Erlent

Gríðarleg fagnaðarlæti við heimkomu Þjóðverja

Bjarki Ármannsson skrifar
Leikmenn liðsins sýna æstum áhorfendum bikarinn.
Leikmenn liðsins sýna æstum áhorfendum bikarinn. Vísir/AFP
Tugþúsundir manna komu saman við Brandenborgarhliðið í dag til að taka á móti nýkrýndu heimsmeisturunum í þýska landsliðinu. BBC greinir frá því að fjölmargir hafi tekið sér frí frá vinnu í dag til að taka þátt í fagnaðarlátunum.

Eins og kunnugt er, báru Þjóðverjar sigurorð af Argentínumönnum í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í Brasilíu á sunnudag. Þetta er fyrsti heimsmeistaratitill Þjóðverja í fótbolta frá sameiningu landsins fyrir 24 árum og ekki stóð á fagnaðarlátunum í dag.

Leikmenn liðsins lentu í Þýskalandi í morgun og mikill fjöldi fólks fylgdist með þeim ferðast að hliðinu í miðborg Berlínar í þaklausri rútu. Þegar að hliðinu var komið voru leikmennirnir kynntir upp á svið og Philipp Lahm, fyrirliði liðsins, hóf bikarinn á loft á skemmtilegan hátt. Myndband af því, og myndir af fagnaðarlátunum, má sjá hér fyrir neðan.

Philipp Lahm og Bastian Schweinsteiger stíga úr vélinni í morgun.Vísir/AFP
Julian Draxler og Joachim Löw, þjálfari liðsins, sigurreifir um borð í rútunni.Vísir/AFP
Mario Götze og Miroslav Klose sungu fyrir viðstadda þegar þeir stigu á svið.Vísir/AFP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×