Erlent

Dramatískar myndir: 298 fórust í Úkraínu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hermaður úr röðum aðskilnaðarsinna heldur uppi tuskudúkku úr braki flugvélarinnar.
Hermaður úr röðum aðskilnaðarsinna heldur uppi tuskudúkku úr braki flugvélarinnar. Vísir/AFP
Fjórum mánuðum eftir hvarf malasískrar vélar yfir Indlandshafi fórst Boeing 777 vél Malaysia Airlines í Úkraínu síðdegis í gær. Allir 298 innanborðs, 283 farþegar og 15 áhafnarmeðlimir, fórust.

Opinber yfirvöld í Úkraínu og Bandaríkjunum telja að vélinni hafi verið grandað með rússneskum flugskeytum. Harmleikurinn bætir olíu á eldfimt ástand í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar og Úkraínumenn hafa barist undanfarna mánuði.

Hér að neðan má sjá myndir sem ljósmyndarar AFP hafa tekið í Úkraínu og Hollandi í dag. Langstærstur hluti farþeganna eða 189 voru Hollendingar. Vélin var á leiðinni frá Amsterdam til Kuala Lumpur.

Hluti af braki flugvélarinnar í austurhluta Úkraínu.Vísir/AFP
Hermaður úr röðum aðskilnaðarsinna stendur vaktina við brak úr flugvélinni.Vísir/AFP
Konungshjónin í Hollandi skrifa nöfn sín í minningarbók vegna harmleiksins. Meirihluti farþeganna í flugvélinni var af hollensku bergi brotinn.Vísir/AFP
Úkraínskir námuverkamenn aðstoða við leitina að líkum farþeganna á akri.Vísir/AFP
Blóm og mynd af einum farþeganna á flugvellinum í Schiphol í Hollandi.Vísir/AFP
Almennir borgarar í Úkraínu aka framhjá braki.Vísir/AFP
Almennur borgari tekur mynd á síma sinn af brakinu úr flugvélinni.Vísir/AFP
Fólk kom saman á Schiphol flugvellinum í Amsterdam í dag og minntist hinna látnu.Vísir/AFP

Tengdar fréttir

Farþegi tók mynd af vélinni fyrir flugtak

Hollenskur farþegi sem var um borð í Boeing-777 vél Malaysia Airlines, tók mynd af vélinni áður en hann fór um borð og skrifaði: "Ef hún týnist, lítur hún svona út.“

Enn fjölgar í hópi látinna Hollendinga

189 Hollendingar hið minnsta létust þegar MH17 var skotin niður í Úkraínu í gær. Enn á eftir að ákvarða þjóðerna fjögurra farþega.

Pútín og Merkel hvetja til vopnahlés í Úkraínu

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hvetur nú bæði úkraínska stjórnarherinn og aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu til að leggja niður vopn og hefja friðarviðræður sem fyrst.

Þjóðerni hluta farþeganna staðfest

Staðfest hefur verið að um borð í Boeing 777 flugvél Malaysia Airlines sem fórst yfir austurhluta Úkraínu í dag voru 154 Hollendingar. Einnig er ljóst að um borð voru 27 Ástralir, 23 Malasar, 11 Indónesar, 6 Bretar, 4 Þjóðverjar, 4 Belgar, 3 Filippseyingar, 1 Kanadamaður.

Þjóðarsorg í Hollandi

Hollendingar eru í áfalli vegna dauða 173 Hollendinga sem fórust þegar MH17 var skotin niður í austurhluta Úkraínu í gær.

Harmleikurinn í Úkraínu

Flugvélin var af gerðinni Boeing 777 á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur þegar hún hvarf af ratsjám. 298 týndu lífi.

Farþegaþota með 295 farþegum innanborðs hrapar í Úkraínu

Boeing-vél malasíska flugfélagsins Malaysian Airlines á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur var skotin niður á landamærum Úkraínu og Rússlands, samkvæmt heimildum Interfax. 295 farþegar voru um borð og eru allir taldir af.

Mesta hörmung í flugsögu Hollands

Forsætisráðherra Úkraínu fullyrðir að rússneskir hryðjuverkamenn hafi skotið farþegaþotu Malaysina flugfélagsins niður. Forsætisráðherra Hollands krefst ítarlegra alþjóðlegrar rannsóknar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×