Prius með óvenjulegt met á Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 16. júlí 2014 09:57 Toyota Prius bíllinn á Nürburgring brautinni. Það kann að hljóma einkennilegt að Toyota Prius bíll setji met á kappaksturshringnum Nürburgring, en það var reyndar ekki hraðamet, heldur met í sparakstri. Prius bíllinn, sem er Plug-In bíll, fór brautina 20 km löngu og eyddi aðeins 5 teskeiðum af eldsneyti á leiðinni. Eyðsla hans mældist 0,3 lítrar á hverja 100 kílómetra. Engin hraðamet voru sett á leiðinni en Prius bíllinn fór hringinn á 20 mínútum og 59 sekúndum og því hefur meðalhraðinn verið 64 km/klst. Reglur á Nürburgring brautinni kveða reyndar á um að ekki megi aka hægar en á 60 km/klst svo ekki sé þvælst um of fyrir öðrum bílum þar og voru þær reglur ekki brotnar. Til samanburðar fór Porsche 918 brautina á innan við 7 mínútum og á sá bíll hraðametið þar. Prius bíllinn eyddi í raun engu jarðefnaeldsneyti alla leiðina, nema ef undan er skilin ein löng brekka í brautinni, en þá ræsti brunavél bílsins sig í stutta stund. Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent
Það kann að hljóma einkennilegt að Toyota Prius bíll setji met á kappaksturshringnum Nürburgring, en það var reyndar ekki hraðamet, heldur met í sparakstri. Prius bíllinn, sem er Plug-In bíll, fór brautina 20 km löngu og eyddi aðeins 5 teskeiðum af eldsneyti á leiðinni. Eyðsla hans mældist 0,3 lítrar á hverja 100 kílómetra. Engin hraðamet voru sett á leiðinni en Prius bíllinn fór hringinn á 20 mínútum og 59 sekúndum og því hefur meðalhraðinn verið 64 km/klst. Reglur á Nürburgring brautinni kveða reyndar á um að ekki megi aka hægar en á 60 km/klst svo ekki sé þvælst um of fyrir öðrum bílum þar og voru þær reglur ekki brotnar. Til samanburðar fór Porsche 918 brautina á innan við 7 mínútum og á sá bíll hraðametið þar. Prius bíllinn eyddi í raun engu jarðefnaeldsneyti alla leiðina, nema ef undan er skilin ein löng brekka í brautinni, en þá ræsti brunavél bílsins sig í stutta stund.
Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent