Innlent

Færri árásarmenn í Rimahverfi en talið var í fyrstu

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Pjetur
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir auglýsingu eftir vitnum vegna rannsóknar á líkamárás í Rimahverfi, hafa borið árangur. Hópur manna réðst á mann um helgina og börðu hann með golfkylfum.

„Við auglýstum eftir vitnum og höfum fengið nokkur nöfn og við erum nú að reyna að ná tali af þeim,“ segir Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, í samtalil við Vísi.

Í fyrstu var talið um að fjöldi árásarmannanna hafi verið á bilinu tíu til tuttugu. Miðað við þær upplýsingar sem lögreglan hefur núna segir Árni að talan tíu sé vel í hærri kantinum.

„Það er talað um heldur færri einstaklinga, en samt sem áður hóp,“ segir Árni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×