707 hestafla Challenger á 6,8 milljónir Finnur Thorlacius skrifar 16. júlí 2014 16:00 Dodge Challenger SRT Hellcat fer létt með að spóla með öll sín 707 hestöfl. Bandaríkjamenn hafa löngum verið öfundsverðir vegna lágs bílverðs þar í landi. Þar eru bílar talsvert ódýrari en í nokkru landi meginlands Evrópu og ekki óalgengt að sjá sömu dollaratölu og evrutölu á sömu bílgerðinni þó svo dollarinn sé á 114 kr. en evran á 155 kr. Bílar framleiddir í Bandaríkjunum eru að vonum ódýrir þar og gott dæmi um það er nýjast kraftabíllinn frá Dodge, þ.e. Challenger SRT Hellcat. Það er enginn aumingi á ferð heldur leynast undir húddinu 707 hestafla vél og setur þennan bíl í flokk með ofuröflugum bílum. Þrátt fyrir það getur almenningur labbað sér út í söluumboð Dodge og tryggt sér eintak af gripnum á 59.900 dollara, eða 6,8 milljónir króna. Fyrir þetta fé fæst sem dæmi ekki einu sinni BMW 320d með 184 hestafla vél hérlendis og þarf að leggja til 200.000 krónum betur. Einnig má í henni Ameríku fá 662 hestafla Ford Mustang GT500 fyrir 56.000 dollara, eða 6,4 milljónir og 580 hestafla Chevrolet Camaro ZL1 á 58.000 dollara, eða 6,6 milljónir. Ef nefna skal einn sprækan evrópskan bíl og verð hans þar vestra gæti það verið 210 hestafla Golf GTI, en hann kostar 24.995 dollara, eða 2,85 milljónir króna. Sá bíll er um helmingi dýrari hérlendis. Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent
Bandaríkjamenn hafa löngum verið öfundsverðir vegna lágs bílverðs þar í landi. Þar eru bílar talsvert ódýrari en í nokkru landi meginlands Evrópu og ekki óalgengt að sjá sömu dollaratölu og evrutölu á sömu bílgerðinni þó svo dollarinn sé á 114 kr. en evran á 155 kr. Bílar framleiddir í Bandaríkjunum eru að vonum ódýrir þar og gott dæmi um það er nýjast kraftabíllinn frá Dodge, þ.e. Challenger SRT Hellcat. Það er enginn aumingi á ferð heldur leynast undir húddinu 707 hestafla vél og setur þennan bíl í flokk með ofuröflugum bílum. Þrátt fyrir það getur almenningur labbað sér út í söluumboð Dodge og tryggt sér eintak af gripnum á 59.900 dollara, eða 6,8 milljónir króna. Fyrir þetta fé fæst sem dæmi ekki einu sinni BMW 320d með 184 hestafla vél hérlendis og þarf að leggja til 200.000 krónum betur. Einnig má í henni Ameríku fá 662 hestafla Ford Mustang GT500 fyrir 56.000 dollara, eða 6,4 milljónir og 580 hestafla Chevrolet Camaro ZL1 á 58.000 dollara, eða 6,6 milljónir. Ef nefna skal einn sprækan evrópskan bíl og verð hans þar vestra gæti það verið 210 hestafla Golf GTI, en hann kostar 24.995 dollara, eða 2,85 milljónir króna. Sá bíll er um helmingi dýrari hérlendis.
Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent