Össur segir ESB umsókn í fullu gildi Heimir Már Pétursson skrifar 17. júlí 2014 13:15 Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra. vísir/vilhelm Fyrrverandi utanríkisráðherra telur af og frá að Jean-Claude Juncker, nýr forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hafi lokað á aðildarviðræður Íslands að sambandinu eins og utanríkisráðherra heldur fram. Ný ríkisstjórn geti lokið viðræðunum um það leyti sem fimm ára biðtími sem Junker hafi sett á fjölgun aðildarríkja ljúki.Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra túlkar afstöðu Jean-Claude Junckers, nýs forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, með þeim hætti að viðræðum Íslands og Evrópusambandsins sé í raun lokið. Enda hafi íslensk stjórnvöld stöðvað viðræðurnar og ekkert eftir af aðildarferlinu annað en nafn Íslands í einhverjum kladda yfir umsóknarríki. Tillaga utanríkisráðherra um að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka dagaði uppi á Alþingi í vor. Gunnar Bragi telur ekki endilega þörf á að leggja nýja tillögu fyrir Alþingi í haust. „Það er eithvað sem menn þurfa bara að meta. Ég hef ákveðnar efasemdir um að þess þurfi í framhaldi af þessu. Ef það það er hins vegar þannig þá er ég að sjálfsögðu reiðubúinn til þess að fara með tillögu fyrir þingið. En við metum bara stöðuna. Það er ekkert sem liggur á í rauninni í þessu,“ segir Gunnar Bragi. Hann hafi áður skýrt afstöðu íslenskra stjórnvalda fyrir utanríkisráðherrum evrópulanda sem hafi skilning á henni og sá skilningur styrkist væntanlega við þetta útspil Junckers.Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra metur yfirlýsingu Junckers með allt öðrum hætti og telur hann alls ekki vera að loka á aðildarviðræður Íslendinga. „Nei því fer víðsfjarri. Þessi yfirlýsing Junkers eiginlega smellpassar við stöðu aðildarumsóknarinnar eins og þessi ríkisstjórn hefur talað. Hún hefur sagt alveg skýrt að það verði ekki haldið áfram með hana fyrr en eftir þjóðaratkvæðagreiðslu og Framsókn hefur sagt að það verði ekki á þessu kjörtímabili,“ segir Össur. Það þýði að það gerist ekki fyrr en ný ríkisstjórn taki við í síðasta lagi árið 2017. „Og þá tekur það a.m.k. tvö ár að klára hana og þá er það samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu og skrúbba hana svo í gegnum þessar 28 aðildarþjóðir ESB. Þá eru liðin nákvælega fimm ár frá yfirlýsingu Junckers,“ segir Össur. Hann efist um að ríkisstjórnin áræði að koma á ný fram með tillögu um slit viðræðna. „Og þar fyrir utan liggja fyrir yfirlýsingar frá síðasta vetri frá nokkrum ráðherrum, þeirra á meðal formanni Sjálfstæðisflokksins, um að þjóðin muni hafa aðkomu að niðurstöðunni,“ segir Össur. Það myndi leysa vanda flestra að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna samhliða forsetakosningum árið 2016.Munt þú og þínir félagar í þinginu leggja fram tillögu um það?„Mér finnst ákaflega líklegt að þegar fram vindur, ef ríkisstjórnin gerir það ekki sjálf, mér finnst hún eigi að eiga kost á því, að þá mun slík tillaga koma fram já,“ segir Össur Skarphéðinsson. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira
Fyrrverandi utanríkisráðherra telur af og frá að Jean-Claude Juncker, nýr forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hafi lokað á aðildarviðræður Íslands að sambandinu eins og utanríkisráðherra heldur fram. Ný ríkisstjórn geti lokið viðræðunum um það leyti sem fimm ára biðtími sem Junker hafi sett á fjölgun aðildarríkja ljúki.Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra túlkar afstöðu Jean-Claude Junckers, nýs forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, með þeim hætti að viðræðum Íslands og Evrópusambandsins sé í raun lokið. Enda hafi íslensk stjórnvöld stöðvað viðræðurnar og ekkert eftir af aðildarferlinu annað en nafn Íslands í einhverjum kladda yfir umsóknarríki. Tillaga utanríkisráðherra um að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka dagaði uppi á Alþingi í vor. Gunnar Bragi telur ekki endilega þörf á að leggja nýja tillögu fyrir Alþingi í haust. „Það er eithvað sem menn þurfa bara að meta. Ég hef ákveðnar efasemdir um að þess þurfi í framhaldi af þessu. Ef það það er hins vegar þannig þá er ég að sjálfsögðu reiðubúinn til þess að fara með tillögu fyrir þingið. En við metum bara stöðuna. Það er ekkert sem liggur á í rauninni í þessu,“ segir Gunnar Bragi. Hann hafi áður skýrt afstöðu íslenskra stjórnvalda fyrir utanríkisráðherrum evrópulanda sem hafi skilning á henni og sá skilningur styrkist væntanlega við þetta útspil Junckers.Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra metur yfirlýsingu Junckers með allt öðrum hætti og telur hann alls ekki vera að loka á aðildarviðræður Íslendinga. „Nei því fer víðsfjarri. Þessi yfirlýsing Junkers eiginlega smellpassar við stöðu aðildarumsóknarinnar eins og þessi ríkisstjórn hefur talað. Hún hefur sagt alveg skýrt að það verði ekki haldið áfram með hana fyrr en eftir þjóðaratkvæðagreiðslu og Framsókn hefur sagt að það verði ekki á þessu kjörtímabili,“ segir Össur. Það þýði að það gerist ekki fyrr en ný ríkisstjórn taki við í síðasta lagi árið 2017. „Og þá tekur það a.m.k. tvö ár að klára hana og þá er það samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu og skrúbba hana svo í gegnum þessar 28 aðildarþjóðir ESB. Þá eru liðin nákvælega fimm ár frá yfirlýsingu Junckers,“ segir Össur. Hann efist um að ríkisstjórnin áræði að koma á ný fram með tillögu um slit viðræðna. „Og þar fyrir utan liggja fyrir yfirlýsingar frá síðasta vetri frá nokkrum ráðherrum, þeirra á meðal formanni Sjálfstæðisflokksins, um að þjóðin muni hafa aðkomu að niðurstöðunni,“ segir Össur. Það myndi leysa vanda flestra að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna samhliða forsetakosningum árið 2016.Munt þú og þínir félagar í þinginu leggja fram tillögu um það?„Mér finnst ákaflega líklegt að þegar fram vindur, ef ríkisstjórnin gerir það ekki sjálf, mér finnst hún eigi að eiga kost á því, að þá mun slík tillaga koma fram já,“ segir Össur Skarphéðinsson.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira