"Megum ekki gleyma því að þetta er okkar saga“ Randver Kári Randversson skrifar 14. júlí 2014 22:36 Pálmi Gestsson stendur fyrir opnum fundi í Bolungarvík á morgun um friðun húsa í bænum. Vísir/GVA „Ég vil nú leggja áherslu á það að sagan er ekki mæld í fermetrum eða einhverjum höllum. Við megum ekki gleyma því að þetta er okkar saga. Þetta segir söguna hér í þessu byggðarlagi. Saga er ekki skoðun eða smekkur, hún er bara saga,“ segir Pálmi Gestsson, leikari, sem stendur fyrir opnum fundi í Bolungarvík annað kvöld. Tilgangur fundarins er að ræða um friðun gamalla húsa og sögulegra minja í bænum. Atvikið frá því í síðustu viku þegar unnin voru skemmdarverk á 105 ára gömlu húsi í Bolungarvík hafði áhrif á Pálma og hvatti hann til að halda þennan fund. „Það var auðvitað dálítið áfall að sjá fólk ganga svona til verks, í skjóli nætur. En fundurinn kemur ekki til með að fjalla um það sérstaka atvik. Það fer bara sína leið. Þetta hvatti mig til að halda þennan fund og vita hvort að hvað Bolvíkingar hefðu að segja um þessi mál, um þessi gömlu sögulegu hús og minjar hér. Af því ég held að það hafi í rauninni aldrei talað um þessi mál hér nema í tveggja manna tali,“ segir Pálmi. Pálmi kallar eftir því að bæjaryfirvöld í Bolungarvík myndi stefnu um þessi mál. „Það er búið að rífa svo mikið af gömlum húsum hérna, sem mér finnst vera svolítið slys. Sjálfsagt á þetta sér einhverjar skýringar og sjálfsagt er eitthvað af þessu réttlætanlegt, en þetta er of mikið orðið. Ég tel of langt gengið í þessum málum. Núna líka þegar flest bæjarfélög, að mér er sagt, eru að vakna til vitundar um sinn menningararf í þessum efnum. Maður sér víða hvað fólk er orðið duglegt við að gera upp þessi gömlu fallegu hús sem eru með sögu og sál. “ Fundurinn hefst klukkan 20 á morgun og þar mun Þór Hjaltalín, minjavörður Norðvesturlands halda erindi um lög um minjavernd. Pálmi hvetur alla sem áhuga hafa á þessum málum að mæta. „Mér rann blóðið til skyldunnar og ég held að þetta verði bara skemmtilegt og fróðlegt, og þetta er nú bara hugsað til þess. Við ætlum að skoða gamlar myndir héðan og það verða þessi erindi og svo kannski einhverjar fyrirspurnir. Aðalatriðið er fólk komi og sýni bara að því standi ekki á sama. Þess vegna vil ég hveta alla áhugamenn um söguna, bæði hér og annars staðar að koma. Það eru allir velkomnir,“ segir Pálmi að lokum. Tengdar fréttir Bolungarvík kærir skemmdarverkin Bæjarfélag Bolungarvíkur fordæmir eignarspjöll sem unnin voru á friðuðu húsi í sveitarfélaginu. 8. júlí 2014 20:23 Yfirheyrður eftir að hafa viðurkennt skemmdarverk Einn hefur verið yfirheyrður vegna skemmdanna sem unnar voru á friðuðu húsi í Bolungarvík aðfaranótt mánudags. 8. júlí 2014 17:40 „Ég er með góðan málstað, því ég er að verja fólk“ Valdimar Lúðvík Gíslason hefur viðurkennt að hafa skemmt friðað hús í Bolungarvík. 9. júlí 2014 14:43 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
„Ég vil nú leggja áherslu á það að sagan er ekki mæld í fermetrum eða einhverjum höllum. Við megum ekki gleyma því að þetta er okkar saga. Þetta segir söguna hér í þessu byggðarlagi. Saga er ekki skoðun eða smekkur, hún er bara saga,“ segir Pálmi Gestsson, leikari, sem stendur fyrir opnum fundi í Bolungarvík annað kvöld. Tilgangur fundarins er að ræða um friðun gamalla húsa og sögulegra minja í bænum. Atvikið frá því í síðustu viku þegar unnin voru skemmdarverk á 105 ára gömlu húsi í Bolungarvík hafði áhrif á Pálma og hvatti hann til að halda þennan fund. „Það var auðvitað dálítið áfall að sjá fólk ganga svona til verks, í skjóli nætur. En fundurinn kemur ekki til með að fjalla um það sérstaka atvik. Það fer bara sína leið. Þetta hvatti mig til að halda þennan fund og vita hvort að hvað Bolvíkingar hefðu að segja um þessi mál, um þessi gömlu sögulegu hús og minjar hér. Af því ég held að það hafi í rauninni aldrei talað um þessi mál hér nema í tveggja manna tali,“ segir Pálmi. Pálmi kallar eftir því að bæjaryfirvöld í Bolungarvík myndi stefnu um þessi mál. „Það er búið að rífa svo mikið af gömlum húsum hérna, sem mér finnst vera svolítið slys. Sjálfsagt á þetta sér einhverjar skýringar og sjálfsagt er eitthvað af þessu réttlætanlegt, en þetta er of mikið orðið. Ég tel of langt gengið í þessum málum. Núna líka þegar flest bæjarfélög, að mér er sagt, eru að vakna til vitundar um sinn menningararf í þessum efnum. Maður sér víða hvað fólk er orðið duglegt við að gera upp þessi gömlu fallegu hús sem eru með sögu og sál. “ Fundurinn hefst klukkan 20 á morgun og þar mun Þór Hjaltalín, minjavörður Norðvesturlands halda erindi um lög um minjavernd. Pálmi hvetur alla sem áhuga hafa á þessum málum að mæta. „Mér rann blóðið til skyldunnar og ég held að þetta verði bara skemmtilegt og fróðlegt, og þetta er nú bara hugsað til þess. Við ætlum að skoða gamlar myndir héðan og það verða þessi erindi og svo kannski einhverjar fyrirspurnir. Aðalatriðið er fólk komi og sýni bara að því standi ekki á sama. Þess vegna vil ég hveta alla áhugamenn um söguna, bæði hér og annars staðar að koma. Það eru allir velkomnir,“ segir Pálmi að lokum.
Tengdar fréttir Bolungarvík kærir skemmdarverkin Bæjarfélag Bolungarvíkur fordæmir eignarspjöll sem unnin voru á friðuðu húsi í sveitarfélaginu. 8. júlí 2014 20:23 Yfirheyrður eftir að hafa viðurkennt skemmdarverk Einn hefur verið yfirheyrður vegna skemmdanna sem unnar voru á friðuðu húsi í Bolungarvík aðfaranótt mánudags. 8. júlí 2014 17:40 „Ég er með góðan málstað, því ég er að verja fólk“ Valdimar Lúðvík Gíslason hefur viðurkennt að hafa skemmt friðað hús í Bolungarvík. 9. júlí 2014 14:43 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Bolungarvík kærir skemmdarverkin Bæjarfélag Bolungarvíkur fordæmir eignarspjöll sem unnin voru á friðuðu húsi í sveitarfélaginu. 8. júlí 2014 20:23
Yfirheyrður eftir að hafa viðurkennt skemmdarverk Einn hefur verið yfirheyrður vegna skemmdanna sem unnar voru á friðuðu húsi í Bolungarvík aðfaranótt mánudags. 8. júlí 2014 17:40
„Ég er með góðan málstað, því ég er að verja fólk“ Valdimar Lúðvík Gíslason hefur viðurkennt að hafa skemmt friðað hús í Bolungarvík. 9. júlí 2014 14:43