlega vinsæll í Írlandi

Gunnar Nelson er gríðarlega vinsæll í Dublin þar sem bardagakvöld UFC fer fram á laugaradaginn. Búast má við að aðdáendurnir í Dublin verði á bandi Gunnars þegar hann berst gegn Zak Cummings.

UFC Dublin: Áætlað að 350 milljónir manns horfi á laugardaginn

Blaðamannafundur UFC fyrir bardagana hér í Dublin var að ljúka þar sem allt snérist um Conor McGregor. Írinn skemmtilegi mætir Diego Brandao í síðasta bardaga kvöldsins en Gunnar Nelson og Zak Cummings eru í næstsíðasta bardaga kvöldsins.

Gunnar: Má ekki vanvirða andstæðinginn

Gunnar Nelson var í viðtali hjá Valtýri Birni Valtýssyni í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann ræddi bardagann á laugardaginn gegn Zak Cummings.

Er ekki smeykur en er alltaf á varðbergi

Faðir Gunnars, Haraldur Dean Nelson er ekki hræddur um strákinn sinn í hringnum en þó á varðbergi. Þá fagnar hann því að fordómar gagnvart íþróttinni fari minnkandi.

Upphitun fyrir bardaga Gunnars og Cummings | Myndband

Eftir viku mætast þeir Gunnar Nelson og Bandaríkjamaðurinn Zak Cummings á UFC bardagakvöldi í O2 Arena í Dublin. Bardaginn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl. 19:00.

Bakvið tjöldin fyrir síðasta bardaga Gunnars

Gunnar Nelson berst sinn fjórða UFC bardaga á laugardaginn þegar hann mætir Bandaríkjamanninum Zak Cummings. Vísir mun fylgja Gunnari vel eftir í aðdraganda bardagans líkt og síðast.

Gunnar með sérhannaðan góm á laugardaginn

Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, birti í dag mynd af gómnum sem Gunnar Nelson mun nota í bardagnum á laugardaginn en gómurinn er sérhannaður fyrir Gunnar.

Uppselt á vigtunina í dag

Áhuginn fyrir UFC-kvöldinu í Dublin á morgun er með hreinum ólíkindum. Í dag verða kapparnir vigtaðir og í fyrsta sinn var selt inn á viðburðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×