Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að danski miðvörðurinn DanielAgger eigi sér framtíð á Anfield og komi til greina sem byrjunarliðsmaður áfram.
Agger átti við meiðsli að stríða á síðustu leiktíð og náði aldrei að negla sér fast sæti í byrjunarliðinu. Í heildina byrjaði hann aðeins 16 leiki í byrjunarliði.
Frakkinn MamadouSakho spilaði við hlið MartinsSkrtels í vörninni hjá Liverpool undir lok síðustu leiktíðar og var Agger orðinn þreyttur á bekkjarsetunni. Það hjálpar svo varla til að Liverpool sé á eftir DejanLovren, miðverði Southampton.
„Agger er einn af bestu leikmönnum okkar. Hann hefur verið óheppinn með meiðsli. En hann er góður leikmaður og við getum notað reynslu hans á næstu leiktíð,“ sagði Brendan Rodgers eftir vináttuleikinn gegn Bröndby í gær.
„Daniel er með samning hjá Liverpool til 2016 og sýndi það á fyrri helmingi leiktíðar hversu frábær leikmaður hann er.“

