Enski boltinn

Zamora áfram hjá QPR

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Bobby Zamora hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við QPR en félagið endurheimti í vor sæti sitt í ensku úrvalsdeildinni.

Zamora tryggði QPR 1-0 sigur gegn Derby í úrslitaleik umspilskeppninnar í B-deildinni en þrátt fyrir það greindu enskir fjölmiðlar frá því í vor að félagið ætlaði ekki að endurnýja samning leikmannsins.

En annað hefur komið á daginn því félagið tilkynnti í morgun að samningar hefðu náðst við Zamora sem er 33 ára gamall sóknarmaður.

Kolbeinn Sigþórsson hefur að undanförnu verið orðaður við QPR en landsliðsframherjinn er sagður vera með tilboð í höndunum frá félaginu sem hann er nú að skoða. Andri Sigþórsson, bróðir hans, sagði þó nýlega við Vísi að félag Kolbeins, Ajax, hafi ekki tekið neinu tilboði í kappann.


Tengdar fréttir

Engu tilboði verið tekið í Kolbein

Bróðir Kolbeins Sigþórssonar hafði ekkert heyrt frá Ajax þegar Vísir heyrði í honum en samkvæmt heimildum SkySports komust félögin að samkomulagi fyrr í dag.

Ajax tekur tilboði QPR í Kolbein

Samkvæmt heimildum SkySports samþykkti Ajax tilboð QPR í Kolbein Sigþórsson í dag en samkvæmt heimildum Vísis ber enn töluvert á milli aðilanna í launaviðræðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×