Íslenski boltinn

Atli Jens: Vona að Kjartan bæti ráð sitt

Atli Jens Albertsson, leikmaður Þórs, hefur ekkert æft síðan KR-ingurinn Kjartan Henry Finnbogason steig ofan á hann í leik liðanna á Akureyri.

"Ég renni mér á undan í boltann og það næsta sem gerist er að hann traðkar hreinlega á mér. Ég fæ nístíngssársauka í hnéð og held utan um það. Þetta virtist vera slæmt," segir Atli Jens þegar hann er beðinn um að rifja upp atvikið umdeilda.

"Það sér á mér en er að hverfa. Ég hef ekkert æft eftir leikinn en verð klár í næsta leik."

Kjartan Henry skrifaði á Twitter að menn ættu að spyrja Atla Jens hvort þetta hafi verið viljandi.

"Það er hans að dæma. Ég vona hans vegna að þetta hafi ekki verið viljaverk því ég held að það vilji enginn vera svona inn á vellinum. Vonandi bætir hann ráð sitt í komandi framtíð."

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem KR-ingurinn lendir í álíka umdeildu atviki.

"Hann er frekar óheppinn. Það er hægt að lenda í svona einu sinni til tvisvar um ævina. Þegar maður hefur lent í þessum fjórum, fimm eða sex sinnum þá fer maður að halda að það sé viljaverk að meiða andstæðinginn."

Viðtalið við Atla Jens má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×