Vilja þrýsta á Bandaríkin að beita sér vegna Palestínu Randver Kári Randversson skrifar 16. júlí 2014 22:46 Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður VG. Vísir/GVA „Við teljum fulla ástæðu til þess að utanríkismálanefnd Alþingis hittist í ljósi þess að staðan í Palestínu er orðin mjög alvarleg, og verður alvarlegri með hverjum deginum sem líður. Við teljum rétt að Ísland leitist við að beita þrýstingi í þessum efnum. Ekki bara á deiluaðila heldur ekki síður á Bandaríkin, hvort sem er þá í gegnum okkar sendiherra í Bandaríkjunum, eða þá hér heima,“ segir Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna. Þingflokkur VG hefur óskað eftir fundi í utanríkismálanefnd til að ræða málefni Palestínu og Ísraels. Í bréfi til Birgis Ármannssonar, formanns nefndarinnar, er bent á að utanríkismálanefnd geti fundað hvenær sem er, þótt annars sé sumarleyfi þingnefnda. Svandís segir að þegar hafi borist svar frá formanni nefndarinnar, þar sem fram kom að athugað verði með möguleika á fundi á allra næstu dögum. Svandís segir mikilvægt að Íslendingar tali skýrt og láti rödd sína heyrast þegar kemur að málefnum Palestínu. „Í raun og veru getum við Íslendingar verið stolt af því að hvernig við höfum náð breiðri þverpólitískri samstöðu um það að tala skýrt í þessum efnum að því er varðar stöðu og rétt Palestínu. Við eigum að halda því áfram þegar að þessum borgurum er sótt. Ég á eftir að sjá að það sé ekki skýr vilji fyrir því að það verði gert“, segir Svandís. „Ísland hefur, ekki síst á síðasta kjörtímabili með því að lýsa yfir stuðningi við frjálsa Palestínu, haft mjög sterka rödd í þessum efnum og við teljum ástæðu til þess að svo verði áfram. Ég vænti þess að þessu verði vel tekið,“ segir Svandís að lokum. Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
„Við teljum fulla ástæðu til þess að utanríkismálanefnd Alþingis hittist í ljósi þess að staðan í Palestínu er orðin mjög alvarleg, og verður alvarlegri með hverjum deginum sem líður. Við teljum rétt að Ísland leitist við að beita þrýstingi í þessum efnum. Ekki bara á deiluaðila heldur ekki síður á Bandaríkin, hvort sem er þá í gegnum okkar sendiherra í Bandaríkjunum, eða þá hér heima,“ segir Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna. Þingflokkur VG hefur óskað eftir fundi í utanríkismálanefnd til að ræða málefni Palestínu og Ísraels. Í bréfi til Birgis Ármannssonar, formanns nefndarinnar, er bent á að utanríkismálanefnd geti fundað hvenær sem er, þótt annars sé sumarleyfi þingnefnda. Svandís segir að þegar hafi borist svar frá formanni nefndarinnar, þar sem fram kom að athugað verði með möguleika á fundi á allra næstu dögum. Svandís segir mikilvægt að Íslendingar tali skýrt og láti rödd sína heyrast þegar kemur að málefnum Palestínu. „Í raun og veru getum við Íslendingar verið stolt af því að hvernig við höfum náð breiðri þverpólitískri samstöðu um það að tala skýrt í þessum efnum að því er varðar stöðu og rétt Palestínu. Við eigum að halda því áfram þegar að þessum borgurum er sótt. Ég á eftir að sjá að það sé ekki skýr vilji fyrir því að það verði gert“, segir Svandís. „Ísland hefur, ekki síst á síðasta kjörtímabili með því að lýsa yfir stuðningi við frjálsa Palestínu, haft mjög sterka rödd í þessum efnum og við teljum ástæðu til þess að svo verði áfram. Ég vænti þess að þessu verði vel tekið,“ segir Svandís að lokum.
Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira