Erlent

Biden segir vélina hafa verið skotna niður

Randver Kári Randversson skrifar
Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna.
Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP
Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, segir að flugvél Malaysia Airlines  sem fórst yfir austurhluta Úkraínu hafa verið skotna niður. Á vef Guardian er haft eftir Biden að harmleikurinn í Úkraínu í dag væri ekki slys, heldur hafi vélin verið skotin niður.

Jafnramt sagðist Biden í samtali við Porosjenko Úkraínuforseta hafa boðið fram aðstoð bandarískra yfirvalda við rannsókn málsins. Hann lagði áherslu á mikilvægi þess að komast að sannleikanum í málinu, sem gæti haft afdrifaríkar afleiðingar, umfram það sem þegar væri orðið.  

Bandarískir embættismenn sögðust fyrr í kvöld hafa undir höndum gögn frá leyniþjónustu Bandaríkjanna sem staðfesta að vélin hafi verið skotin niður með flugskeyti. Þó hefur ekki tekist að  ákvarða hvaðan flugskeytinu var skotið. Úkraínumenn hafa sakað aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins um að hafa skotið niður vélina en þeir hafa neitað sök


Tengdar fréttir

Farþegi tók mynd af vélinni fyrir flugtak

Hollenskur farþegi sem var um borð í Boeing-777 vél Malaysia Airlines, tók mynd af vélinni áður en hann fór um borð og skrifaði: "Ef hún týnist, lítur hún svona út.“

Þjóðerni hluta farþeganna staðfest

Staðfest hefur verið að um borð í Boeing 777 flugvél Malaysia Airlines sem fórst yfir austurhluta Úkraínu í dag voru 154 Hollendingar. Einnig er ljóst að um borð voru 27 Ástralir, 23 Malasar, 11 Indónesar, 6 Bretar, 4 Þjóðverjar, 4 Belgar, 3 Filippseyingar, 1 Kanadamaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×