Farþegar Malaysian flugvélarinnar af mörgum þjóðernum Heimir Már Pétursson skrifar 17. júlí 2014 19:43 Tvö hundruð níutíu og fimm manns fórust þegar farþegaflugvél Malaysian flugfélagsins hrapaði skammt frá landamærum Úkraínu og Rússlands í dag. Talið er fullvíst að flugvélin hafi verið skotin niður. Tuttugu og sjö Hollendingar voru um borð í flugvélinni og að minnsta kosti 150 Kínverjar. Við vörum við myndum sem fylgja þessari frétt. Flugvélin sem var af gerðinni Boeing 777 var á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur þegar hún hvarf af ratsjá flugumferðarstjórnar í Úkraínu. Mailysian flugfélagið greindi fyrst frá þessu á Twitter síðu sinni um klukkan hálf fjögur í dag. Í fréttatilkynningu sem flugfélagið birti síðan á Twitter og á heimasíðu sinni klukkan tuttugu mínútur í fimm segir að samband við flugvélina hafi rofnað klukkan korter yfir tvö í dag þegar hún var í 10 kílómetra hæð um 50 kílómetra frá landamærum Rússlands og Úkraínu, skammt frá Donetsk héraði í austurhluta landsins. Sky fréttastofan segir af 280 farþegum hafi 27 verið frá Hollandi og að minnsta kosti 150 frá Kína. Og fullyrt era ð 23 farþeganna hafi verið frá bandaríkjunum. Flugvélin fór frá Schipol flugvelli í Amsterdam klukkan korter yfir tíu í morgun og var væntanleg til Kuala Lumpur upp úr klukkan tíu í kvöld. Auk farþeganna 280 var 15 manna áhöfn um borð í flugvélinni. Talið er fullvíst að flugvélin hafi verið skotin niður með BUK flugskeyti sem Rússar framleiða og úkraínski herinn hefur einnig yfir að ráða. Þá er talið fullvíst að uppreisnarmenn í austurhluta Úkraínu hafi einnig slík skeyti í vopnabúri sínu. Rússnesk stjórnvöld lýstu fljótlega yfir að þau bæru ekki ábyrgð á því að flugvélinni var grandað og úkraínska sjónvarpið fullyrti að uppreisnarmenn hefðu skotið flugskeytinu sem grandaði flugvélinni. Vegfarandi náði fyrstu myndunum af reyk frá braki flugvélarinnar en töluvert af því hefur fundist sem og líkamsleifar fólksins sem var um borð. Aðeins eru liðnir rúmir fjórir mánuðir frá því flugvél sömu tegundar, Boeing 777 frá Malaysian flugfélaginu á leið frá Kuala Lumpur hinn 8. mars, hvarf af ratsjá með 239 manns innanborðs og hefur ekkert til hennar spurst síðan. Mjög róstursamt hefur verið í austurhluta Úkraínu undanfarna mánuði og hafa uppreisnarmenn skotið niður flugvélar og þyrlur stjórnarhersins. Búið er að beina allri flugumferð frá átakasvæðinu eftir að flugvél Malaysian hrapaði í dag. MH17 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Sjá meira
Tvö hundruð níutíu og fimm manns fórust þegar farþegaflugvél Malaysian flugfélagsins hrapaði skammt frá landamærum Úkraínu og Rússlands í dag. Talið er fullvíst að flugvélin hafi verið skotin niður. Tuttugu og sjö Hollendingar voru um borð í flugvélinni og að minnsta kosti 150 Kínverjar. Við vörum við myndum sem fylgja þessari frétt. Flugvélin sem var af gerðinni Boeing 777 var á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur þegar hún hvarf af ratsjá flugumferðarstjórnar í Úkraínu. Mailysian flugfélagið greindi fyrst frá þessu á Twitter síðu sinni um klukkan hálf fjögur í dag. Í fréttatilkynningu sem flugfélagið birti síðan á Twitter og á heimasíðu sinni klukkan tuttugu mínútur í fimm segir að samband við flugvélina hafi rofnað klukkan korter yfir tvö í dag þegar hún var í 10 kílómetra hæð um 50 kílómetra frá landamærum Rússlands og Úkraínu, skammt frá Donetsk héraði í austurhluta landsins. Sky fréttastofan segir af 280 farþegum hafi 27 verið frá Hollandi og að minnsta kosti 150 frá Kína. Og fullyrt era ð 23 farþeganna hafi verið frá bandaríkjunum. Flugvélin fór frá Schipol flugvelli í Amsterdam klukkan korter yfir tíu í morgun og var væntanleg til Kuala Lumpur upp úr klukkan tíu í kvöld. Auk farþeganna 280 var 15 manna áhöfn um borð í flugvélinni. Talið er fullvíst að flugvélin hafi verið skotin niður með BUK flugskeyti sem Rússar framleiða og úkraínski herinn hefur einnig yfir að ráða. Þá er talið fullvíst að uppreisnarmenn í austurhluta Úkraínu hafi einnig slík skeyti í vopnabúri sínu. Rússnesk stjórnvöld lýstu fljótlega yfir að þau bæru ekki ábyrgð á því að flugvélinni var grandað og úkraínska sjónvarpið fullyrti að uppreisnarmenn hefðu skotið flugskeytinu sem grandaði flugvélinni. Vegfarandi náði fyrstu myndunum af reyk frá braki flugvélarinnar en töluvert af því hefur fundist sem og líkamsleifar fólksins sem var um borð. Aðeins eru liðnir rúmir fjórir mánuðir frá því flugvél sömu tegundar, Boeing 777 frá Malaysian flugfélaginu á leið frá Kuala Lumpur hinn 8. mars, hvarf af ratsjá með 239 manns innanborðs og hefur ekkert til hennar spurst síðan. Mjög róstursamt hefur verið í austurhluta Úkraínu undanfarna mánuði og hafa uppreisnarmenn skotið niður flugvélar og þyrlur stjórnarhersins. Búið er að beina allri flugumferð frá átakasvæðinu eftir að flugvél Malaysian hrapaði í dag.
MH17 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent