Innlent

Bolvíkingar skora á bæjaryfirvöld

Bjarki Ármannsson skrifar
Pálmi Gestsson var meðal þeirra sem tóku til máls í gærkvöldi.
Pálmi Gestsson var meðal þeirra sem tóku til máls í gærkvöldi. Vísir/Hafþór Gunnarsson
Skorað var á bæjaryfirvöld í Bolungarvík að standa vörð og gömul hús og sögulegar minjar í byggðarlaginu á fjölmennum borgarafundi sem haldinn var í gærkvöldi. Boðað var til fundarins í kjölfar skemmdarverka sem framin voru á 105 ára gömlu húsi í Bolungarvík í síðustu viku.

Í ályktun segir að fundurinn harmi skemmdarverkin og bæjaryfirvöld eigi að hafa frumkvæði að uppbyggingu menningarverðmæta í bænum og standi fyrir húsakönnun í Bolungarvík. Pálmi Gestsson leikari tók meðal annars til máls á fundinum. Samkvæmt Pálma var ályktunin samþykkt með áköfu lófaklappi viðstaddra.

Skemmdarverkin í síðustu viku vöktu mikla athygli.Vísir/Hafþór Gunnarsson

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×