Farþegar Malaysian flugvélarinnar af mörgum þjóðernum Heimir Már Pétursson skrifar 17. júlí 2014 19:43 Tvö hundruð níutíu og fimm manns fórust þegar farþegaflugvél Malaysian flugfélagsins hrapaði skammt frá landamærum Úkraínu og Rússlands í dag. Talið er fullvíst að flugvélin hafi verið skotin niður. Tuttugu og sjö Hollendingar voru um borð í flugvélinni og að minnsta kosti 150 Kínverjar. Við vörum við myndum sem fylgja þessari frétt. Flugvélin sem var af gerðinni Boeing 777 var á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur þegar hún hvarf af ratsjá flugumferðarstjórnar í Úkraínu. Mailysian flugfélagið greindi fyrst frá þessu á Twitter síðu sinni um klukkan hálf fjögur í dag. Í fréttatilkynningu sem flugfélagið birti síðan á Twitter og á heimasíðu sinni klukkan tuttugu mínútur í fimm segir að samband við flugvélina hafi rofnað klukkan korter yfir tvö í dag þegar hún var í 10 kílómetra hæð um 50 kílómetra frá landamærum Rússlands og Úkraínu, skammt frá Donetsk héraði í austurhluta landsins. Sky fréttastofan segir af 280 farþegum hafi 27 verið frá Hollandi og að minnsta kosti 150 frá Kína. Og fullyrt era ð 23 farþeganna hafi verið frá bandaríkjunum. Flugvélin fór frá Schipol flugvelli í Amsterdam klukkan korter yfir tíu í morgun og var væntanleg til Kuala Lumpur upp úr klukkan tíu í kvöld. Auk farþeganna 280 var 15 manna áhöfn um borð í flugvélinni. Talið er fullvíst að flugvélin hafi verið skotin niður með BUK flugskeyti sem Rússar framleiða og úkraínski herinn hefur einnig yfir að ráða. Þá er talið fullvíst að uppreisnarmenn í austurhluta Úkraínu hafi einnig slík skeyti í vopnabúri sínu. Rússnesk stjórnvöld lýstu fljótlega yfir að þau bæru ekki ábyrgð á því að flugvélinni var grandað og úkraínska sjónvarpið fullyrti að uppreisnarmenn hefðu skotið flugskeytinu sem grandaði flugvélinni. Vegfarandi náði fyrstu myndunum af reyk frá braki flugvélarinnar en töluvert af því hefur fundist sem og líkamsleifar fólksins sem var um borð. Aðeins eru liðnir rúmir fjórir mánuðir frá því flugvél sömu tegundar, Boeing 777 frá Malaysian flugfélaginu á leið frá Kuala Lumpur hinn 8. mars, hvarf af ratsjá með 239 manns innanborðs og hefur ekkert til hennar spurst síðan. Mjög róstursamt hefur verið í austurhluta Úkraínu undanfarna mánuði og hafa uppreisnarmenn skotið niður flugvélar og þyrlur stjórnarhersins. Búið er að beina allri flugumferð frá átakasvæðinu eftir að flugvél Malaysian hrapaði í dag. MH17 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Tvö hundruð níutíu og fimm manns fórust þegar farþegaflugvél Malaysian flugfélagsins hrapaði skammt frá landamærum Úkraínu og Rússlands í dag. Talið er fullvíst að flugvélin hafi verið skotin niður. Tuttugu og sjö Hollendingar voru um borð í flugvélinni og að minnsta kosti 150 Kínverjar. Við vörum við myndum sem fylgja þessari frétt. Flugvélin sem var af gerðinni Boeing 777 var á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur þegar hún hvarf af ratsjá flugumferðarstjórnar í Úkraínu. Mailysian flugfélagið greindi fyrst frá þessu á Twitter síðu sinni um klukkan hálf fjögur í dag. Í fréttatilkynningu sem flugfélagið birti síðan á Twitter og á heimasíðu sinni klukkan tuttugu mínútur í fimm segir að samband við flugvélina hafi rofnað klukkan korter yfir tvö í dag þegar hún var í 10 kílómetra hæð um 50 kílómetra frá landamærum Rússlands og Úkraínu, skammt frá Donetsk héraði í austurhluta landsins. Sky fréttastofan segir af 280 farþegum hafi 27 verið frá Hollandi og að minnsta kosti 150 frá Kína. Og fullyrt era ð 23 farþeganna hafi verið frá bandaríkjunum. Flugvélin fór frá Schipol flugvelli í Amsterdam klukkan korter yfir tíu í morgun og var væntanleg til Kuala Lumpur upp úr klukkan tíu í kvöld. Auk farþeganna 280 var 15 manna áhöfn um borð í flugvélinni. Talið er fullvíst að flugvélin hafi verið skotin niður með BUK flugskeyti sem Rússar framleiða og úkraínski herinn hefur einnig yfir að ráða. Þá er talið fullvíst að uppreisnarmenn í austurhluta Úkraínu hafi einnig slík skeyti í vopnabúri sínu. Rússnesk stjórnvöld lýstu fljótlega yfir að þau bæru ekki ábyrgð á því að flugvélinni var grandað og úkraínska sjónvarpið fullyrti að uppreisnarmenn hefðu skotið flugskeytinu sem grandaði flugvélinni. Vegfarandi náði fyrstu myndunum af reyk frá braki flugvélarinnar en töluvert af því hefur fundist sem og líkamsleifar fólksins sem var um borð. Aðeins eru liðnir rúmir fjórir mánuðir frá því flugvél sömu tegundar, Boeing 777 frá Malaysian flugfélaginu á leið frá Kuala Lumpur hinn 8. mars, hvarf af ratsjá með 239 manns innanborðs og hefur ekkert til hennar spurst síðan. Mjög róstursamt hefur verið í austurhluta Úkraínu undanfarna mánuði og hafa uppreisnarmenn skotið niður flugvélar og þyrlur stjórnarhersins. Búið er að beina allri flugumferð frá átakasvæðinu eftir að flugvél Malaysian hrapaði í dag.
MH17 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira