Pútín og Merkel hvetja til vopnahlés í Úkraínu Atli Ísleifsson skrifar 18. júlí 2014 13:50 Pútín vildi ekki tjá sig um upplýsingar um að aðskilnaðarsinnar á bandi Rússa beri ábyrgð á ódæðinu. Vísir/AFP Vladimír Pútín Rússlandsforseti hvetur nú bæði úkraínska stjórnarherinn og aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu til að leggja niður vopn og hefja friðarviðræður sem fyrst. „Það verður að koma á friði í Úkraínu eins fljótt og auðið er,“ segir Pútín. Pútín sagðist hafa miklar áhyggjur af atburðunum í Úkraínu. „Þetta er skelfilegt. Þetta er harmleikur,“ segir í frétt RTE. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði fyrr í dag að rússnesk stjórnvöld yrðu leggja sitt að mörkum til að flýta friðarferlinu í Úkraínu. Sagði Merkel að vopnahlé væri nauðsynlegt til að hægt væri að rannsaka atburðinn þegar MH17 vél Malaysian Airlines var skotin niður um miðjan dag í gær. Merkel sagði það of snemmt að taka ákvörðun um hvort herða ætti viðskipaþvinganir gegn Rússum. Sagði hún að margt benti til þess að vélin hafi verið skotið niður og að allir þeir sem ábyrgð bæru yrðu látnir svara til saka. Á fréttavef Reuters segir Merkel að atburðirnir hafi enn og aftur sýnt fram á að nauðsynlegt sé að ná pólitískri lausn og að Rússar beri ábyrgð á atburðum þeim sem eiga sér stað í Úkraínu nú um stundir. Pútín sakaði í gær úkraínsk stjórnvöld um að bera ábyrgð á ódæði gærdagsins þar sem það hafi átt sér stað í úkraínsku loftrými. Hann hefur jafnframt sakað Úkraínumenn um að bera ábyrgð á ófriðinum í landinu. Pútín tjáði sig ekki um þær upplýsingar að aðskilnaðarsinnar á bandi Rússlandsstjórnar hafi fengið vopn frá Rússum sem hafi verið notuð til að granda farþegavélinni þar sem 298 farþegar og áhafnarmeiðlimir létu lífið. Úkraínustjórn hefur farið fram á að alþjóðlegt teymi verði fengið til að rannsaka atburðinn og hefur Bandaríkjastjórn tilkynnt að hún sé reiðubúin að koma að slíkri rannsókn. MH17 Tengdar fréttir Segjast í símtali hafa skotið niður flugvél Leyniþjónusta Úkraínu hefur gefið út hljóðupptökur, þar sem aðskilnaðarsinnar eru sagðir viðurkenna að skjóta malasísku farþegaflugvélina niður. 18. júlí 2014 08:30 Þjóðarleiðtogar votta samúð sína vegna malasísku flugvélarinnar Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, segir aðskilnaðarsinna í skjóli Rússa bera ábyrgð á ástandinu. 18. júlí 2014 07:00 Fjölmargir starfsmenn WHO voru um borð í vélinni Um hundrað farþega í MH17 voru á leið á rástefnu um alnæmi sem haldin er í Ástralíu. 18. júlí 2014 10:10 Þjóðarsorg í Hollandi Hollendingar eru í áfalli vegna dauða 173 Hollendinga sem fórust þegar MH17 var skotin niður í austurhluta Úkraínu í gær. 18. júlí 2014 10:42 Harmleikurinn í Úkraínu Flugvélin var af gerðinni Boeing 777 á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur þegar hún hvarf af ratsjám. 298 týndu lífi. 18. júlí 2014 12:12 Mesta hörmung í flugsögu Hollands Forsætisráðherra Úkraínu fullyrðir að rússneskir hryðjuverkamenn hafi skotið farþegaþotu Malaysina flugfélagsins niður. Forsætisráðherra Hollands krefst ítarlegra alþjóðlegrar rannsóknar. 18. júlí 2014 12:20 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Vladimír Pútín Rússlandsforseti hvetur nú bæði úkraínska stjórnarherinn og aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu til að leggja niður vopn og hefja friðarviðræður sem fyrst. „Það verður að koma á friði í Úkraínu eins fljótt og auðið er,“ segir Pútín. Pútín sagðist hafa miklar áhyggjur af atburðunum í Úkraínu. „Þetta er skelfilegt. Þetta er harmleikur,“ segir í frétt RTE. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði fyrr í dag að rússnesk stjórnvöld yrðu leggja sitt að mörkum til að flýta friðarferlinu í Úkraínu. Sagði Merkel að vopnahlé væri nauðsynlegt til að hægt væri að rannsaka atburðinn þegar MH17 vél Malaysian Airlines var skotin niður um miðjan dag í gær. Merkel sagði það of snemmt að taka ákvörðun um hvort herða ætti viðskipaþvinganir gegn Rússum. Sagði hún að margt benti til þess að vélin hafi verið skotið niður og að allir þeir sem ábyrgð bæru yrðu látnir svara til saka. Á fréttavef Reuters segir Merkel að atburðirnir hafi enn og aftur sýnt fram á að nauðsynlegt sé að ná pólitískri lausn og að Rússar beri ábyrgð á atburðum þeim sem eiga sér stað í Úkraínu nú um stundir. Pútín sakaði í gær úkraínsk stjórnvöld um að bera ábyrgð á ódæði gærdagsins þar sem það hafi átt sér stað í úkraínsku loftrými. Hann hefur jafnframt sakað Úkraínumenn um að bera ábyrgð á ófriðinum í landinu. Pútín tjáði sig ekki um þær upplýsingar að aðskilnaðarsinnar á bandi Rússlandsstjórnar hafi fengið vopn frá Rússum sem hafi verið notuð til að granda farþegavélinni þar sem 298 farþegar og áhafnarmeiðlimir létu lífið. Úkraínustjórn hefur farið fram á að alþjóðlegt teymi verði fengið til að rannsaka atburðinn og hefur Bandaríkjastjórn tilkynnt að hún sé reiðubúin að koma að slíkri rannsókn.
MH17 Tengdar fréttir Segjast í símtali hafa skotið niður flugvél Leyniþjónusta Úkraínu hefur gefið út hljóðupptökur, þar sem aðskilnaðarsinnar eru sagðir viðurkenna að skjóta malasísku farþegaflugvélina niður. 18. júlí 2014 08:30 Þjóðarleiðtogar votta samúð sína vegna malasísku flugvélarinnar Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, segir aðskilnaðarsinna í skjóli Rússa bera ábyrgð á ástandinu. 18. júlí 2014 07:00 Fjölmargir starfsmenn WHO voru um borð í vélinni Um hundrað farþega í MH17 voru á leið á rástefnu um alnæmi sem haldin er í Ástralíu. 18. júlí 2014 10:10 Þjóðarsorg í Hollandi Hollendingar eru í áfalli vegna dauða 173 Hollendinga sem fórust þegar MH17 var skotin niður í austurhluta Úkraínu í gær. 18. júlí 2014 10:42 Harmleikurinn í Úkraínu Flugvélin var af gerðinni Boeing 777 á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur þegar hún hvarf af ratsjám. 298 týndu lífi. 18. júlí 2014 12:12 Mesta hörmung í flugsögu Hollands Forsætisráðherra Úkraínu fullyrðir að rússneskir hryðjuverkamenn hafi skotið farþegaþotu Malaysina flugfélagsins niður. Forsætisráðherra Hollands krefst ítarlegra alþjóðlegrar rannsóknar. 18. júlí 2014 12:20 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Segjast í símtali hafa skotið niður flugvél Leyniþjónusta Úkraínu hefur gefið út hljóðupptökur, þar sem aðskilnaðarsinnar eru sagðir viðurkenna að skjóta malasísku farþegaflugvélina niður. 18. júlí 2014 08:30
Þjóðarleiðtogar votta samúð sína vegna malasísku flugvélarinnar Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, segir aðskilnaðarsinna í skjóli Rússa bera ábyrgð á ástandinu. 18. júlí 2014 07:00
Fjölmargir starfsmenn WHO voru um borð í vélinni Um hundrað farþega í MH17 voru á leið á rástefnu um alnæmi sem haldin er í Ástralíu. 18. júlí 2014 10:10
Þjóðarsorg í Hollandi Hollendingar eru í áfalli vegna dauða 173 Hollendinga sem fórust þegar MH17 var skotin niður í austurhluta Úkraínu í gær. 18. júlí 2014 10:42
Harmleikurinn í Úkraínu Flugvélin var af gerðinni Boeing 777 á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur þegar hún hvarf af ratsjám. 298 týndu lífi. 18. júlí 2014 12:12
Mesta hörmung í flugsögu Hollands Forsætisráðherra Úkraínu fullyrðir að rússneskir hryðjuverkamenn hafi skotið farþegaþotu Malaysina flugfélagsins niður. Forsætisráðherra Hollands krefst ítarlegra alþjóðlegrar rannsóknar. 18. júlí 2014 12:20